Það er rétt, það er ekki til neitt land fyrir gamla menn...
nema jú, Spánn. Ég sé fyrir mér gamla menn með gleraugun framan á nefið, eitt stk göngustaf, í köflóttri skyrtu gyrtar ofan í khaki litaðar buxur með belti, í afaskóm á leiðinni í skák í garðinum. Sammála?
Afhverju, þegar maður er sem mest upptekinn, þá langar mann sem minnst að vera það?
Þegar skólinn er tiltölulega rólegur og það er nóg að lesa eins og einn kafla á dag, þá þarf ég alltaf að finna mér e-ð fullt annað að gera. Svo þegar skólinn er bilun (eins og akkúrat næsta mánuðinn) þá langar mig fátt annað en að liggja í hengirúmi með pina colada og hlusta á blús. En geri ég það?
Já í draumi. En staðkvæmdavara þess er líklegast internetið því þar get ég skoðað allar heimsins myndir, af öllum heimsins stöðum og ímyndað mér að ég sé stödd akkúrat þar. Klikkun? Má vel vera, en þetta er þá mín klikkun.
Langar að deila með ykkur fallegri byggingu sem ég rakst á, á ferð minni um internetið þegar ég kynnti mér aðeins Valencia, þriðju stærstu borgina á Spáni. Hún heitir því fallega nafni Ciudad de las Artes y las Ciencias eða The City of the Arts and the Sciences og er eitt helsta aðdráttarafl túrista. Hannað af Santiago Calatrava og Félix Candela. Byrjað var að byggja það árið 1996 og það tók ekki nema 2 ár!
B-E-A utiful.
Þetta er arkitektúr.
Bless,
ERS