mánudagur, 20. júlí 2009

Gather your children...

Upp-eldi, niður-eldi, hliðar-eldi...

hvað þýða þessi orð í dag? Hvað mig varðar nota ég hvorki orðið niðureldi né hliðareldi en uppeldi er eitt af þeim orðum sem ætti að vera meira notað í dag. En ég held að með tilkomu siðlauss Íslands, hafa börnin dregist með og breyst í óargardýr og dekurfrekjur. "Það læra börnin sem fyrir þeim er haft" segir máltækið og það á svo sannarlega við í dag á þessum tímum sem við lifum á.

En hvað er að gerast?

Slöknuðu foreldrar á uppeldinu um leið og sjónvarpsútsendingar urðu tíðar, ekki bara á fimmtudögum? Hafa bardagatölvuleikir og blóðsúthellingar haft svo mikil áhrif á börn að fóstrur á leikskóla vita ekki hvort þær eru með raunveruleg börn í pössun eða tölvufígúrur sem stjórnast ekki af neinum öðrum en sjálfum sér? Eru foreldrar í dag kærulausari, eftirgefnari og "of góðir" til að leiðbeina, skamma og greina rangt frá réttu?



Við lifum á tímum, þar sem fleiri og fleiri hlutir eru samþykktir í samfélaginu. Fyrir 10-20 árum þótti mjög ósmekklegt að tala um rassa í dagblöðum en í dag, árið 2009 (það siðlausa ár) mætir fólk með börnin sín í bíó á myndir þar sem tillar eru bundnir við líkamsræktartæki og það notað í ýmsar ýktar athafnir. Fólk í dag er alltaf að athuga hversu langt það kemst í að sjokkera mannskapinn. Með hverjum deginum er farið einu skrefi lengra og áður en við vitum af er allt sem heitir að bera virðingu fyrir e-u/e-m horfið fyrir bí.



En eitt sem er verulega athugavert við tímann í dag. Akkúrat núna hafa aldrei verið fleiri uppeldisráðgjafar, félagsráðgjafar, sérkennarar, lyf við ofvirkni og fleira á því sviði. Í dag þurfa kennarar oft orðið aðstoðarmann í bekkinn, jafnvel fleiri en 1 til að halda bekknum þöglum.

Er þetta eðlilegt?

Hefur ástandið í dag, eins og það hefur þróast, stefnt í rétta átt?

Ég sé e-n galla við þetta, líkt og við þessa umtöluðu icesave samninga.

Eru börn í dag ekkert nema óundirritaðir icesave-samningar? Eru foreldrar hræddir við að takast á við uppeldi barna sinna og gefa kennurum skriflegt leyfi til að ábyrgjast allt það uppeldi sem þau þurfa?

Án þess að fara út í pólitískar umræður (check!) finnst mér að við mættum aðeins hugsa hvert þetta er að stefna. Ungar kynslóðir í dag sýna þeim eldri litla sem enga virðingu. Mér ofbýður þegar ég heyri 10 ára krakka segja mömmu sinni að halda kjafti-svoleiðis myndi mér aldrei nokkurn tímann detta í hug að láta út úr mér 10 ára gamalli og gerir ekki enn þann dag í dag.

Hvað er að? Er kurteisi og virðing að deyja út með okkar kynslóð?

Er upp-eldi að eldast-upp úr öllu valdi?

Ég bara spyr...

Edda Rós tón-eldi

Engin ummæli: