föstudagur, 25. febrúar 2011

If only...

...já ef bara ég væri að Kínast með Ástrós og Birki. Þá væri ég stödd akkúrat núna í Guangzhou. Þau eru reyndar búin að tala um hversu skítug sú borg er, hversu brjálæðislega mikið af Kínverjum er þar og að mengunin sé svakaleg. Það er um 25°C en engin sól, sem ætti að gefa ykkur í hugarlund hversu mikil mengunin er.

En þessi skítuga og mengaða borg ásamt mannfjöldanum er ekki alveg það sem er að heilla mig í augnablikinu...

...heldur er það tiltölulega ný bygging sem ein af mínum uppáhalds arkitektum, hún Zaha Hadid hannaði - Guangzhou Opera House.

Hversu fallegt?









Einn daginn munuð þið sjá svona mannvirki eftir Eddu Rós...

...að eilífu ég lofa.

ER

(myndir fengnar í óleyfi af dezeen)

2 ummæli:

Valgerður sagði...

....því orðin okkar sofa. Í nótt.
elska þetta lag :)

Ester sagði...

Vá hvað salurinn er fallegur.