Rachel Zoe...
fór úr því að vera stílisti stjarnanna (meðal annars Nicole Richie og Lindsay Lohan) í það að vera fatahönnuður!
Hún hefur verið mjög gagnrýnd síðustu ár fyrir að beita ýmsum aðferðum og ákveðinni herkænsku í því að klæða stjörnurnar, þá sérstaklega þar sem þær hafa allar grennst mikið eftir að hefja samstarf við hana. Átti hún að hafa gaukað pillum til þeirra og í kjölfarið fóru kílóin að hrynja.
Persónulega finnst mér þessi gella núll heillandi og klæðaburðurinn hennar sýnir ekkert endilega að hún kunni sitt fag.
EN þar sem allir eiga skilið sínar 15 minutes of fame þá ætla ég að tileinka henni nokkrar línur á blogginu mínu (ætli hún hafi samt ekki fengið anskoti nóg af þessari frægð á öðrum bloggum).
Langaði að sýna ykkur línuna hennar fyrir haust 2011.
Voilá!
Þetta er nú engin flugeldasýning...
kvenleg og fín snið en frekar boring verð ég að segja.
Komin helgi...aftur!
Time flies when you're having fun...
ERS
3 ummæli:
Neee þessar flíkur eru nú ekkert að kveikja í mér.
Það eina skemmtilega við Rachel Zoe eru ekki fötin eða stíllinn heldur hún sjálf. Það var gaman að horfa á þættina hennar, hún er svo klikkuð.
Var hún með þætti? Það hefur alveg farið framhjá mér...
Já, The Rachel Zoe Project .. hádramatískir þættir. Lá yfir þessu í San Diego.
Skrifa ummæli