föstudagur, 26. nóvember 2010

Hingað og þangað-Upp og ofan


26. nóvember. Það fer að líða að lokum þessarar skólaannar (aðeins 2 eftir!) Í lok hverrar annar eru nemendur látnir ganga í gegnum þann óleik að þreyta próf. Nokkuð kósý tími ef þið spurjið mig. Þurfa ekki að mæta í skólann og geta verið heima/á bókasafninu/annars staðar að kafa ofan í efni annarinnar sem var að líða. Þá er jafnframt fátt skemmtilegra en að:


  • Þykjast hafa gríðarlegan áhuga á próflestri og ætla taka ÞESSA önn með trompi. Ég meina, hinar voru bara upphitun!
  • Lesa um eitthvað sem þér finnst áhugaverðara en þýska bíómyndin á RÚV frá '85.
  • Fá allt í einu brjálæðislegan áhuga á tiltekt og þrifnaði, einungis til að komast hjá því að lesa meira um þetta áhugaverða efni.
  • Klæðast kósýgalla allan daginn með te (eitthvað heitt), vatnsglas (eitthvað kalt) og eins og 6 stk gulrætur.
  • Líta í spegilinn hvern einasta dag sem prófin standa yfir og hugsa: Shit hvað ég hlakka til að vera búin með þetta og líta betur út (raunin er að þú munt ekki líta betur út eftir próftímann-staðreynd!).
  • Fá þá flugu í hausinn að nú gæti verið góður tími til að taka til í ipodinum þínum og itunes, flokka allt niður í frumeindir og losa þig við tónlist sem kemur þér í vont skap við hverja spilun.
  • Taka fataskápinn í gegn. Ég meina Rauði Krossinn þarf alltaf á gömlum flíkum að halda, tala nú ekki um rétt fyrir jólin. Mikið góðverk sem þú gerir þar og gefur þér meira en að sitja við skrifborðið og þylja upp hinar ýmsu gerðir pólitískra hagkerfa.
  • Kynna sér þessa rúmlega 500 frambjóðendur til Stjórnlagaþings. Þarna gætirðu sameinað allar lestrarpásurnar þínar í eina og tekið heilan dag í að lesa um hvern einasta frambjóðanda. Nú eða bara kjósa þá eftir flottasta númerinu!
  • Plana ferð erlendis. Bara eitthvert. Bara einhvern tímann. Bara eitthvað lengi. Bara PLANA.
  • Hlusta á X-ið og bíða eftir að þeir spili Kings of Leon, hringja inn og vonast til að vera númer 10 í röðinni. Komast í pott og verða dregin/-nn. Fara á tónleika eftir prófin. (Punkturinn á undan farinn til fjandans...)
  • Loka facebookinu sínu. Er þetta í alvöru orðið fíkn? Ef þú lokar facebookinu þínu, finnurðu þér ekki bara eitthvað annað til að drepa tímann með? Nei, bara spyr.









Tilbúin í þetta?

so
am
I

Edda Rós

miðvikudagur, 24. nóvember 2010

Þegar hugmyndir verða að veruleika...


Hverjum hefði dottið í hug að fjöldinn allur af plaströrum gæti orðið að hljóðfæri?

Greinilega þessum dreng, sem ég kýs að kalla Snillingur.

Kannski maður vakni einn daginn og lími saman járnrör og glerplatta til að búa til eitt stk hljóðfæri?

Mannkynið hefur nú gert verri hluti.

Þetta er í einu orði sagt snilld!




Allir að fara smíða og verða frægir á youtube!

Edda Rós

sunnudagur, 21. nóvember 2010

Þegar blóm verða að bulli...

„Gefðu sjálfri/sjálfum þér blóm!“


Hversu oft ætli ég hafi rekist á grein í tímariti/blaði sem hefur þessa fyrirsögn? Ég þarf allavega að telja skiptin á fingrum beggja handa, svo mikið er víst!

Rökin sem færð eru fyrir því að þú eigir að gefa sjálfri/sjálfum þér blóm eru oftast á þá leið að þér muni líðar betur, ljóma af fegurð, lykta betur og ég veit ekki hvað og hvað.

En ef þú hugsar aðeins út í þetta. Hefur þú gefið sjálfri/sjálfum þér blóm? EVER? Hugsaðirðu bara einn föstudaginn: „Æ mér líður ekkert mjög vel, best að kaupa rósabúnt til að skella í vasa og horfa á næstu klukkutíma svo mér líði betur-hendi svo blómunum á morgun þar sem líftími þeirra er styttri en líftími maura!“

Persónulega hef ég ekki dottið í þennan gír að fara spandera peningunum mínum í hlut sem lifir í 1-5 daga, þá kaupi ég mér nú frekar yndisfagra skó sem gætu enst næstu árin. Aaaðeins að nota skynsemina folks!

Af hverju ættu blóm svosem að láta þér líða betur ef þau koma frá sjálfri/sjálfum þér? Mér finnst það hálf sorglegt að þurfa kaupa blóm fyrir sjálfan mig en eins sorglegt og það er, þá er það jafn skemmtilegt og ef ég fæ blóm frá öðrum. 

Ég meina, þú getur ekkert gert við blóm annað en að vökva þau og horfa á þau. Nei, þetta er ekki eins og þú myndir kaupa þér listaverk sem er jú ekkert annað en prýði fyrir augun vegna þess að listaverkið lifir eins lengi og ÞÚ vilt að það lifi...svo tekur háaloftið við þegar þú ert komin/-nn með leið á því.

Blóm, blóm, blóm. Það er ákveðinn sjarmi yfir því að fá blóm (frá öðrum NOTA BENE, ekki blóm til þín frá þér!) Einu sinni fékk ég rauðan rósavönd í vinnuna. Í fyrstu roðnaði ég niður í tær og ætlaði að þykjast ekki heita Edda Rós og að þetta hlytu að vera mistök, þetta átti örugglega að fara til annarrar Eddu Rósar... En eftir vatnsgusu í andlitið og smá reality-check ákvað ég að taka við blómunum og vera sammála öllum um hversu sætt þetta væri nú.

En er það að kaupa sjálfri/sjálfum sér blóm jafn sorglegt og að fara einn í bíó eða einn út að borða?

Nei, það finnst mér allavega ekki. Á samt enn eftir að prufa...speeeennandi!


Til: Mín
Frá: Mér
Svo mér líði betur í dag. Takk ég!
(oh boy)
Edda Rós blóma-fanatic

mánudagur, 15. nóvember 2010

Kuldi og vetur konungur

Þar sem yndislegi Nóvember er genginn í garð fer að kólna mjög hratt. Fyrr en varir stendurðu úti á flip flops, stuttermabol og með sólgleraugu í -7°C og áttar þig á því að þú ert kannski ekki alveg rétt klædd/-ur eftir veðri. Bömmer.

En þá er ég einmitt með góða lausn- FARÐU INN!

Og endilega sjáðu til þess að kveikt sé á ofnum. Ofnar eru eitt það ófegursta (ljótasta er aðeins of djúpt í árina tekið) í íbúðarhúsum að mínu mati. Þeir eru eitthvað svo...klunnalegir. En mikilvægu hlutverki gegna þeir, megum ekki gleyma því!

Andrea Ramponi og Karim Rashid hafa greinilega verið nokkuð sammála mér og ákváðu að taka þessi klunnalegu fyrirbæri og poppa ofnana aðeins upp...vægast sagt.

Þetta er útkoman:





Upp-poppunin hefur svo sannarlega tekist en ég veit ekki alveg hvort þeir gætu selt mér eitt stykki...kannski í eitt ár en svo fengi ég örugglega leið.

Skemmtileg hugmynd samt sem áður, enda kann herra Rashid og bróðir hans (arkitekt) sitt fag, án efa.

Allir að pæla í ofnum næstu 2 dagana,

góða skemmtun!

Edda Rós

laugardagur, 13. nóvember 2010

Góð bók gulli betri...

Það var föstudagurinn 12. nóvember (því miður ekki 13.). Ég kom heim úr borginni örmagna af þreytu eftir 12 tíma skóladag og 2ja tíma spjall við mínar uppáhalds (mínus ein sem er staðsett í hinni fallegu Vínarborg) vinkonur.

Á sömu stundu og ég ætlaði að hoppa undir sæng og heimsækja draumaheim var mér litið á eldhúsborðið. Þar lá þetta uppljómaða rit...

...Bókatíðindi voru komin í hús!

Það gleður mig alltaf einstaklega mikið þegar Bókatíðindi detta inn um lúguna. Ekki samt vegna þess hversu mikill lestrarhestur ég er. Ég les ekki íslenskar skáldsögur, les ekki þýddar skáldsögur, ekki ljóðabækur né fleira uppbyggilegt. En til hvers í fjandanum færist alltaf á mig bros við þetta litla, sæta, uppljómaða rit?

Jú, einfaldlega vegna þess að í fyrsta lagi þá veit ég að það styttist í jólin. Sem er nú mikið gleðiefni út af fyrir sig. Í öðru lagi má finna aftast í Bókatíðindum flokk sem inniheldur fræðirit og handbækur. That's where I come in!

Draumráðningabækur, stjörnumerkjabækur og fleiri tilgangslaus rit veita mér mikla hamingju. Hvernig væri lífið ef við slepptum því að lesa það sem er tilgangslaust? Þið getið rétt ímyndað ykkur...

Það var ein bók í ár sem vakti áhuga minn og kom mér mjög á óvart. Farin að halda að áhugasvið okkar mannfólksins geti breyst hraðar en gengi krónunnar. En sem sagt, þessi bók heitir Eitt Þúsund Tungumál. Hún „segir frá lifandi menningarsögu þar sem lesandinn kynnist eitt þúsund tungumálum sem töluð eru víðs vegar um heiminn, kannar bakgrunn þeirra, sögu, tengsl og sérkenni.“ Svo eru að sjálfsögðu myndir (mér er meinilla við skáldsögur vegna skorts á myndum) og landakort sem sýna hvar viðkomandi tungumál er/hefur verið talað.




Ég lýg því ekki að innst inni geymi ég ákveðið lúðagen og hér kemur það mjög skýrt fram. Áhugi á tungumálum! E-ð sem ég get ekki útskýrt þó líf mitt væri í húfi...

Sem sagt,

Bókatíðindi eru komin í hús og jólin á næsta leyti!


Edda Rós

miðvikudagur, 10. nóvember 2010

Kertaljós og klæðin rauð...

Eins mikið og mér þykir vænt um bjartar sumarnætur þá heillar myrkrið sem skellur á í lok október mig líka mikið. Það skapast viss stemning yfir því að vera komin úr skólanum klukkan 17:00 og fara út að hlaupa í kolniðamyrkri. Hendast svo í heita sturtu og kveikja á kertum yfir góðri tónlist og lærdóm. Ahh...

Ég er mikill aðdáandi kertaljósa og hef verið síðan ég ákvað að breyta herberginu mínu í fyrsta skipti upp á eigin spýtur (ca 12 ára). Þá var hurðinni læst, rúmið og hillurnar dregnar til og því komið á glænýjan stað í herberginu. Herbergið varð eins og nýtt og auðvitað fannst mér ég þurfa að fullkomna þetta afrek með því að kveikja á kertum, það var toppurinn.

Kerti gefa frá sér þessi "ekta" kósýheit og þægilega birtu líka. Fólkið í gamla daga hefur þá alltaf verið með kósýkvöld, því þau notuðust jú einungis við kerti, luktir og lýsislampa, huggulegt en geri ráð fyrir að það hafi verið pirrandi til lengdar. Vesen að þurfa að kveikja í hárinu af og til og svona, gleyma að slökkva á kertunum og fleiri vandræði.

Einmitt það sem ég vildi koma að næst-ef þið ákveðið að dekra þvílíkt við ykkur í vetur og kveikja á kertum, munið að slökkva á þeim. Slökkviliðið nennir ekki svo vandræðalegum útköllum. Þið eigið að vita þetta!

Fyrir utan hversu hugguleg kerti geta verið, þá er aragrúi þeirra framleidd í dag með góðri lykt (alltof mörg samt með vondri-hver kaupir kerti með bómullarlykt?!)

Yankee Candles eru sérfræðingar í góðum kertum:



Black Cherry



Coconut Bay-fyrir kókoshnetulyktarfíkilinn mig



French Vanilla-Sit og horfi á eitt svona brenna



Gingerbread-Kíkti í IKEA um daginn og við innganginn fann ég þessi girnilegu piparkökukerti. Sniffaði af þeim í gegnum alla búðina og þurfti að skila þeim þegar á kassann var komið. Piparkökuhausverkur...langar í þau aftur.




Mango Peach Salsa-fersk!




North Pole-einfaldlega út af nafninu!

Kósýstemning out.

Edda Rós

sunnudagur, 7. nóvember 2010

...and I'm back in the game!

Sælt veri fólkið, Edda Rós sem talar og ætlaði að vera fjarverandi í mánuð. Sú ákvörðun var tekin 24. júní 2010 og ég geri ráð fyrir að þið ykkar sem kíkið hingað í heimsókn af og til vitið það jafn vel og ég að 24. júní - 7. nóvember er örlítið meira en eitt stk mánuður. Jafnvel meira en 2...

En eins og sönnum bloggara sæmir (og það er by the way ennþá í tísku að blogga, ef ykkur vantaði update) þá kem ég alltaf aftur og fílefldari en nokkru sinni. Það hafa jafnvel bæst nokkur orð í orðaforðann minn, bæði gömul og ný, búin til af mér. Vona að þið takið því með bros á vör.

Ég hef oft ætlað að byrja á þessari vitleysu aftur en alltaf vantað innblástur...nenni ekki tískubloggi, hönnunarbloggi eða fylgja einhverri einni áherslu út í gegn. Þess vegna hef ég ákveðið að mixa þetta aðeins upp. „Einnar-áherslu-blogg“ ná líka sjaldnast fótfestu og það sáum við best á öllum íslensku tískubloggunum sem poppuðu upp eins og gorkúlur á blogspot en eru horfin í dag (því ver og miður með sum).

Ég geri mér fulla grein fyrir því að ég mæti brjálaðri samkeppni á netinu frá öðrum „pennum“ þannig ég mun gera mitt allra besta í að skrifa um hluti sem aðrir gera ekki. I smell a challenge...

Þess vegna hef ég ákveðið að láta hanna fyrir mig eins konar impersination-scarf svo ég geti sett mig í minn eigin hugarheim og tekið áskoruninni.

Ef þið sjáið mig í þessum útbúnaði á víðavangi, ímyndið ykkur þá að það hangi skilti utan á mér sem á stendur: Do not disturb (eins og á hótelunum þið vitið). Skiljið einflaldlega eftir skrifuð skilaboð.

Takk í bili,

Edda Rós og trefillinn