miðvikudagur, 26. maí 2010

Hugmyndir-ndir-dir-ir-

Komin heim úr yndislega vel heppnaðri ferð til Mílanó, Ítalíu.

Á boðstólnum er engin ferðasaga, en facebook mun hafa að geyma fallegar minningar í myndum innan örfárra daga.

Undanfarið hef ég verið í smá pælingum sem henni Karen tókst að setja vel á bloggfærslucode um daginn. Færslan er hér.

Ég er reyndar búin að vera hugsa mikið um bloggsíður undanfarna daga. Þær eru eins misjafnar og þær eru margar, en fjandinn hafi það-margar eru líka eins.

Sumar bloggsíður fjalla um daginn og veginn, aðrar um tísku, enn aðrar um hönnun, sumar eru einungis notaðar í tilgangi markaðssetningar og ég gæti haldið endalaust áfram.

Ég hef einmitt þróast úr þessu "um daginn og veginn" yfir í þennan týpíska íslenska tískubloggara. Hvað er flott í dag, hvað er flott á morgun, hvað fæst hvar og jaríjar.

En eins og gefur að skilja, nenni ég því ekki lengur. Metnaðurinn minn fyrir að vera leita af því sama og flestir er af skornum skammti.

Um daginn poppaði upp áhugaverð hugmynd í hausinn á mér. Eða ég veit ekki með ykkur en þar sem ég er mjög áhugasöm um fólk yfirhöfuð þá gæti þetta verið skemmtilegt.

Þarf að útfæra hugmyndina betur enn ég reyni að vera ekki og lengi á útfærslu-phase-inu.

Gaman líka að segja frá því að ég hef bloggað meira og minna í þó nokkur ár núna, reyndar aldrei verið bloggarinn sem byrjar allar færslur á: Í dag fór ég út í búð og keypti brauð á 20 kr.
Eða endar færslurnar á: Og svo fór ég að sofa, góða nótt lesendur góðir :* :D :)))

Ég var meira í pælingabloggum sem ég á enn þann dag í dag og finnst gaman að lesa.
Aldrei að vita hvað mér dettur í hug einn góðan veðurdag (eða slæman, gleymum nú ekki að við búum á Íslandi).




Í Mílanó var ég meðal annars kynnt fyrir þessum snillingum. Já, snillingar er rétta orðið. Youtube-ið þau bara - Die Antwoord -

Gleðigjafar í sumar. Fínar steikur á grillið.

Friður og ró í berjamó

Edda Rós

miðvikudagur, 19. maí 2010

Arrivo!



Ef þetta yndi verður stillt á morgun:


Þá mun ég eyða næstu dögum hérna:

Window-shoppa hérna:

Fara í dagsferð hingað:

Og njóta lífsins 110% næstu 6 dagana.

Ég kem fílefld til baka (vonandi).

Arrivaderci!

A Presto!

Edda Rós semkrossarfingurumaðkomasttilMílanóámorgun.

sunnudagur, 16. maí 2010

A - ESS - O - ESS

ASOS vildi heilsa upp á ykkur á þessum fallega sunnudegi.

Tvennt samt:

1) Ekki vissi ég að Kron by Kron Kron væru seldir á ASOS

2) Vá hvað mér finnast Skechers skór ljótir. Afsakið þið sem eigið Skechers (hef átt 1 par hér í den) en það er ekki eitt einasta skópar sem mér finnst flott að e-u leyti.

Fallegur rauður litur...svona appelsínueldgulrauður (nýtt orð)
Þessir skór eru að tröllríða öllum tískubloggum og -pöllum. Persónulega ekki minn tebolli en hey, whatever floats your boat!
Love me some boots. Sé fyrir mér alpahúfu eða regnhlíf.
Ánægð með detailin efst uppi og botninn. Áferðin er líka very næs. Hitt? Not so much!
Fallegir.

Flottir á mynd. Ekki á fæti (miðað við myndir).

ERS

föstudagur, 14. maí 2010

Frosin vampýrutönn í sólarkrukku

Urban Outfitters veldur mér ekki vonbrigðum frekar en fyrri daginn.

Ég elska hvað er til þarna og hefði ekkert á móti því að eignast þetta:
Vampýrutennuklakar




Hvern hefur ekki langað að bragða á fölskum tönnum? Nú geturðu það og þær bráðna í munninum!




Sól í krukku. Ekki veitir af miðað við hvernig veðrið ætlar að haga sér!



Smá sætur.




-Glens og grín í tilefni föstudags-

Edda Rós

sunnudagur, 9. maí 2010

Tables that grunt like pigs

Stofnað af Marcel Wanders og Casper Vissers árið 2001. Mooi þýðir fallegt á hollensku (þeirra móðurmál) en þeir bættu við einu O-i því hönnun þeirra er jú extra falleg. Ég er allavega mjög hrifin af þeim félögum.

Ásamt herra Wanders, fá þeir hönnuði hvaðanæva til að hanna fyrir Moooi.



Smoke Dining Chair



Parent Chair




Big Bold kertastjaki



Pig Table



Crochet Table



Horse Lamp



Dandelion Floor Lamp



Kaipo


Ég er mjög hrifin af þeirra hönnun og elska húmorinn sem þeir nota í hana ásamt fagurfræðilegu sjónarmiði.

En hvort ég splæsi milljón kalli í Hestalampa...

er ekki ákveðið.

Edda Rós

föstudagur, 7. maí 2010

Pay it (Fashion) Forward

Þessi 2 klikka ekki á því að vera smart (í sitthvoru lagi eða saman) frekar en fyrri daginn.

Joshua Jackson & Diane Kruger

Ég get nú ekki sagt að Joshua Jackson hafi heillað mann upp úr skónum hérna í den í Dawson's Creek en ég verð að viðurkenna að drengurinn hefur stepped up his game og kann allavega að klæða sig. Eða kannski kann Diane Kruger bara að klæða hann...jú, eða stílistinn hans/þeirra.

Mér er svo sem sama, svo framarlega sem myndirnar ná að catch my eye-þá erum við í toppmálum!


Þau eru meira að segja flott úti að hjóla!


Þessir klútar sem herra Jackson er að púlla hérna fá 10 af 10 mögulegum.

Klútur og snilldarsamsetning á jakkafötum.

Kjóllinn hennar gorgeous og hann búinn að færa klútinn af hálsinum og oní' vasa.

Fín...

Aldrei hefði ég ímyndað mér að beinhvítur jakki færi vel við hvíta skyrtu...en einhvern veginn virkar þetta?!


Ég held að ég hafi lesið á svart á hvítu um pör sem klæða sig óviljandi í stíl. Hér erum við með rosa fínt dæmi!

Já þau JJ og DK eru alveg meððetta að mínu mati.

Próflokahelgi og allt að verða vitlaust.

Njótið helgarinnar yndin mín,

Edda Rós

miðvikudagur, 5. maí 2010

You say yes, I say no, you say stop, I say go go GO!

„Afsakið hlé“ hefur verið við lýði síðustu daga/vikur.

Af
sa
ki
ð

Núna er hið langþráða sumarfrí runnið upp. Hvar er sólin?

Það er fátt meira heillandi en strákar sem kunna að klæða sig. Það er oft mikill misskilningur hjá strákum að ef aðrir strákar hafa áhuga á tísku eða hafa skoðanir á því hverju þeir klæðast að þeir séu fags.

Raunin er önnur. Svo framarlega sem þeir fara ekki overboard í tískupælingum, undirbúningi og smáatriðaspeglaskoðunum, þá er allt í toppmálum.

All Saints kann sko heldur betur að klæða sína viðskiptavini. Ég er nú vön því að skoða bara Women's section en ákvað að athuga hvað þeir bjóða upp á fyrir herrana. Þeir þurfa jú líka að lúkka töff.



(myndin er fáránlega lítil ég veit) Mér finnst oft flott að sjá stráka með klúta en sumum tekst engan veginn að púlla þá. Hvort það sé að þeir kunna ekki að nota þá rétt eða eru bara einfaldlega ekki klútamanneskjur, veit ég ekki. (Veit fátt ljótara en strákar með of lítinn trefil t.d.)
Smá used-look.

Elska þegar strákum tekst að ganga í svona skóm, án þess það líti asnalega út.
Fullkomnar sumarbuxur! Má jafnvel bretta þær smá upp við lága strigaskó (eða háa, for that matter)
Skór segja ótrúlega mikið um stráka. Þetta er eitt af því fyrsta sem margar stelpur taka eftir. (ef ekki fyrsta, þá annað, þriðja, etc)
Þessi skyrta heitir SUMAR.
Very nice.
Allir strákar ættu að eiga cardigan, það lögmál á jafnmikinn rétt á sér og 1+1=2!




Bolir með flottu prenti. Like.


Já folks, svona vill All Saints að strákarnir líti út þetta sumarið. Það er svo undir ykkur komið að velja og hafna þeim tískuráðleggingum. En endilega skapið karakter með fatavalinu, það er mun meira heillandi en ykkur grunar!

ERS