laugardagur, 5. mars 2011

Baila me

T R Y L L I N G U R

Gipsy Kings eru þeir sem koma þér til Spánar á augabragði. Skelltu þér í dansgallann, settu upp sólgleraugun og dansaðu like nobody's watching!

Ef þú kemst ekki einu sinni í gott skap við þessa krúttlegu menn, þá þarftu að athuga hvort ekki allt sé í lagi.

Búja!


ERS

föstudagur, 4. mars 2011

föstudagur, 25. febrúar 2011

If only...

...já ef bara ég væri að Kínast með Ástrós og Birki. Þá væri ég stödd akkúrat núna í Guangzhou. Þau eru reyndar búin að tala um hversu skítug sú borg er, hversu brjálæðislega mikið af Kínverjum er þar og að mengunin sé svakaleg. Það er um 25°C en engin sól, sem ætti að gefa ykkur í hugarlund hversu mikil mengunin er.

En þessi skítuga og mengaða borg ásamt mannfjöldanum er ekki alveg það sem er að heilla mig í augnablikinu...

...heldur er það tiltölulega ný bygging sem ein af mínum uppáhalds arkitektum, hún Zaha Hadid hannaði - Guangzhou Opera House.

Hversu fallegt?









Einn daginn munuð þið sjá svona mannvirki eftir Eddu Rós...

...að eilífu ég lofa.

ER

(myndir fengnar í óleyfi af dezeen)

þriðjudagur, 15. febrúar 2011

Ljótukjólaveisla!

Mér er flökurt. Ég tel mig samt vera mjög heppna að hafa sloppið við hinar ýmsu pestir en í dag herjaði á mig alls herjar ljótukjóla-pest.

Já you heard me.

Þurfti ekki annað en að skoða myndirnar frá Grammy verðlaununum síðan í gær og málið var dautt. Ég vil bara ekki trúa því að tískusafnið sem stjörnurnar fengu að velja sér úr hafi verið svona mikið samansafn af viðbjóðslegum klæðum.

Kannski er ég ein í þessum pakka, en ég vona að þið smitist ekki!

VARÚÐ: Myndirnar hér að neðan geta valdið ógleði og yfirdrifinni hneykslun.

Selma Blair tekur óléttuna alla leið og mætir í gráu tjaldi! (Eins gott að barninu líði vel)

Kelly Osbourne hélt að hátíðin væri haldin á blómaengi og vildi falla inn í umhverfið!

Nicki Minaj. Furðufuglar verða bara alltaf furðufuglar...no comment!

Ciara. WTF?! Og svartir skór við...

Fröken Kidman fór í berjamó, tíndi mosa og límdi hann á sig.

Miley fann sér tígrisdýr og notaði það í föndur+tonn af glimmeri.

Rihanna klæddist loðnum rimlagardínum! Vonbrigði mrs. Barbados, vonbrigði.

Katy Perry nennti ekki með veski og festi á sig vængjabakpoka.

Natasha Bedingfield. Nú er þetta komið gott, maginn er farinn á hvolf!

Esperanza Spalding snýtti sér og þetta var útkoman!

Hayley Williams. Words needed?

Kathy Griffin. Karrýrétturinn sem hún borðaði í síðustu viku.

Jæja... hvernig er líðan?

Þær sem komust ekki hér á blað sáu ýmist sóma sinn í því að velja rétt eða eru ekki nógu spennandi manneskjur. Þær sem völdu rétt að mínu mati voru Eva Longoria og LeAnn Rimes (nema hún sást ekki á mynd því hún er orðin svo mjó). Florence úr Florence and the Machine var ansi djörf og mætti í kjól sem minnti helst á fugl.

Ég ætla reyna jafna mig...

ER

fimmtudagur, 10. febrúar 2011

Representin'...

Rachel Zoe...

fór úr því að vera stílisti stjarnanna (meðal annars Nicole Richie og Lindsay Lohan) í það að vera fatahönnuður!

Hún hefur verið mjög gagnrýnd síðustu ár fyrir að beita ýmsum aðferðum og ákveðinni herkænsku í því að klæða stjörnurnar, þá sérstaklega þar sem þær hafa allar grennst mikið eftir að hefja samstarf við hana. Átti hún að hafa gaukað pillum til þeirra og í kjölfarið fóru kílóin að hrynja.

Persónulega finnst mér þessi gella núll heillandi og klæðaburðurinn hennar sýnir ekkert endilega að hún kunni sitt fag. 

EN þar sem allir eiga skilið sínar 15 minutes of fame þá ætla ég að tileinka henni nokkrar línur á blogginu mínu (ætli hún hafi samt ekki fengið anskoti nóg af þessari frægð á öðrum bloggum).

Langaði að sýna ykkur línuna hennar fyrir haust 2011.

Voilá!







Þetta er nú engin flugeldasýning...

kvenleg og fín snið en frekar boring verð ég að segja.

Komin helgi...aftur!

Time flies when you're having fun...

ERS

föstudagur, 4. febrúar 2011

You desired my attention, but denied my affection...

Ég bara fæ ekki nóg af þessu fallega, fallega lagi...


Góða helgi eskimóar!

ER