þriðjudagur, 30. júní 2009

Summerbreeze...

Sumar 2009...

er næstum hálfnað. Hvert hefur tíminn flogið? Mér finnst ég hafa tekið síðasta prófið í gær, ég er enn að þylja glósurnar áður en ég fer að sofa. Fléttuskipulag, viðskiptavinaskipulag o.s.frv.

Grín.

Ég meina það samt, sumartíminn er búinn að þjóta framhjá mér á no-time, þá meina ég óeðlilega hratt. Ég er búin að vinna í rúmlega mánuð og er enn að læra á þessa vinnu, svara kurteisum sem og mjög dónalegum ferðamönnum, íslenskum sem erlendum. Það verður samt að viðurkennast að þetta er skemmtilegasta sumarvinnan sem ég hef unnið við og allt er það fjölbreytninni að þakka.

Eitt af því sem gerir vinnuna skemmtilega er að bíða í ofvæni eftir skrítnum eftirnöfnum fólks, nú eða fornöfnum. Hljómar kannski ekki eins og hátíð en þegar þú ert með manneskju 10 cm fyrir framan þig sem heitir Hor eða Rok, þá er vart annað hægt en að henda upp brosi á vör, nú eða bara bresta í eitt gott hláturskast. Við Karen spáum mikið í þessu og update-um hvora aðra um áhugaverð nöfn. Þau sem meðal annars hafa komið upp á yfirborðið eru: Power, Paradis, Ding-Dong, Oh Li, Abercrombie, McDonalds (ekki óvenjulegt en samt skemmtilegt eigi að síður) og ég tala nú ekki um góðvinina Hor og Rok. Ég hef samt fulla trú á því að hátindi nafnarugls sé ekki náð og læt ég ykkur vita um leið þegar það gerist.

En eins og ég sagði hefur tíminn flogið-ekki frá landinu eins og ferðamennirnir sem ég afgreiði heldur út um allt. Fyrir hvert einasta sumar er maður með fullt planað, ferðalag hingað og þangað, bústaður, 1 útilega, fjallganga, e-ð ævintýralegt og svo fram eftir götunum. Hvað verður svo um þessi plön sumar eftir sumar er mér hulin ráðgáta. Sem sagt maður ætlar alltaf að gera meira en maður gerir...

Fjallgangan er reyndar búin, útilegan er næstu helgi ásamt bústað og þá er það bara e-ð ævintýralegt sem er eftir. Hvort það verði river rafting, fossahopp, surf eða að láta sig síga í jökulsprungu er ekki enn komið í ljós, en þetta er allt saman í vinnslu.






Gerði samt eitt í gær sem ég hef ekki gert áður. Bókað flugmiða innanlands. Reykjavík-Akureyri eina helgi í ágúst. Rosalega er langt síðan ég fór til Akureyrar...nóg að gera þar eftir margra ára fjarveru býst ég við. Svo ætla ég að sjálfsögðu að kíkja í heimsókn í Árnes til Esterar og Ástrósar þar sem þær vinna hörðum höndum að koma mat ofan í veiðimenn og fleira. Það er ýmislegt sem er á planinu þá helgi, eins og að kíkja í draugahús (alvöru draugahús já) og tjill í Laxá í Aðaldal að synda með löxum á svipuðu róli og við.

Ég býð sumarið velkomið í garð, bakgarð og vona að tíminn fari nú aðeins að hægja á sér.

Rosie W out.

Engin ummæli: