Mér finnst hálf-erfitt að læra fyrir vorpróf í miðjum apríl.
Vaninn er að prófalestur hefjist í byrjun maí og þá er einmitt komið nógu gott veður til að lesa stærðfræðiformúlur og læra um hegðun neytenda innan markaðsfræða úti á sólpalli með appelsínudjús og jarðaber.
En nú er ekkert annað í stöðunni að sitja inni með nefið ofan í bók (glósum eða glærum if preferred).
Ég get samt ómögulega komist hjá því að hugsa um sumarið 2010!
Það jafnast ekkert á við:
- Að vinna á sama stað og allar bestu vinkonur sínar.
- Leggja af stað í roadtrip sem byrjar í sumarbústaði en endar undir tjaldþaki á grasbotni.
- Heimsækja Ítalíu og gamla tíma.
- Grilla.
- Fara í ratleik.
- Skemmta sér í dagsbirtu þó komið sé langt fram á nótt.
- Klæðast sumarlegum fötum.
- Geta loksins notað sandalana sína.
- Fá smá D-vítamín í kroppinn (ekki veitir af).
- Fara jafnvel til NY í lok sumars.
- Og svo margt fleira...
En þangað til fer einbeitingin öll (eða á að fara) í komandi próf og lokaverkefni.
Ef þið eruð í sama pakka þá vil ég benda ykkur á ljósmynd sem róar taugarnar anyday!
Horfðu á hana í 2 mínútur, lokaðu augunum og ímyndaðu þér sjávarnið, lyktina af hawaiian tropic og ískur í vindsænginni sem þú liggur á...getur jafnvel bætt kókosbragði á bragðlaukana.
Myndin:
ERS-draumórabarn
5 ummæli:
sumar..suuuuumar.....hvar ertu sumar?! Mátt alveg koma strax í gær því við vitum hvað þú verður frábært :)
-Irmý
Mér líst vel á þetta plan hjá þér !! Ómæ ég verð bara spennt við að hugsa um þetta :)
Nen
oj hvað þú ert vond! ég finn kókoslyktina langa leiðina...
en já ætlaru til NY á brátt komandi frímiða eða? ;)
-grillz
p.s. líst svaka vel á sumarplanið!! :)
-grillz
Ohh edda mín!
Love this bloog!
xxx / og hlakka til sumarsins..
Katie Willipoffer
Skrifa ummæli