fimmtudagur, 22. apríl 2010

Those were the days

Verð ég ekki að prufa? Gjörið svo vel og spurjið!

Ég sakna þeirra tíma þegar ég bjó í Stokkhólmi þar sem ég:

  • Drakk mikið te
  • Söng í stað þess að tala (sænskan er svo jätterolig!)
  • Gat farið í göngutúr í klukkutíma án þess að sjá sömu götuna tvisvar
  • Hundraðfaldaði kaffihúsaheimsóknir
  • Fékk mér sushi og fannst það gott í fyrsta sinn
  • Gat farið í Monki, Weekday og H&M á hverjum degi
  • Skoðaði ótrúlega fallegar byggingar
  • Naut þess að skoða lífið í Södermalm
  • Kíkti reglulega á ávaxta- og grænmetismarkaðinn á Hötorget
  • Fékk tækifæri á að vinna með sænskum hönnuðum
  • Komst eins nálægt sænskri eðaltónlist og ég gat
  • Fékk mínar bestu vinkonur í heimsókn
  • Kynntist góðu fólki
  • Lærði að borða hvítkál með pipar (tegund af salati) með pizzu!
  • Elskaði lífið og naut hvers andartaks...








Hvað er betra en að detta í gamlar minningar á sumardaginn fyrsta?

Gleðilegt sumar yndislega fólk!

Edda Rós

miðvikudagur, 14. apríl 2010

S-U-M-M-E-R

Mér finnst hálf-erfitt að læra fyrir vorpróf í miðjum apríl.

Vaninn er að prófalestur hefjist í byrjun maí og þá er einmitt komið nógu gott veður til að lesa stærðfræðiformúlur og læra um hegðun neytenda innan markaðsfræða úti á sólpalli með appelsínudjús og jarðaber.

En nú er ekkert annað í stöðunni að sitja inni með nefið ofan í bók (glósum eða glærum if preferred).

Ég get samt ómögulega komist hjá því að hugsa um sumarið 2010!

Það jafnast ekkert á við:

  • Að vinna á sama stað og allar bestu vinkonur sínar.
  • Leggja af stað í roadtrip sem byrjar í sumarbústaði en endar undir tjaldþaki á grasbotni.
  • Heimsækja Ítalíu og gamla tíma.
  • Grilla.
  • Fara í ratleik.
  • Skemmta sér í dagsbirtu þó komið sé langt fram á nótt.
  • Klæðast sumarlegum fötum.
  • Geta loksins notað sandalana sína.
  • Fá smá D-vítamín í kroppinn (ekki veitir af).
  • Fara jafnvel til NY í lok sumars.
  • Og svo margt fleira...

En þangað til fer einbeitingin öll (eða á að fara) í komandi próf og lokaverkefni.

Ef þið eruð í sama pakka þá vil ég benda ykkur á ljósmynd sem róar taugarnar anyday!

Horfðu á hana í 2 mínútur, lokaðu augunum og ímyndaðu þér sjávarnið, lyktina af hawaiian tropic og ískur í vindsænginni sem þú liggur á...getur jafnvel bætt kókosbragði á bragðlaukana.

Myndin:



ERS-draumórabarn

miðvikudagur, 7. apríl 2010

Kreppluklumpur?

Það er víst e-r kenning um það að í kreppu skuli reisa hótel.

Í dag hefur fólk tekið sig saman og ákveðið að byggja hótel við Keflavíkurflugvöll.

Meiri mistökin...

Sé reyndar ekkert að því að byggja hótel þar, en er ekki málið að hanna það allavega á þann hátt að túristar og aðrir sjái e-ð fallegt um leið og þeir lenda á Íslandinu okkar?

Ég er kannski fullgagnrýnin en þetta er ekki eitthvað sem ég kalla fallegt.

Ef þetta væri það fyrsta sem ég sæi þegar ég kæmi e-rt þá væri ég líkleg til að pikka í flugmanninn og biðja hann að snúa bara við.

Ehh...

En - see for yourself!





ERS - back in business