fimmtudagur, 25. febrúar 2010

Do you live in igloos?

Þegar ég bjó á Ítalíu missti ég af rosavetri hér heima (febrúar 2008). Fékk fréttir um nokkra meters skafla, frí í skólum og vinnum, fasta bíla og fleira upplífgandi. Það gladdi ekki mitt hjarta að heyra þessar fréttir þar sem ég var ekki á staðnum! Nokkrum mánuðum seinna fékk ég aðrar fréttir um jarðskjálfta... ég var ekki á staðnum.

Ég er kannski hræðileg fyrir að vilja finna fyrir jarðskjálfta eða njóta ógeðslegs veðurs en það er bara e-ð spennandi við það (en nei ég veit að það er ekkert spennandi við að missa allt sitt í sterkum jarðskjálftum eða verða úti í brjáluðu veðri, ekki misskilja).

Í dag gladdist mitt hjarta. Ég var á staðnum. Vaknaði við umkringt hús af snjó, var 2 klst á leiðinni í skólann (sem tekur vanalega 40 mín), hljóp í snjónum eins og um grindarhlaup væri að ræða og snjórinn náði upp að mjöðmum. Síðast en ekki síst gerði ég snjóhús.











Ég sem sagt ákvað að vera smá fashion-backwards í kvöld og gróf upp ca. 20 ára gamlan kuldagalla af pabba (pabbi tollir í tískunni!), hoppaði í kuldaskó með loðfeld, loðhúfu og vettlinga og gróf svona fínt snjóhús. Það er númer IV ef þið viljið koma í kaffi og vöfflur...

heitt á könnunni á # IV.

ERS

mánudagur, 22. febrúar 2010

Mad into Madden

Hversu kósý er að detta inn í smá Steve Madden 22.febrúar á mánudegi?

Rosa kósý!







Ég er enn svo mitt á milli sumar- og vetrarfílings...

enda ekki skrítið þegar hitastigið í síðustu viku var um 6°en í morgun -3°?

Ekkert balance! ...ekkert frekar en á þessum himinháu hælum!

ERS

laugardagur, 20. febrúar 2010

Can't get enough of your love...

Frank Gehry...

Ég elska þig!

Stata Center (The Ray and Maria Stata Center) hannað fyrir MIT skólann í Boston.

Hversu mikil snilld væri að læra inni í þessari byggingu...á skalanum 1-10? 12!























Hvernig tekst honum þetta í hvert einasta sinn?

Pant kíkja í skoðunarferð innan skamms...

ERS Gehry aðdáandi #1,2,3

miðvikudagur, 17. febrúar 2010

i-D

Sakna þeirra tíma þegar ég bjó í Mílanó og kom við hjá gamla dúllukarlinum í blaðabásnum til að kaupa mér i-D mánaðarlega. Ég elska innihald blaðsins en það sem ég elska enn meira eru forsíðurnar.

Þær klikka nánast aldrei. Auðvitað mis flottar en það er alltaf e-r sjarmi yfir þeim, skemmtilegar compositions og litaval.

En forsíðurnar hafa ekki alltaf verið eins flottar og í dag...

1.útgáfa-nóv 1980

10.útgáfa-des 1982

27.útgáfa-júl 1985

40.útgáfa-sep 1986

48.útgáfa-jún 1987

57.útgáfa-apr 1988

83.útgáfa-ág 1990 (Christy Turlington)

112.útgáfa-jan 1993 (Sonic the Hedgehog)

132.útgáfa-sep 1994 (Björk, sem kom einnig á forsíðunni í maí 1993)

144.útgáfa-sep 1995 (PJ Harvey)

175.útgáfa-maí 1998 (Kirsten Owen)

195.útgáfa-mar 2000 (Gisele B.)

201.útgáfa-sep 2001 (Björk, í 3.sinn!)

211.útgáfa-júl 2001 (Tom Ford)

213.útgáfa-sep 2001 (Aaliyah, my fav og blaðið er uppselt í dag)

220.útgáfa-maí 2002 (Natalia Vadianova)

228.útgáfa-feb 2003 (Naomi Campbell)

233.útgáfa-júl 2003 (Chloe Sevigny og Terry Richardson)

247.útgáfa-sep 2004 (Jessica Stam)

277.útgáfa-jún 2007 (Björk...aftur?!)

283.útgáfa-des 2007 (Cate Blanchett) Ein af mínum uppáhalds forsíðum!

299.útgáfa-maí 2009 (Chanel Iman)

Núverandi forsíður i-D...elska þessa liti.

Jæja nú fenguð þið að sjá nokkrar af mínum vel völdu, þó ég hefði viljað velja fleiri jafnvel...

gaman samt hversu oft Björk hefur prýtt forsíðuna, eða 4sinnum!

En hún er samt ekki sú eina sem hefur komið oftar en einu sinni...

i-D Edda Rós out.


mánudagur, 15. febrúar 2010

Hair Arrogance

Er þetta það sem koma skal í hártískunni?

Hvað ætli þetta sé kallað? Hárturn?

O
(°°,)








Malandrino og Suno setja tískuna í hári, allavega fyrir mér á næstu mánuðum. Be prepared!

ERS