Vonandi eruð þið öll komin í jólaskap, búin að versla jólagjafir og búin að taka út nett spennufall. Það er víst betra að taka það út í kvöld en á morgun. Á aðfangadag eiga nefnilega allir að vera komnir í rétta gírinn, eins afslappaðir og hægt er að vera. Það finnst mér allavega...
...og að því sögðu ætla ég ekki að hafa þetta lengra.
Gleðileg jól elsku vinir og aðrir, hafið það nú gott um hátíðarnar og étið á ykkur gat (jafnvel fleiri en eitt). Verið spikfeit svo líkamsræktarstöðvarnar græði nú eitthvað á ykkur í janúar.
World peace, endalaus gleði og hamingja.
Edda Rós
Engin ummæli:
Skrifa ummæli