föstudagur, 18. september 2009

London bridge is falling down...

Lon+Don= London

Í dag er ég ekki lengur hrein London mey, því mín fyrsta London ferð var farin þann 11.09.09 og henni lauk þann 17.09.09.

Þvílík borg.

Sem betur fer lentum við ekki í hryðjuverkum á leiðinni út, þó svo að hugsunin um það poppaði upp af og til í loftinu. Nei grín.

Ástæðan fyrir Londonferð árið 2009 eru tónleikar. Þeir yndislegustu tónleikar sem ég hef farið á og það muna engir aðrir tónleikar, ENGIR toppa þessa. Ef tónlistarmaðurinn nær að kalla fram tár, hlátur og vellíðan, allt á sama tíma, þá veistu að þetta er solid pakki.

RAY LAMONTAGNE....

Ferðafélagarnir voru ekki af verri endanum; þær Ellen og Heiða Kakúsían. Gistum í 6 nætur á "kósý" hótelinu okkar og lifðum sem túristar í þessa daga. Vorum á fullu alla daga, allan daginn en samt sem áður náðum við ekki að skoða helminginn af því sem túristar "eiga" að skoða í London...

en þá er bara ástæða til að fara aftur!

Mitt persónulega álit á borginni:

-HUGE
-Rosalega crowded
-Mikið um útlendinga (fleiri en Bretar?)
-Æðislegt neðanjarðarkerfi
-Mest vaktaðasta borg í Evrópu, you're never alone
-Fullt, fullt af fallegum búðum
-Fullt, fullt hægt að skoða
-Ekki góður matur, nema á gríska veitingastaðnum og Pret a Manger
-Ágætlega kurteist fólk, en kalt og frekar lokað
-Gamlar byggingar
-Fallegar byggingar
-Hægt að gera allt, alltaf, allan sólarhringinn
-Elska hana ekki en er mjög nálægt því...

Þegar ég kom svo að Keflavíkurflugvelli kom upp hugsunin: "Hvað í fj******* er ég að gera hérna?" Mig langar út, eitthvert út. Ég vildi óska þess að ég gæti ferðast alltaf, allan ársins hring og átt íbúðir hér og þar sem ég gæti leigt út. Prufa e-ð nýtt alla daga, aldrei að vera það lengi á stað að ég fái leið...mmm secret-a þetta.

Útlönd: Take me away from here...
(en ég elska litla fallega Ísland)


Myndir eru á leiðinni, með tube-inu og annað skemmtilegra blogg í samningu...


Edda Rós

Engin ummæli: