fimmtudagur, 23. desember 2010

Jólakærleikur eða kaos?

Vonandi eruð þið öll komin í jólaskap, búin að versla jólagjafir og búin að taka út nett spennufall. Það er víst betra að taka það út í kvöld en á morgun. Á aðfangadag eiga nefnilega allir að vera komnir í rétta gírinn, eins afslappaðir og hægt er að vera. Það finnst mér allavega...

...og að því sögðu ætla ég ekki að hafa þetta lengra.




Gleðileg jól elsku vinir og aðrir, hafið það nú gott um hátíðarnar og étið á ykkur gat (jafnvel fleiri en eitt). Verið spikfeit svo líkamsræktarstöðvarnar græði nú eitthvað á ykkur í janúar.

World peace, endalaus gleði og hamingja.


Edda Rós

laugardagur, 11. desember 2010

Það er mjótt á munum en Ísland tekur fram úr...

Netverslun er eitthvað sem ég get haft mikla unun af, sérstaklega þegar kemur að fötum og eiga kost á því að eiga ekki sömu flíkina og 5. hver pía á svipuðum aldri.

Ég tók netverslunargamanið mitt upp á næsta level fyrir um mánuði síðan. Keypti mér bók (mjög óvenjulegt fyrir mig að kaupa mér bók, það gerist örsjaldan get ég sagt ykkur)!

Þetta er sem sagt bók framleidd af daab hönnunarútgáfunni og heitir Airport Design (eða Hönnun Flugvalla fyrir ykkur sem sváfuð í gegnum enskutímana í menntaskóla).

Þannig er mál með vexti að mig hefur langa í hana í ca 2 ár en aldrei hefur hún verið til á eyjunni okkar yndislegu og daredevil-inn ég var ekki komin svo langt að panta bækur á netinu (again). En þar sem bókin er nú hætt í framleiðslu voru góð ráð dýr-ég ætlaði mér að eignast þessa bók og fann hana þá til sölu á netinu og gat fengið hana senda frá Króatíu á spottprís að mér fannst.

Ég beið og ég beið og ég beið í 3 vikur þegar ég loksins fékk bréf frá tollinum hvort þeir mættu ekki opna reikninginn til að meta hversu mikinn toll ég þyrfti að borga (ég hata þessi tollabréf, opniði bara fjandans pakkann, hvað ef ég gæfi ekki leyfi?)

Jújú bókin komst til mín alla leið og ég var ótrúlega ánægð með hana þar til viku seinna þegar mér var sagt að þessi sama bók væri til í Eymundsson 2000 krónum ódýrari-FML!

Hvernig í ósköpunum getur munað 2000 krónum á einni bók og að hún sé ÓDÝRARI á Íslandinu okkar, þar sem verð sprengir alla skala og coka cola er orðin munaðarvara, ég meina'ða.

En sem sagt elsku vinir og aðrir lesendur, 

kannið málin áður en þið leggið í svona fjárfestingar (ætli þetta séu bara bækur?), 
2000 krónurnar hefðu getað farið í aðra hluti en að borga tolla og sendingarkostnað þegar ég hefði bara þurft að gera mér stutta ferð í borgina.



Bókin er samt næstum því alveg jafn skemmtileg fyrir vikið. 

Just sayin', 

Edda Rós sem er komin aftur úr smá bloggpásu vegna prófatíðar.