laugardagur, 30. janúar 2010

ilm-vatn-ilm-vatn-ilm-H2O

Vökvi með lykt, krem með lykt, sápa með lykt, sprey með lykt...

Hvað ætli þetta allt eigi sameiginlegt?

-Já, þið eruð svona klár. Lyktin er sameiginleg. Húrra!

Ég held ég gæti skrifað heila ritgerð um þetta fyrirbæri en þar sem ég veit þið eruð mjög tímabundið nútímafólk þá ætla ég að hafa þetta stutt.

Af hverju notar fólk ilmvatn? Body lotion með sérstakri lykt, sturtusápu, sjampó o.fl.? Það hafa verið gerðar rannsóknir á fólki og það spurt af hverju það notar lyktarbættar vörur. Svörin voru ýmist á þann veg að notkunin stafaði af því að:

1. Vilja laða aðra að sér
2. Yfirgnæfa líkamslykt
3. Vera meira seiðandi
4. Og einfaldlega lykta vel (who would've thought!)

En ætli lykt laði fólk að? -Persónulega verð ég að játa því. Það fer reyndar eftir því hvernig lykt við erum að tala um en ef það er e-ð á borð við:



Og fleiri herrailmi frá YSL ef út í það er farið


Klikkar heldur ekki

...að þá get ég vel trúað að þetta laði að.

En það er ekki bara strákunum sem tekst að laða okkur stelpurnar að, heldur tekst okkur líka að lykta vel (dæmi hver fyrir sig).

Sjálf er ég ekki mikið fyrir ilmvötn (eða réttara sagt hausinn minn, ekkert rosalega hrifinn af þessu, nema þegar ég fer e-ð fínna þá segi ég honum að þegja í smá stund). Ég er meira í body-spreyjunum og finnst nokkuð gaman að lykta eins og ávaxtakarfa...kannski ekki öll karfan sem slík en það sem leynist í henni.

Kókoshnetulykt er mitt trademark og ég var búin að finna hina fullkomnu lykt fyrir nokkrum árum í bath and bodyworks en að sjálfsögðu hættu þeir að framleiða hana eftir e-n tíma (eins og með allt sem maður elskar, ekki satt). Ég er því enn að grúska í alls kyns coconut lyktum í leit að hinni einu réttu (nánast eins og að finna nál í heystakk, en það er annað mál).

En svo er alltaf gaman að nota mismunandi lyktir við mismunandi tækifæri, ein lykt í skólann, önnur í bíó, þriðja á djamið, fjórða út að borða, fimmta í útlöndum o.s.frv.


The one and only (og eina myndin sem ég fann af þessu). Hætt í framleiðslu en svo sé ég á síðunni þeirra að það sé komin ný creamy coconut, hefur e-r prufað?

Viktor og Rolf flowerbomb fyrir fínni tilefni...love it!

Svo elska ég góða lykt alls staðar, í kertum, húsum, bílum, á glossum og svo lengi mætti telja.

En það má alltaf taka hlutina aðeins lengra, fór í Victoria's Secret síðast þegar ég var úti og fann rosalega gott body-lotion (eða froðu reyndar) úr Beauty Rush línunni sem heitir juiced berry. Leist svona svakalega vel á þetta og þegar ég borgaði sagði afgreiðslustúlkan að nú hefði ég valið vel, body-lotionið væri nefnilega lickable!

Heppin ég, þvílíkur kaupauki!

En það var ekki nema furða að ég var svekkt þegar heim var komið, las aftan á brúsann og þar stóð:

This is not a food item

Gleðin hvarf á nóinu. En kannski má ég sleikja þetta þó ég megi ekki borða þetta?
(Ég ætti kannski að prufa og kæra svo VS fyrir að hafa leiðbeiningarnar ekki nógu skýrar, taka kanann á þetta bara: It didn't say on the label!)

Edda Rós kókoshneta sem hefði getað skrifað mikið meira um lyktir og hvernig sumar lyktir geta minnt okkur á e-ð í fortíðinni.


fimmtudagur, 28. janúar 2010

Steve Jacobs tilkynnir

Svona því mér fannst ekki nógu margir skella þessu á Facebook, þá ákvað ég að upplýsa ykkur...





iPad frá Apple

Svo megið þið lesa þetta hér að neðan og gera upp huga ykkar. Er þetta e-ð sem okkur nauðsynlega vantar? Eða er bara enn einu sinni verið að skapa þörf?

Ef svo er, þá verð ég að segja VEL GERT Epli!

Markaðssetning leitast við móta þarfir okkar og langanir

Markaðssetning endurspeglar aðeins þarfir okkar og langanir

Edda Rós epla-lover

mánudagur, 25. janúar 2010

Falling in love again...

...and again and again. Ég er ekkert sorgleg er það? Farin að verða ástfangin af skóm tvist og bast, annan hvern dag í versta falli.

Er til lækning við þessu?
Soðið vatn, hunang og sítróna kannski?

Ohh, Topshop farðu að senda til Íslands (ég vil ekki fara í búðina...eeh)


Can you blame me?

ERS

föstudagur, 22. janúar 2010

And the "person of the day" awards go to......


Zaha Hadid

Fáránlega svöl 60 ára írösk kona sem er einn af mínum uppáhalds arkitektum.

Lærði í AA í London (náði sér samt í stærðfræðigráðu fyrst úr öðrum skóla, heyr heyr!). Mörg verka hennar hafa ekki verið sett í framkvæmd vegna þess hversu flókin þau eru. Hún hefur verið að kenna arkitektúr í fullt af skólum og starfar nú sem prófessor við University of Applied Arts Vienna.

Hún var fyrsta konan til að vinna Pritzker verðlaunin árið 2004 og komst á lista hjá Forbes yfir 100 valdamestu konur heims árið 2008.

Hönnun hennar er frekar futuristic og ekki fyrir alla.

Ég er hins vegar aðdáandi #1 af þessum furðuhýsum (sem þau geta oft verið).

Dæmi hver fyrir sig:




Contemporary Art Centre í Róm (mynd: Helene Binet)

Dancing Towers í Dubai

Lilium Tower í Póllandi (vinningstillaga í keppni)


Performing Arts Centre í Abu Dhabi


Eins og ég sagði, fáránlega svöl.


ERS

mánudagur, 18. janúar 2010

Dirtyshoes=Dirtyhome...


Er einhver hér á Íslandi sem fer ekki úr skónum heima hjá sér? Er einhver Íslendingur sem býr í útlöndum sem fer ekki úr skónum við útidyrahurðina?

Af hverju ætli fólk fari ekki úr skónum í innganginum? Nei, það er náttúrulega mun betra að fara inn á skónum, skónum sem þú labbaðir óvart á hundaskít í, skónum sem þú steigst óvart í drullupoll og skónum sem þú kramdir sætu köngulóna á Þingvöllum með. Ekki?

Þetta pirrar mig alltaf jafn mikið þegar ég horfi á bíómyndir (sérstaklega amerískar). En þar fer fólk ekki einungis inn á skónum heldur gerir sér það lítið fyrir og hoppar beinustu leið upp í rúm?! Næææææs...


Kannski eiga kanar bara erfitt með að slíta tengslin við skóna sína, hver veit? Ætli táfýla komi frá USA? Eeeek!

(Myndin er sviðsett og ekki af mínum tásum...þeink god)

Ég las skemmtilega grein um daginn um ný lög í Frakklandi sem hafa það vald að senda menn í fangelsi ef þeir kalla konu feita. Hvað get ég sagt annað en HA HA...kannski ég splæsi meira að segja í þriðja HA-ið! Frábært.

Þarf að fara að vinna í markmiðaáætlun fyrir skólann. Á að finna mér 3-4 markmið sem ég ætla að stefna að. Ég bjóst við að þetta yrði EKKERT mál. Ég meina, ég segi hvern einasta dag: Núna ætla ég að gera hitt og þetta, 300 magaæfingar á dag, 50 armbeygjur, borða 5 ávexti og jaríjaríjar. Gömlu lummurnar aftur og aftur. Þetta eru samt frekar boring markmið þannig ég ætla núna að leggja hausinn í bleyti....

en ekki í kók, þar sem ég ákvað fyrir rúmlega 5 árum að hætta að drekka gos (nema eina kók í gleri um hver jól). Markmið markmið markmið.

Þessi bók er svo komin á óskalistann. The Art of Doing Nothing. Það er einmitt málið. Ég get ekki ekki gert neitt. Skiljiði? Ég get ekki setið kyrr. Mér finnst ég alltaf þurfa að hafa e-ð fyrir stafni...oh well, kannski kennir bókin mér hvernig ég á að tjilla með tásurnar upp í loftið (og engir skór neineinei) og bara gera EKKI NEITT...

Kannski er það eitt markmið? Læra að slaka á.

ERS át, só át.

fimmtudagur, 14. janúar 2010

Tiempo sin hablar contigo...

...porqué?

Ég er farin að sakna spænskunnar, ítölskunnar og frönskunnar (sem ég lærði reyndar aldrei en ef hitt tvennt er komið, þá ætti franskan að smjúga inn í heilann á no time... realmente)

En hvernig ætla ég að halda spænskunni og ítölskunni við, þessum fallegu suðrænu tungumálum?

  • Ég gæti svo sem hringt í vini mína sem búa þar úti (vantar reyndar tengilið á Spáni en það gæti gerst innan 2ja ára).
  • Ég gæti farið í skiptinám.
  • Ég gæti hlustað á spænskt/ítalskt útvarp.
  • Ég gæti lesið spænsku/ítölsku.
  • Ég gæti líka bara reddað mér pennavin. HAH! Muniði eftir svoleiðis?

Ég átti nokkra pennavini í gamla daga. Í 7.bekk í enskutíma áttum við svo að eignast pennavin, kana sem bjó uppá velli (Ásbrú eins og þetta heitir víst í dag). Völlurinn var alltaf frekar spennandi því hann var e-ð svo forbidden, háar girðingar út um allt, karnival 2svar á ári, draugahúsið, Big Red og Kool-aid. Those were the days. En pennavinkona mín hét (og heitir vonandi ennþá) Shakia og var (er?) svertingi. Við urðum góðar vinkonur og hún bauð mér og stelpunum í kveðjupartý til hennar upp á völl þar sem pabbi hennar var að flytjast e-ð annað. Við vorum ekki lengi að segja já og fyrr en varir vorum við komnar inn um háu girðinguna, löggan búin að tala við okkur, fá leyfi hjá foreldrum báðum megin girðingarinnar og öll skjöl reddí. Þá var það bara... full force kanapartý. Booty dansar, strákar með afró, ein fitubolla og svartar píur sem voru ekki alveg að höndla íslenskar, hvítar stelpur á þeirra heimavelli, hell noh you didn't!! Við hristum rassana samt einstaklega vel (it's all about blending into the environment) og attitúdið var ekki lengi að lærast. Lingóið var meira að segja komið í lok kvölds...

Vá hvað ég get misst mig í gamlar minningar, loksins þegar mér tekst að muna þær.

Ef ég myndi hins vegar velja þann kost að hringja, þá væri gaman að gera það úr einum af þessum símum:


Mickey Mouse Phone


ScandiPhone
Sundayland

Golden Eagle
Paramount Par-Alexis



Kósý


Engin spurning að ég muni næla mér í einn þeirra one day.

Hasta luego eða a presto eins og pizzu/pasta liðið segir þetta. Hvað segja frakkar?

Edda Rós


Rise and shine sleepy Joe!

Vekjaraklukkan mín í grunnskóla var pabbi, aka daddy cool. Mér til mikillar ánægju söng hann alltaf hressandi lag sem kom mér fljótlega á lappir (hann hætti ekki fyrr en ég fór framúr).

„Rise and shine sleepy Joe
Now's the time don't you know“

Prufiði bara, besta vekjaraklukka í heimi, ég lofa!



Ef ég ætti svona klukku, þá er ég viss um að geta farið fyrr fram úr... eða kannski ekki.


Mér er frekar illa við brauðristar (ristavélar eins og sumir myndu kjósa að segja, þ.m.t. ég). Ég held ég hafi aldrei séð flotta ristavél! Þessi er samt sniðug því þú getur actually séð brauðið ristast? Enn skemmtilegt!
Ég er alveg viss um að cheerios-ið (jafnvel cocoa puffs-ið) bragðist betur ef þú færð þér mjólk út á úr þessari könnu. Love it!

Óver & Át

Pís



miðvikudagur, 13. janúar 2010

It's all about combination

Eða kombinahún með kartöfluhljóði á h-inu eins og Svíarnir segja.

Rag & Bone virðast ekki eiga í neinum vafa með samsetningu fyrir pre-fall collection 2010, vel gert!




Like!


Hverjum hefði dottið í hug að síðerma bolur færi svona vel undir loose-wide-shoulders bolnum? R&B of course



3x layer og belti on top!

Ánægð með þessar kremuðu, rykktu buxur (þó maður þyrfti kannski að púlla 40 kílóin til að þær yrðu smart).

Fallegir litir og samsetningar. -That's what it's all about!

ERS

Disappointment...

Ég hafði alltaf þann draum að einhver hönnun yrði nefnd eftir mínu nafni-NOT.

Ég hafði alltaf þann draum að sú hönnun yrði falleg-NOT.

Ég hafði alltaf þann draum að ég myndi kaupa þessa hönnun-NOT.

En nú hefur þessi „draumur“ ræst!

Mér til mikillar ánægju hefur Daniel Becker frá Þýskalandi heillast af mínu nafni og nefnt lampa sem hann hannaði Edda.

Þetta er nú ekki frásögu færandi nema vegna þess að mér finnst þessi lampi ekkert gríðarlega fallegur, svekkelsi út í eitt.

Vanalega þegar ég sé eitthvað nýtt eða heyri e-ð nýtt ákveð ég strax hvort mér líki það eður ei. Ennnn... í þessu tilfelli ákvað ég að gefa lampanum meiri séns (við erum nú samnöfnur).

„Eddu“ hefur verið gefinn séns í 2 mánuði rúma og ég verð að segja að hann venst. Ætli Megas hafi haft rétt fyrir sér þegar hann sagði: „Það er vont en það venst“?

Svei mér þá, ef ekki.

Ég held hins vegar að ég hlífi buddunni við þessu fyrirbæri og bíð eftir að e-r annar muni hugsa fallega um mitt nafn eins og Daniel Becker, nema með fallegri hönnun í huga.

One day...

Hér kemur „Edda“ í öllu sínu veldi (ég myndi samt segja að hann komist ekki nema upp í 2.veldi).







Hann má eiga það að litirnir eru skemmtilegir og detailin. Heildarmyndinni er ég hins vegar ekki eins hrifin af.

Becker lýsti þessu sjálfur svo:

"Edda is a functional family of lights which stand out through contrasting materials. Their big, conical shades made of painted steel house most commercially available CFL bulbs invisibly. The concrete base provides stability and creates an optically and tactilely unfamiliar character in the working or living space."

Edda (Rós, en það er annað mál).

sunnudagur, 10. janúar 2010

Cold-Shoes...Kulda-Skór...Frio-Scarpe

Yndislegt vorveður í dag. Ætla ég að tala um veðrið?

Nei.

Ég ætla hins vegar að tala um klæðnað sem tengist veðri. Skó sem þú notar í kulda.


Kuldi+Skór= Kuldaskór

Þegar ég var yngri naut ég þess til hins ítrasta að vera í bomsum á veturna. Í dag nýt ég þess hins vegar ekki eins mikið. Svona er þetta bara þegar löngunin til að vera pæja í slabbi og rigningu verður sterkari. Þá eru bomsur sko ekki ofarlega á mínum lista, enda aldrei verið neinn sérstakur aðdáandi UGG bomsanna. Njet.

Rak augun hins vegar í skemmtilegri kuldaskó en ég á að venjast og hér er smá brot.




Rag & Bone. Guðdómlega fallegir. Efast um að veturinn myndi þora í mig í þessum!

These I want! Mæð hæl, loðkraga, studs og öllum pakkanum. Fullmikið af því góða? Njet.

Belle by Sigerson Morrison. Klæddist Pocahontas ekki örugglega kuldaskóm?

Donna Karan. Eru hælaskór nokkuð slæmir fyrir snjóskafla og útúrrignda polla?



Nú, eða bara gömlu góðu Timberland skórnir. Og ekki er verra að hafa þá með gullkeðjureimum.

Bomsur og Múmbúts (nei, þeir heita ekki Moonboots í mínum orðaforða).

Slydda, slabb, snjór og frost.

vs.

Góðir kuldaskór.

Rúst hjá kuldaskónum!

Án efa.


Edda Rós

þriðjudagur, 5. janúar 2010

Fjaðurfok og rassgatarok

Þá er komið að því people...


Útsölurnar eru byrjaðar. Því miður.

Ég skannaði internetið aðeins (og auðvitað þær búðir sem eru ekki á Íslandi og bjóða upp á vesen við kaup, toll og sendinga-biðtíma) og fann lítið sem ekkert á útsölu sem mig langaði í. Við útsölur eigum ekki vel saman. Hvort það sé því ég er komin með leið á dótinu sem hefur hangið uppi síðustu mánuðina eða hvað, er mér hulin ráðgáta.

Ég sá reyndar eitt á asos sem mig langar í:




London. Meira segja London sem ég get hengt um hálsinn-ain't that amazing? En sem betur fer var mynd af "gínu" með það á sér og...búmm! Það var ekki svona flott. Auðvitað var það þá á útsölu.

En leið mín lá á urban outfitters. Fann ekkert.


NEMA...

í apartment-sectioninu. Ég elska að fara í urban út af því og bókunum. Fötin eru reyndar alltaf falleg en ég bara elska elska elska hitt.

Á þeirri útsölu fann ég ýmislegt sniðugt:



Meiri stjörnuspeki mmm

Ég dýrka menn sem klæða sig vel og langar að fræðast meira um það

Saga legókubbanna...spennandi


Smá hallærislegt eða óviðeigandi jólaskraut:

Fyrir tískudrósirnar

Óviðeigandi? Alls ekki, Leonardo má alltaf koma í hamborgarhrygg til mín um jólin.

Oj


Skemmtilegt:

Hversu kósý væri að vakna á nóttinni og horfast í augu við þennan? Love at first sight?

Dúkku-líkamsparta-ljós. Hentar vel, var einmitt að byrja horfa á Dexter 1. seríu.


USB-lykill. Vá hvað mig langar í þig!


Og þetta voru bara útsöluvörurnar, getið ímyndað ykkur hvað fæst í "Not-on-sale" hlutanum. Ég kem kannski með rjómann af því síðar...

Edda Rós kveður með Urban Outfitters í hjarta <3