fimmtudagur, 27. janúar 2011

If you criticize models for looking bony or anorexic, you're a fat " chip-eating", jealous mummy...

...voru orð Karl Lagerfeld's. Alltaf jafn huggulegur og einstaklega nærgætinn þessi elska!

En smá pæling:

  • Almenningur er kominn með meira en ógeðis viðbjóð af of horuðum og veiklulega útlítandi fyrirsætum á tískupöllunum.

-Fyrir suma er þetta meira hjartans mál en aðra-

  • Fatahönnuðir hugsa margir hverjir eins og Karl nokkur Lagerfeld og vilja einnig hafa fyrirsæturnar eins strákalegar í vexti og möguleiki gefst.

-Smooooooth-

Er þá ekki um einhvers konar þversögn að ræða?

Enda tískupallarnir á því að vera tómir eða ætli fatahönnuðir fari að útbúa vélmenni til að sýna fatnaðinn?

Nei bara hugmynd....

ER

mánudagur, 24. janúar 2011

Þarftu pillu við janúarþunglyndi?

Þá er illt í efni. Miðað við rannsókn sem misgáfulegir vísindamenn framkvæmdu átti 17. janúar að vera sá allra ömurlegasti í ár og þunglyndið átti að gjósa í fólki svipað og Eyja-fjatla-jögguddl gerði hér forðum daga.

Ef ég man rétt var þessi mánudagur bara ansi indæll þar sem meðal annars Keflavík sigraði Íslandsmeistara Snæfell í körfunni. Ekki mikið þunglyndi þar á bæ (ss Keflavíkurbæ...þori ekkert að fullyrða með bæ Snæfellinga, Stykkishólm). 

Þrátt fyrir afsönnun mína á rannsóknum misgáfulegu vísindamannanna hef ég þá tilfinningu að komandi vika eigi eftir að einkennast af þungu andrúmslofti og grámyglulegu veðri. Vek athygli á því að ég hef ekki framkvæmt neinar rannsóknir og telst því kannski líka til misgáfulegs vísindamanns.

En þar sem ég er og hef alltaf verið mikið í að plana langt fram í tímann, þá er ég með lausnina við þessu! Nei, hér er ég ekki að tala um e-r pillur sem skipta litum og gefa þér pep-talk. Ég er að tala um myndir. Myndir af þessu:





Einhvers staðar heyrði ég vitran mann segja: „Það kostar ekkert að láta sig dreyma“.
Þetta gæti ekki verið nær sannleikanum og að finna þessar myndir kostaði nákvæmlega ekki neitt. Kannski 2 mínútur á Google...en við höfum nú öll lent í því verra!

Ekki deyja úr leiðindum.

ER

fimmtudagur, 20. janúar 2011

Langt, langt í burtu leynist Undraland...

Undraland-s diskurinn minn með Valdimar. Keypti þessa gersemi á útgáfutónleikum Geimsteins í desember. Þvílíkri og annarri eins fjárfestingu hef ég ekki vitað af. Diskurinn hefur fengið að njóta sín í mínum spilurum síðan þá og ég er ekki frá því að Undraland muni minna mig á jólafríið 2010-2011, góðar minningar þar! „Don't judge a book by it's cover“ segir máltækið. Ef þið spurjið mig er ykkur meira en frjálst að dæma innihaldið af diskahulstrinu þar sem það er einstaklega upp-poppað og skartar öllum regnbogans litum. En þrátt fyrir fegurð hulstursins er svo miklu meira sem bíður ykkar þegar gægst er inn í pakkann. Já, þar er diskurinn í allri sinni dýrð. Ég veit þið viljið ekkert frekar en að stara á randabrjálæðið þar en 1, 2 og snell, skellið disknum í. Þeir ljúfu tónar sem þar finnast renna mjúklegar niður en jólasteikin með öllu tilheyrandi-hversu huggulegt? Tónlistin er sniðin að mínum þörfum, þrám og tónlistarsmekk og það er einmitt þess vegna sem ég er himinlifandi með þetta eintak. Uppáhalds lög: Yfirgefinn, Strá, Þessir menn og Brotlentur...

Þegar ég hlusta á tónlist pæli ég gífurlega mikið í textagerð og þeirri ritsnilld sem oft leynist þar á bakvið. 

Í stað þess að lista upp öll lögin á disknum tók ég mig til og setti saman bút og bút úr öllum lögunum og útbjó smá sögu...voilá!

Þú eitt sinn varst gráðugur maður. Maður sem vildi eignast meir, eignast meir. Það eina sem þú vildir var gull. Regnbogans gull. Á hápunkti græðginnar færðistu burt frá öllum þeim sem gæfu færðu í þinn heim. Þú varst týndur, dofinn og yfirgefinn. Kvöld eitt dreymdi þig draum er þú varst á næturrölti. Í draumnum til þín komu þrír menn. Þessir menn sögðu við þig: „Þó að langt sé í land og skipið strand er ennþá von. Langt, langt í burtu leynist lítið og væmið land. Það ber nafnið Undraland. Þar sem hverjum degi nægir sín þjáning ættir þú að fara þangað í heimsókn. Leggðu upp í ferðalag, farðu á nýjan stað og finndu friðinn þar. Þó að óttinn blindi þig skaltu ganga áfram þennan veg. Þú skalt fljúga áfram gegnum skýin þar til þú sérð það líf þig þyrstir í og finnur öll hamingjunnar strá.“ Þú vaknaðir upp af draumi þessum og ákvaðst að fara eftir ráðum mannanna þriggja. Framtíðin virtist vera björt en á leiðinni þú brotlentir. Brotlentir hratt og ört. Nú frægðin fölnuð er og enginn man eftir þér.

Fyrir ykkur glöggu lesendur sjáið þið lagatextann þeirra í gegnum alla söguna auk smá skrauts og glingurs sem ég bætti við.

En eftir hverju eruð þið að bíða? Út í búð NÚNA-You snooze, you lose!

Það er engin afsökun að vita ekki hvernig hulstrið lítur út, því það er svona:


Vinsamlegast fáið ykkur sæti og spennið á ykkur sætisólar. Hafið sætisbök og borð í uppréttri stöðu og við viljum vekja athygli á því að þetta er reyklaust flug.
Góða ferð til Undralands!

ER

föstudagur, 14. janúar 2011

Vilt þú sofa uppí tré?

Þá eru arkitektarnir Tham og Videgård með lausnina fyrir þig!

„The Tree Hotel“

Þetta myndi taka þær sumarnætur, þegar ég ákveð að sofa undir berum himni, algjörlega upp á næsta level. Jafnvel þarnæsta.

Myndir segja meira en 1000 orð (enda myndi ég aldrei nenna skrifa 1000 orð um þetta).






Áhugavert!

ER

fimmtudagur, 13. janúar 2011

Þegar eitt líf endar, hefst nýtt...

Í dag fór ég í jarðarför hjá Val frænda. Athöfnin var alveg í hans anda þar sem hann var tónlistarmaður mikill. Stofnaði meðal annars „Óðmenn“ (og fékk Shady Owens til liðs við þá áður en hún söng með Hljómum) ásamt því að vera í hljómsveitinni „Lummurnar“. Athöfnin einkenndist af fallegri tónlist, m.a. eftir Bítlana, The Eagles og Rúnna Júll. Jói Helga og Magni fluttu 4 lög á gítar og sungu að sjálfsögðu eins og englar.

Ég vona að Valur sé nú kominn á betri stað og tel það ekki ólíklegt að hann og Rúnni Júll séu nú þegar farnir að semja og spila saman...

-Gunni Þórðar og Lummurnar (Valur er hægra megin fyrir aftan Gunna)-


Hvíl í friði elsku frændi, 

Edda Rós

mánudagur, 10. janúar 2011

Kveðjustund gefur EKKI gull í mund!

Dagurinn rann upp-10. janúar 2011. Dagurinn þegar litla systir og kærastinn hennar fluttu til Shanghai til að njóta lífsins og ferðast næstu 3 mánuðina. Eins mikill gleðidagur og þetta var fyrir þau (ásamt smá kveðjustundartárum) var þetta næstum andstæðan hjá mér. Það verður ömurlegt að hafa þau ekki hérna og ofboðslega tómlegt.

En ég meina, hvað eru 3 mánuðir? Tekur enga stund að líða!

Svo er bara að gerast áskrifandi af lottó og kanna kalendarið í skólanum upp á að „skjótast“ í heimsókn. Þetta er nú bara ca 18 klst ferðalag, kökusneið.

En þetta koma þau m.a. til með að sjá næstu 3 mánuði:







Geri ekki ráð fyrir öðru en þau rekist á fullt af svona krúttsprengjum á götum Shanghai...

En kveðjustundin var mjög dramatísk eins og við er að búast:


Það verður furðulega skrítið að hafa litlu sis ekki alltaf við höndina næstu mánuði...

en væl væl vertu sæl!

Þetta verður algjört ævintýri og þau munu njóta sín í botn-ekki spurning!

ER

sunnudagur, 9. janúar 2011

Gatarmat-Matargat

Ég elska góðan mat. Matur sem er góður nýtur sín samt ekki nema hann sé borinn fallega fram. Ætli sé ekki starfsheiti sem er „matarskreytir“? Sá gæti verið í óðaönn að skreyta mat, diska og matarbakka fyrir veislur. Nú ef lítið er að gera í þeim bransanum væri hann örugglega meira en velkominn inn á pizzuveitingastaði og þar fengi hann að njóta sín í að skreyta pizzur. Mundir þú ekki pottþétt vilja vel skreytta pizzu en illa skreytta?

Pizzur eru nefnilega ekki bara pizzur. Því komst ég að þegar ég bjó á Ítalíu. Þessar þykkbotna pizzur sem við Íslendingar erum vanir eru nánast hrein og bein móðgun við hina upprunalegu Napólí Margherita pizzu. Ekki frá því að Raffaele Esposito myndi snúa sér við í gröfinni, sæi hann eina Pizza Hut pizzu. Dio mio!

En eins og fólk er misjafnt, þá er matarsmekkur þess líka misjafn. Hefur þú e-n tímann fundið þann aðila sem borðar og borðar ekki það nákvæmlega sama og þú?

Ekki séns. Ef þú segðir já, þá trúi ég þér ekki.

Ég á til dæmis mjög erfitt með að finna manneskju sem borðar ekki kartöflur (venjulegar-ekki sætar) og hrísgrjón...nema í einstaka tilfellum. Næstum eins og að leita af nál í heystakki-eða frekar að leita af heyi í heystakki. Einmitt!

Ef það er einhver ákveðinn matur (réttur) sem ég þyrfti að velja til að lifa á til framtíðar kæmi þessi hér sterklega til greina. Unaðslega gott á bragðið. Litríkt og fallega borið fram (oftast). Þetta er sem sagt einn frægasti forréttur sem ég kynntist á Ítalíu, matarlandinu sjálfu.

Tómatar
Mozzarella ostur
Basilika

Þessi samsetning er næstum himnesk og ÞÚ ættir að prufa. Ekki á næsta ári heldur í kvöld, helst. Nema að sjálfsögðu þú hafir önnur plön.

Djók. Breyttu þeim bara...You won't regret it.

Til að toppa þennan einfalda rétt er gott að setja smá salt og pipar, sumir setja ólífuolíu og enn aðrir setja smá balsamik. Eina sem ég set er salt og pipar og voilá!

Svona ætti þetta nokkurn veginn að líta út á disknum þínum, þ.e.a.s. ef þú kannt að skera tómatana, mozzarella ostinn, rífa basilikuna og strá saltinu og piparnum rétt!



Buon appetit!

ER

laugardagur, 8. janúar 2011

Bozzello

Sumt er sorglegt
sumt er satt
sumt er bæði
sorglegt og
satt.

föstudagur, 7. janúar 2011

Sjalla lalla la-ævintýri enn gerast!

Hæ! Gleðilegt ár yndislegir lesendur og aðrir (sem eigið vonandi eftir að gerast lesendur). Mikið er ég fegin að nýtt ár sé hafið. Ekki misskilja mig, 2010 var virkilega gott ár að mörgu leyti og skilaði mörgum góðum og fallegum minningum sem ég hef nú komið fyrir í langtímaminni heilans (það er víst stærra en okkur grunar). Málið er bara að nýtt ár fyrir mér er miklu meira en „Gamla árið+1“. Það er ákveðið upphaf. Á nýársdag fer ég yfir hið liðna ár, sé hvað ég ætla að gera betur á nýju ári og hvað ég ætla gera verr. Nei djók, að sjálfsögðu stefni ég ekki á að gera neitt verr en áður, smá glens í boði mín.

Hið nýja 2011 vekur upp góðar hugsanir. Ég veit ekki af hverju, en líklega vegna allra þeirra plana sem ég hef nú þegar gert fyrir árið. Það verður heldur betur viðburðarríkt en meira um það seinna.

Nýtt ár er einmitt tími fyrir fólk að byrja nýtt upphaf (eða jú að halda í sama farið ef það hefur virkað vel). Fyrir marga eru áraskipti einmitt það sem þarf til að koma sér út úr erfiðum lífsstíl, eða jú að setja sér einfaldlega bara ný markmið.

Einhvers staðar heyrði ég manneskju segja: „Pff, ég þarf ekkert nýtt ár til að standa mig betur í ræktinni. Ég get alveg eins ákveðið það 1. maí“.

Að sjálfsögðu hefði þessi sama manneskja getað ákveðað þetta mikilfengna markmið 1. maí en hvað er svo slæmt að gera það bara á nýju ári? Einmitt. Það er ekkert slæmt við það.

Ég ætla ekki að lofa upp í ermina á mér og fara fögrum og mörgum orðum um það hversu dugleg ég ætla að vera blogga á nýju ári (það er ekki áramótaheit 2010-2011). Hins vegar ætla ég að gera mitt besta að hafa þær færslur sem ég skrifa um eitthvað sem ykkur þykir gaman að lesa. Þá gleðjist þið og að lokum gleðst ég. Orsök og afleiðing, munið það!

Þar sem ég geri ráð fyrir að færslan sé tímasett hafið þið væntanlega tekið eftir að klukkan er tuttugu mínútur í 2 á aðfaranótt föstudags.

Jább, ég er heldur betur komin í vítahring sólarhringssnúnings. Þessi árlegi sólarhringssnúningur getur verið ferlegur en varir oftast ekki lengur en yfir hátíðirnar, sem betur fer. Líkamsklukkan fer í tómt tjón og veit ekki hvað snýr upp né niður.


-Dagatalið á myndinni fattaði ekki að 1. janúar 2011 var ekki á mánudegi-

En ég hlakka til ársins 2011 og vona að það gerið þið líka. Ég finn allavega fyrir mjög góðri orku sem mun einkenna þetta ár og lái mér hver sem vill!

Elskið friðinn og strjúkið kviðinn (mjúka kviðinn að sjálfsögðu, eftir allt matarátið).

Edda Rós