mánudagur, 26. október 2009

Long time no see...

Blablabla bla blabla blabla bla blablabla bla?

Sá sem getur lesið þessa spurningu á mannamáli fær gefins ferð til útlanda að eigin vali með hóteli, bílaleigubíl, nuddara og handklæði innifalið. Gyllitilboð ekki satt.

Blogg... já krakkar mínir þegar kemur að bloggi er ég alltaf rosalega öflug til að byrja með, dett svo niðrí e-a ritstíflu í dágóðan tíma, kem svo aftur betri en nokkru sinni og svo er komið að prófum og þá eru góð ráð dýr, læra brjálað eða reyna gera allt annað en að læra eins og að blogga?

Það kemur í ljós eftir rúmlega mánuð þegar prófin byrja. Ef það er eitthvað sem ég skil ekki í þessu lífið er það tíminn. Ég vil líkja tímanum við eðlisfræði (enda margt skylt með líkum). Þetta á það sameiginlegt að vera óskiljanlegt í mínum litla heila. Ég hef samt virkilega lagt mig alla fram en allt kemur fyrir ekki. En við eigum samleið í tíma' og rúmi....lallala. Ég á barasta enga samleið með tímanum í rúminu mínu eða rýminu mínu þess þá heldur.

Eruð þið núna að skilja ritstífluna mína? Meganæs ekki satt. Jaaá ég veit. Takk fyrir takk fyrir.

Ég veit ekki hversu margir, ef einhver er að lesa þetta bull mitt ennþá (eða byrja kannski aftur) þannig ekki dæma það sem koma skal af þessari færslu sem snýst eingöngu um pjúra afsakanir afhverju ég hef ekki verið að blogga og svona væl. Ég fíla ekki væl, en ég ætla samt að væla og njóta þess.

Grín.

Langar að segja ykkur frá honum Banksy. Hann er leyndardómur graffíti listamanna þar sem erfitt hefur verið að staðfesta fæðingarár hans og -stað. En hverjum er ekki sama? Hann á sem sagt að hafa fæðst árið 1974 (líður ykkur betur?) í Englandi. Pabbi hans var (kannski/kannski ekki, er ég að drepa ykkur úr spenningi) ljósritari. Gaman að eiga pabba sem er ljósritari...hversu svalt? En Banksy beibí gerðist slátrari á sínum yngri árum...jafnvel enn svalara. Síðan leiddist hann á braut graffiti listar og hefur verið að gera hrikalega góða hluti ever since. Hann selur ekki útilistaverkin sín...ennþá, en hver veit hvernig kreppan fer með manninn.

Verkin hans eru öll gædd skemmtilegum húmor með ívafinni kaldhæðni. Góð blanda.

Endilega tékkið á heimasíðunni hans: http://www.banksy.co.uk/

Hér eru svo nokkur verk eftir hann. Enjoy!






...and I'm back in the game.


Edda Rós b(log)orgar(a)barn.