fimmtudagur, 22. apríl 2010

Those were the days

Verð ég ekki að prufa? Gjörið svo vel og spurjið!

Ég sakna þeirra tíma þegar ég bjó í Stokkhólmi þar sem ég:

  • Drakk mikið te
  • Söng í stað þess að tala (sænskan er svo jätterolig!)
  • Gat farið í göngutúr í klukkutíma án þess að sjá sömu götuna tvisvar
  • Hundraðfaldaði kaffihúsaheimsóknir
  • Fékk mér sushi og fannst það gott í fyrsta sinn
  • Gat farið í Monki, Weekday og H&M á hverjum degi
  • Skoðaði ótrúlega fallegar byggingar
  • Naut þess að skoða lífið í Södermalm
  • Kíkti reglulega á ávaxta- og grænmetismarkaðinn á Hötorget
  • Fékk tækifæri á að vinna með sænskum hönnuðum
  • Komst eins nálægt sænskri eðaltónlist og ég gat
  • Fékk mínar bestu vinkonur í heimsókn
  • Kynntist góðu fólki
  • Lærði að borða hvítkál með pipar (tegund af salati) með pizzu!
  • Elskaði lífið og naut hvers andartaks...








Hvað er betra en að detta í gamlar minningar á sumardaginn fyrsta?

Gleðilegt sumar yndislega fólk!

Edda Rós

2 ummæli:

Valgerður sagði...

aww kósý..ég get ekki beðið eftir að fljúga á vit ævintýra stórborgar í haust :)

-valgerður

Ester sagði...

Æjj Edda plís, kláraðu þetta verkefni og bloooooggaður fyrir mig!