miðvikudagur, 30. desember 2009

The grass is always greener on the other side-or is it?

May I present:


Jasper van Grootel

Pant fá mér svona fallegt þegar ég fer að búa. Frátekið sæti 1,2,3!










Þarf vart að taka fram að auðvitað yrði þetta ekki svona svakalega litríkt. Hvíta settið er fallegast, með kannski einum og einum útúrpimpað-lituðum lampa?

Edda Rós

mánudagur, 28. desember 2009

þriðjudagur, 22. desember 2009

Everything happens for a reason...

Já það gerir það svo sannarlega. Það hefur líka sýnt sig að enginn ætti að messa við örlögin. Ef hlutirnir eiga að gerast, þá gerast þeir. Sama hvort þú viljir það eða ekki. Punktur.

Ég til dæmis ætlaði ekki að fara í bloggjólafrí en það bara gerðist-svekkjandi.

En nú er hausinn farinn í bleyti og ætlar að koma með eitthvað áhugavert fyrir ykkur að lesa.

Stay tuned,



-Hugleikur Dagsson

gleðilegt jólafrí kiddos!

Edda Rós

þriðjudagur, 15. desember 2009

I welcome you into my world...

Nýr heimur sem hefst með opnun á heimasíðu. Þar blasir við mér svart letur á hvítum bakgrunni sem spyr hvort ég sé Shoe addict?

Ég verð skömmustuleg...og játa.
Auðvitað hefur þetta vakið forvitni mína.


En hvar hefur Jeffrey Campbell verið? Allavega ekki í mínum bookmörkuðu síðum, því miður. En í dag hafa hlutirnir breyst. Mun ég bjóða hann velkominn í mína veröld, og í skóskápinn (skúffuna og -hilluna líka).

Byrjaði sem sagt árið 2000 (tæp 10 ár sem við höfum farið á mis). Ó Jeffrey þú fannst mig!














Gleðileg próflok,

Edda Rós Campbell

fimmtudagur, 10. desember 2009

Ugly as a firecracker!


Ertu ljót/-ur? Ertu ógeðslega ljót/-ur?


Er kannski ákveðið tímabil sem fornir menn myndu kalla prófatíð? Ert þú fórnarlamb prófa og ákveðins fyrirbæris sem nútímamenn hafa búið til og kallað prófljóta?

Þá er þessi lesning fyrir þig!
-Ef ekki, þá veit ég ekki hvað ég get sagt.

Prófljóta. Samsett úr tveimur orðum: Próf og ljót/-ur. Magnað. Ef við skoðum nánar hvaða merkingu orðið felur í sér (og ekki er hægt að kíkja í íslenska orðabók þar sem hún myndi líklegast loka á fésið á mér og kalla mig misnotara íslensks máls) þá gæti hún verið skilgreind einhvern vegin svona:

  • Millibilsástand í lok maímánaðar og byrjun desembermánaðar.
  • Herjar á kvenkyn jafnt sem karlkyn.
  • Úfið hár og ljótt á litinn.
  • Skeggrót sem þróast hefur í skegg hjá piltum(ekkert 2ja daga skegg neitt).
  • Óplokkaðar augabrúnir hjá stúlkum.
  • Joggingbuxur og hettupeysur eru allsráðandi.
  • Strigaskór notaðir óspart.
  • Svefn af skornum skammti.
  • Kaffidrykkja óhófleg (hjá þeim sem drekka kaffi).
  • Orkudrykkjadrykkja (hey fínt orð) óhófleg.
  • Speglar eru hvergi nærri.
  • Hvítir sokkar sjá dagsljósið. (Hverjum datt í hug að hanna HVÍTA sokka, viðbjóður!)
Nokkurn veginn svona lýsir prófljóta sér. Hún er ekkert annað en millibilsástand skapað af okkur sjálfum. Þú þarft ekkert að lenda í prófljótunni frekar en þig langar til. En það er eins og fólk í dag sjái alveg bilaðslega gott tækifæri til að fá að vera ljótur og hafa umhirðuna í lágmarki.

Heillandi! (skeggvöxturinn hjá karlkyninu getur reyndar verið svolítið heillandi, það verður að viðurkennast).

Svo þegar prófunum lýkur eru allir orðnir sætir aftur, búnir að draga fram speglana og komnir í sitt daily-basis ástand. Þetta er alveg furðulegt.

Svínaflensan er eitthvað sem kíkir á þig í heimsókn en þú losnar ekki við með viljanum einum. Prófljótuna geturðu hins vegar losnað við með viljanum einum-krafataverk.

Talandi um svínó, þá er ég alveg orðin rugluð með þessa bólusetningu. Aldrei verið neitt hrifin af þeim per se eeeenn....hvort það sé sniðugt áður en ég fer að hrína? Það væri eitthvað!

En koma svo, eigum við ekki að segja þessari Bvítans prófljótu stríð á hendur og hengja öll aftur upp speglana? Leyfum joggaranum að njóta sín inni í húsum þar sem hann á heima (hentar vel í jólafríinu) og í guðanna bænum hvítu sokkar, HVERFIÐ!



Þessi pía ákvað til dæmis að gerast vinkona prófljótunnar í heilli þáttaseríu...so not a good idea! Þori að veðja að hún klæðist hvítum sokkum.


Enn...að lokum ákvað hún að vera skynsöm og henda sokkunum. Nú er allt á uppleið.


Bless Prófljóta-hunskastu heim til þín!

ERS


sunnudagur, 6. desember 2009

Do you see what I see?

Aldrei þessu vant horfði ég á fréttir í gær og hélt meira að segja áfram að horfa þegar Ísland í dag byrjaði.

Í Íslandi í dag var tekið viðtal við 11 ára gamla stelpu, Ívu Marín sem er blind. Hún er svo sæt og lífsglöð stelpa, æfir fimleika og spilar á píanó. Var spurð hvort hún gæti allt það sama og hinir krakkarnir í skólanum og hún svaraði: „Já allt, nema teikna“. Hún er sko ekki að kvarta þessi dama! Ætlar að verða söngkona og kannski leikkona líka.

Ég dáist að henni.

Þegar ég heyri viðtöl við fólk sem er fatlað að einhverju leyti fæ ég samviskubit og skammast mín hálfpartinn. Oftar en ekki er þetta fólk sem hefur svo gaman að lífinu og gerir það besta úr því sem það hefur. Það kvartar ekki yfir smáatriðum sem við hin (sem erum svo gríðarlega heppin að hafa fæðst með allt í lagi) gerum óspart. Afhverju erum við ekki bara þakklát fyrir það sem við höfum og erum í stað þess að vera alltaf óánægð með það sem við erum ekki eða höfum ekki? Ég verð svo reið þegar ég hugsa þetta lengra.

„Oh ég þarf að fara í próf á morgun“ - Vertu fegin/-nn að hafa tækifæri til þess að geta farið í skóla og tekið próf!

„Ég þarf að ganga með gleraugu“ - Vertu fegin/-nn að geta séð eitthvað, þó þú þurfir að horfa á heiminn í gegnum gler. (Það eru líka til linsur).

„Ég nenni ekki að labba alla leið“ - Þú getur þó allavega labbað, sumir GETA það ekki.

„Ég er svo feit/-ur“ - Afhverju ertu feit/-ur? Því þú borðar OF mikið. Sumir fá EKKERT að borða.

Þetta er bara brotabrot af því sem kvartað er um...alltof oft. Mér finnst að við ættum aðeins að hugsa, áður en við kvörtum yfir einhverju. Hugsa um aðra en bara okkur sjálf og gera okkur grein fyrir því hvað við erum heppin að geta séð, talað, borðað og gengið. Þetta eru ekki sjálfsagðir hlutir þó við tökum þeim sem sjálfsögðum.

Ég ákvað fyrir nokkrum árum að hugsa um fleiri en sjálfa mig. ABC var að auglýsa eftir heimsforeldrum. Heimsforeldri borgar tæpar 3000 kr. á mánuði sem dugir fyrir mat og menntun barns. 3000 kr. á mánuði! Ég fór að pæla, hvað ég eyddi sjálf á mánuði og blöskraði. Því ákvað ég að það er án efa mikilvægara fyrir barn úti í heimi, sem á lítið sem ekkert að fá að borða og geta gengið í skóla en að ég fari í bíó 2x í mánuði, út að borða eða kaupi mér e-a flík. Ég hef verið heimsforeldri núna í 3 ár og fæ alltaf fallegt jólakort frá stelpunni „minni“ sem býr í Pakistan. Ásamt því fæ ég einkunnaspjald úr skólanum og smá af því hvað hún er að gera. Það er svo gott að geta hjálpað einhverjum. Þú þarft ekki að hjálpa öllum-margt smátt gerir eitt stórt.

Máttu í alvöru ekki við því að verða af 3000 kr í mánuði?

Enn að hugsa?

Vertu þakklát/-ur fyrir það sem þú hefur, meðan þú hefur það-Hjálpaðu öðrum sem hefur það ekki jafngott og þú, meðan þú getur það.

Edda Rós út

fimmtudagur, 3. desember 2009

Some things are just meant to be...







Sam Edelman-Skóhillan mín myndi bjóða þessum í heimsókn ANYtime


Proenza Schouler-diamonds are a girl's best friend, ekki? (já ég veit, þetta eru ekki demantar, daah!)


DSQUARED í öðru veldi-elska-elska-elska
"Save the best for the last"- Christian Louboutin. Spurning um að svelta sig í nokkra mánuði og eiga fyrir þeim?

Edda Rós-

Un Amante di Scarpe

miðvikudagur, 2. desember 2009

I'm hooked on Hjaltalín





Hjaltalín tónleikar um daginn.
Ég keypti nýja diskinn, Terminal.
Hlusta á hann aftur og aftur.
Sonnet for Matt er uppáhalds.
Og Sweet Impressions.
Elska sambland hljóðfæranna.
Og sönginn.
Sérstaklega í þessum tveimur af ofangreindum lögum.
Hef loksins fundið mína uppáhalds íslensku hljómsveit.
Hélt það væri Dikta.
En.
Hjaltalín it is, svo sannarlega.




Skora á ykkur að kynnast disknum...
hann er,

så himlabra!

Edda Rós


þriðjudagur, 1. desember 2009

A-r-r-g

Afhverju þarf ég alltaf að vera fikta! Breytti um kommentakerfi og gömlu kommentin fóru öll út. Frábært!

Debit-Kredit

Bless

sunnudagur, 29. nóvember 2009

Georgia May Jagger...


Dóttir Mick Jagger, Georgia May Jagger er nýjasta myndefni ljósmyndara í tískubransanum.

Kemur alls ekki á óvart! Ef frekjuskarð kemst ekki í tísku núna, þá gerist það aldrei.





iD magazine+Vanity Fair
Mig langar í frekjuskarð


Edda Rós

fimmtudagur, 26. nóvember 2009

In the future, everyone will be world-famous for 15 minutes...

Andy Warhol var einum of mikill töffari. Of svalur fyrir lífið. Dó sama ár og ég fæddist, meira segja rétt áður. Ég hefði getað hitt gæjann. En hann var of svalur. Svekkelsi.
Einn af mínum uppáhalds, það er á tandurtæru.

Voilá!





Hver annar en hann hefði orðið frægur fyrir að skella súpudós á borð og kalla það list?
Tala nú ekki um kassa utan af þvottaefni? Ætli Mr. Propre verði komið fyrir ofan í fiskabúr í Guggenheim safninu árið 2020?





R.I.P. Andy...


nei djók, hjálpaðu mér frekar að læra undir próf?

Edda Warhol

sunnudagur, 22. nóvember 2009

60's Twiggy set the pace way back when she had the face...

Oldies Goldies. Hvað dettur þér í hug?

Ég er næstum því viss (ekki alveg, bara næstum því) að þú sveifst alla leið til gamalla tíma, þegar þú varst unglingur (geri ekki ráð fyrir að smábörn lesi fullorðinslegt hjal sem þetta). Hvernig varst þú sem unglingur? Eða, ég ætti kannski að orða þetta öðruvísi. Veit samt ekki alveg hvernig en það sem ég er að reyna segja er „afhverju ertu orðin/-nn eins og þú ert í dag og hvað gerði þig þannig“? Skilurðu?

Ég myndi segja að ég væri svona sitt lítið af hverju. Ímyndaðu þér tungu. Tungunni er „skipt“ upp í 4 hluta, eftir því hvernig þú skynjar bragð. Ekki satt? Án þess að kafa djúpt í eitthvað líffræðilegt, sem hentar mér alls ekki og afsakið þið hin sem eruð með allt þetta á hreinu og hristið hausinn. En jújú menntaskólagangan kenndi mér eitt, og það var að bragðlaukarnir eru nú helvíti margir en skiptast beisiklí í sætt, súrt, beiskt og salt. Oh, ég man ekkert hvert ég ætlaði með þessa tungulíkingu þannig ég set á pásu hérna.

Næsta mál á dagskrá.

Ef ég lít yfir grunnskólaárin þá var ýmislegt skemmtilegt sem kom upp á, ýmsir tónlistamenn sem ég aðhylltist og gerðu mig skrítna, furðulegir vinir, misfallegur klæðaburður og stórkostlega fancy hárgreiðslur. Tala nú ekki um skó sem byrjuðu á Buff og enduðu á -alo. Herregud.

Ýmis atriði sem mótuðu mig að þeirri Eddu Rós sem ég er í dag:

  • Stærðfræðikunnátta: Hófst á þveröfugum enda. Kom heim úr stærðfræðiprófi í 1. bekk, hæstánægð með að hafa einungis verið með 16 villur...Dæmin voru 20.
  • Svertingi í framtíðinni: Þegar pabbi spurði okkur systkinin og tók upp á vídjó, hvað við vildum vera þegar við yrðum stór svaraði ég hreinskilið: Svertingi. Ég vil svart krullað hár og stórar varir....Ósk mín hefur ekki enn ræst.
  • Einelti af hálfu stóra bróður: Já, hann Ragnar bró var duglegur að safna Garbage Pale Kids, líma það á blað og slæda því fallega undir hurðina mína. Hann hafði skýrt allar myndirnar Edda Rós. Kláraði grát-kvótann þetta árið. Ég græt ekki í dag, þökk sé GPK.
  • Spice Girls: Ég gæti skrifað heila bók um áhuga minn á Spice Girls, enda engin önnur hljómsveit sem ég hef dýrkað jafn mikið frá þeim degi (trúið mér, ég hef reynt). Heil hilla var notuð undir Spice Girls myndir, barbídúkkur, útprentaðar eiginhandaáritanir og ég átti meira segja Spice Girls rúmföt (þær voru með mér allan sólarhringinn). Vorum 6 vinkonurnar en Spice Girls voru bara 5 og þegar við sýndum atriði á diskótekum, fór það eftir því hver var leiðinlegust þann daginn. Hún fékk ekki að vera með. Ég var MelB. Ástæðan?-Svertingi.
  • Útvarpsþættir sem voru teknir upp á kasettu með Ingu, Helgu Dagný eða Völku. Mjög fjölbreytilegir þættir sem samanstóðu m.a. af Pepsi auglýsingum, fréttum um Davíð Oddsson, Húsið á sléttunni, sungnum lögum úr Vindáshlíðarbókinni, Dr. Love og fleira gæðaefni.
  • Sumur sem einkenndust af útileikjum; eina króna, körfubolti spilaður á körfu sem var fest með reipi við ljósastaurinn hans Ívars, draugahúsin sem við gerðum í bílskúrnum hjá Ívari og rukkuðum inn, tombólur, 10 skref blindandi. Berjatínslur úti í móa og kofabyggingar í trönunum, sem voru svo alltaf eyðilagðir. Helvítis hrekkjusvín!
  • Tónleikar úti á sólpalli þar sem við Inga skelltum okkur í Mary-Kate & Ashley búninga og tróðum upp með söng og dansi. Rukkuðum inn.
  • Froskar og fiðrildi.
  • Servíettusöfnun: Ég sá kreppuna fyrir. Hver tímir að kaupa servíettur í kreppu?
  • Vindáshlíð og unglingaflokkur í Vatnaskógi. Praise the lord.
  • Vinabandagerð: Alltaf var garn lafandi á mér e-s staðar, á hurðarhúnum, borðfótum og ég veit ekki hvað. Ég ætti kannski að fara selja?
  • Ást til Ástrósar: Þoldi hana ekki sem smábarn og vildi að mamma myndi henda henni í ruslið þegar hún fæddist (vildi nefnilega að hún yrði skírð Brynja Rós...en ég fékk svo dúkku sem ég gat sjálf skírt Brynja Rós...hún nöldraði aldrei), vildi aldrei leyfa henni að vera með. Passaði hana oft og gekk það langt einu sinni þegar hún var að röfla að ég teipaði fyrir munninn á henni. Hún fyrirgaf mér það í gær. Þakka Guði fyrir að hafa ekki viljað henda henni í den.
  • Barnapössun: Var alltaf með krakka í vist. Engir teipaðir þó. Finnst ég eiga e-ð í þessu krökkum í dag, en þau eru orðin svo stóóór. Oh...
  • Rapp-tímabilið: Eftir að hafa fyrirgefið Ragnari bró GPK myndlíkingarnar ákvað ég að taka hann einum of til fyrirmyndar. Horfði á NBA, hlustaði á Tupac, Notorious B.I.G.(Eða Notjorus eins og hann var kallaður af mér), Master P og fleiri. Gladdist mikið yfir að fá Fubu buxur frá Ameríku og var í stórum hettupeysum. Sweet. Allir eiga sín tískumoment, það er víst.
  • Saltpilluæði.
  • Liturinn bleikur. Ég fæ útbrot af bleikum í dag.
  • Fiðlutímar, fiðluhóptímar, tónheyrn, tónfræði, strengjasveit, tónleikar út um allar trissur, hljómsveitin Kókoz....

  • Körfubolti...þar til ég varð of mikil gella og fór í jassballett.
  • Dökkhærð, ljóshærð, brúnhærð, hvíthærð....VALkvíði.
  • Var á hátindi leiklistaferilsins míns þegar ég lék Sandy í Grease í 6.bekk. Leikferli mínum er lokið.
  • Hóf söngferil með grillunni minni, henni Völku. Stofnuðum hljómsveitina VE-girls og sömdum nokkur lög. Þau fær enginn að heyra.

Vá, ég ætlaði að stikla á stóru...enn ætli það sé ekki meira sem mótaði mig en ég gerði mér grein fyrir. Hvað mótaði þig á þínum yngri árum?

Farin í endurmótun...

Edda Rós

p.s. setjum á play með tungutalið hérna fyrir ofan. Ætli ég hafi ekki verið að meina að ég hafi farið ýmsar leiðir í æsku. Úr Spice Girls (sætt bragð) og í Tupac (beiskt bragð). Fjölbreytileiki sjáiði til. Gefa hlutunum séns.

mánudagur, 16. nóvember 2009

2010-all for Big Ben



Pant eignast svona fyrir næsta sumar!






Ég ELSKA ELSKA ELSKA þessi sólgleraugu, Ray-Ban fá að hvíla sig sumarið 2010.

Fjúddfjú-Giles I love you!

ERS sem sér bókstaflega ekki sólina fyrir nýju trendi, ég endurtek: bókstaflega ekki.

sunnudagur, 15. nóvember 2009

Skipulegðu þig áður en þú skipuleggur aðra...

Organise/-ze. Fer eftir því hvort þú sért stödd/staddur í UK eða US.

Í dag vil ég vera stödd í US. Nánar tiltekið Californiu. Enn nánar tiltekið á Mulholland hæð í Los Angeles með fartölvuna að skrifa blogg.

Ég er komin þangað (í huganum) og held áfram...

Skipulagning er eitt af þeim orðum sem ég dái mest. Orð sem ég vil helst hafa í veskinu mínu, límt við debetkortið. Að vera skipulögð er langþráður draumur sem mér finnst alltaf við það að rætast. En eins og með flest sem ég geri, flakkar það upp og niður. Stundum skipulegg ég heilu dagana, frá morgni til kvölds, hvenær ég bursta tennur og hvenær ég tek inn vítamín (djók, ég tek ekki vítamín). Stundum er ég svo óskipulögð að ég er búin að elda mat áður en ég er minnt á að ég sé á leiðinni í matarboð. Þetta getur verið erfitt en hey, ég díla bara við þetta eins og hvað annað.

Þegar ég flutti til Svíþjóðar komst ég á hærra level með skipulagningu og keypti dagbók á prentuðu formi. Lítil og sæt dagbók sem þú getur skrifað allan fjandann í (passaðu þig bara að skrifa ekki of mikið, svo hún verði ekki að óskipulögðu kaosi). Ég keypti meira að segja lítinn og sætan penna í stíl við bókina. Það er enginn maður með mönnum nema hann eigi dagbók í Svíþjóð. Everybody's doing it! Ef þú spyrð Svía hvort hann geti hjálpað þér að flytja, hverju svarar hann? -Jú, hann tekur upp dagbókina, lítur upp úr henni sposkur á svip og segir: „Jú, ég get hjálpað þér þann 17.desember á milli 14:00-16:00, þá er ég laus. Frábært, þú bókar tíma hjá upptekna Svíanum.

Í dag skoða ég dagbókina mína og sé að þetta var ein mesta sænsku-krónu-sóun. Penninn er samt ennþá lítill og sætur og er ekki með best-before stimpilinn eins og dagbókin. Henni þarf að henda. Sóun.

Núorðið hef ég gerst það tæknivædd að ég nota dagatal á rafrænu formi, iCal. Það er mín ást og yndi. Það hefur að geyma liti svo ég get skipt dagatalinu upp í mismunandi hluti, eftir því hvað við á. Skólinn er merktur með bláu, vinirnir með rauðu, útlönd með appelsínugulu (mætti fara að sjást oftar á dagatalinu) og afmæli með fjólubláu. Hversu mikil snilld er þetta? Mikil, segi ég. Þetta er svona svipað og að plata 5 ára krakka til að borða meðal, hafa það nógu litríkt svo honum finnist það sniðugt og kyngir með bestu lyst. Dagatalið er litríkt svo ég fáist til að skipuleggja mig. Like.

Ég á reyndar mágkonu sem er hrikalega skipulögð (enda steingeit). Ég lít upp til þín Ester, einn daginn mun ég verða skipulögð, trúðu mér. Þegar iCal bætir við skemmtilegum myndum, þá fæ ég verðlaun fyrir að vera ein sú skipulagðasta.

Nú nálgast prófin óðum. Hvað þarf ég því að gera?


Vá hvað þið eruð klár! Giskuðuð þið á: Skipuleggja þig! ?

Já...einmitt. Og það gerði ég í gær, skipulagði mig svo mikið að mér fannst það hálfóþægilegt. En viti menn, þetta var bara nokkuð skemmtilegt...enda skipulagði ég allt með litum. Feeling like a kid again.


Sætt dagatal. Gæti verið líkt við meistaraverk eftir Picasso.

Og akkúrat núna hefur mér tekist að komast á botninn í leiðinlegum bloggskrifum. Frábært!
En af botninum er bara ein leið og það er upp á við.

Edda Rós-heilasteikt.

fimmtudagur, 12. nóvember 2009

Eine kleine nachtmusik


Flippum á fimmtudegi og finnum furðulega fasteign á fáránlegu ferðalagi.

Þetta voru hugsanir þýska arkitektastúdíósins J. Mayer H. við hönnun á þessari byggingu.

Nákvæmlega það sama og ég er að hugsa á þessum fimm-tude-gi.

Fáránlegt.

ERS

mánudagur, 9. nóvember 2009

Summertime, child your living's easy...

Ég er dregin inn í raunveruleikann. Vakin af góðum draumi. Ég reyni að sofna aftur, koma mér inn í drauminn á þeim stað sem ég var dregin út úr honum. Það virkar ekki. Ég loka augunum fastar og dreg sængina upp fyrir haus. Tæmi hugann og grúfi mig ofan í koddann. Það virkar ekki, ég er enn vakandi. Pirrast yfir því að hafa verið vakin...og í svona góðum draumi. Gefst upp og fer fram úr.

Ég elska góðan draum, sérstaklega þegar þeir eru í fleirtölu, the more the merrier eins og sérvitri maðurinn sagði eitt sinn. Dejá vu trúi ég að sé draumur sem þig hefur dreymt og liggur enn í undirmeðvitundinni. Undirmeðvitundin er nefnilega merkilegt fyrirbæri sem er jafnframt óútskýranlegt. Ég get það allavega ekki, getur þú?

Draumar eru hins vegar eitt af því fáu sem ég myndi vilja rannsaka, frá A-Ö og komast að merkilegri niðurstöðu. Kannski einn daginn...hver veit.

Ég er byrjuð að hlakka til jólanna, sé kertaljós, arineld, fjölskyldufaðm, teppi, hlýja sokka, jólakökur og heitt kakó fyrir mér í hyllingum. En ég vil ekki vera of snemma í því, þannig að...

Ég fór að skoða tískuna fyrir sumarið 2010. Aldrei of snemmt byrjað á því get ég sagt ykkur! En ég bara varð, þar sem einn af mínum uppáhalds var að gefa út línuna sína, ready-to-wear. Elie Saab gjörið svo vel.





Hann klikkar ekki! Reyndar ekki öll línan hans sem ég heillaðist af en ég meina hey, hann tekur líka feilspor eins og við hin, right?

Mig langar að dreyma góðan draum,
draum sem gleymist eigi.

Honum mun ég gefa gaum
en þér hann aldrei segi.

Edda Rós tilvonandi jóla-og sumarbarn.