miðvikudagur, 27. maí 2009
sunnudagur, 24. maí 2009
Fabulously lazy...
Leti er skilgreind sem tregða til að gera eitthvað eða reyna á sig, þrátt fyrir að hafa tökin á að gera það. Orðið er oft notað í neikvæðri merkingu og krónísk leti getur verið vísir að einhverju meira, eins og þunglyndi.
ÞÚ hefur líklegast oft notað setningar eins og: ,,Djöfull er ég latur/löt" og ,,Ég er að deyja úr leti". Hver kannast ekki við þetta? En þó þú segir þetta, þá er merkingin á bakvið þetta engin geimvísindi. Orðið er líka notað á mismunandi hátt. Við getum verið með manneskju sem er á fullu alla daga, allan daginn og loksins þegar hún fær frí, þá er hún (manneskjan) bara orðin löt á að vera aðgerðarlaus í 10 mín. Hin manneskjan er sú sem gerir ekki skít, hangir bara heima eða að heiman, aðgerðarlaus alla daga og allan daginn. Munurinn á þessum manneskjum er sá að týpa nr. 1 notar setninguna oftar en týpa nr. 2.
Málið er að latt fólk viðurkennir sjaldan að það sé latt. Svipað með feitt fólk og grannt fólk. Maður heyrir mun oftar granna fólkið segja ,,oh ég er svo feit/-ur". Fyndið?
En er ekki leyfilegt að vera latur/löt af og til? Hafa ekki allir gott af hæfilegri leti?
Persónulega finnst mér leti hundleiðinleg og ég endist aldrei í að gera ekki neitt. Ef ég hef ekkert að gera eða þarf ekki að gera neitt, þá finn ég mér e-ð til að hafa fyrir stafni, jafnvel þó það sé að þurrka af inni hjá mér (ehh)...
Svo er það oft sem mig langar að gera alveg helling en nenni ekki að byrja. Þá þarf ég oft ágætt spark í rassinn til að koma mér af stað, sparkírass og ég fer í málið.
Sumt fólk er samt bara latt að eðlisfari og nennir engu. Nöldra yfir öllu sem það á að gera eða gerir...ég fíla ekki svona hugsunar- og lifnaðarhátt.
En leti er merkileg athöfn og heilög fyrir sumum. Ætli þetta hafi ekki verið rannsakað inn að beini, hvað sé að vera latur og afhverju við verðum löt á einhverjum tímapunkti. Jú...ég geri ráð fyrir því. According to new study laziness KILLS.
Ég veit ekki með þig, en ég ætla ekki að byrja nýja viku á leti. Sunnudagar eru nú oft kallaðir letidagar. Hvernig væri að afnema þetta nafn...ég fer í málið (sparkírass).
Út með leti og inn með...
jah, segð þú mér.
Over and out,
ERS
miðvikudagur, 20. maí 2009
laugardagur, 16. maí 2009
Hold me closer tiny dancer...
mánudagur, 11. maí 2009
Me and my sneakers...
"These boots are made for walking, and that's just what they'll do, one of these days these boots are gonna walk all over you..."
Nei í dag erum við ekki að tala um klossa eða stígvél og enginn ætlar að labba yfir þig, svo alveg róleg/-ur. Við ætlum að sigla í áttina að strigaskónum, the one and only. Annað orð yfir strigaskó en sneakers er plimsoll. Hversu merkilegt er það? Getið þið ímyndað ykkur hafa alltaf sagt plimsoll í staðinn fyrir sneakers? Haha ekki ég. Plimsoll... ég sé fyrir mér feitan sjómann sem borðar sardínur í jógúrt.
Já ég vissi það...spenningurinn leynir sér ekki. Sögutími hefst:
Seint á 18. öld gekk fólk um í skóm með grófum gúmmísólum og ekki var greint á milli hægri og vinstri fótar. Í kringum 1892 fann gúmmífyrirtæki í USA upp nýja tegund af gúmmí sem var þægilegra og var sett saman við striga. Þessir skór voru kallaðir Keds. Um 1917 var svo farið að framleiða þessa tegund af skóm og nafninu breytt í "sneakers".
sunnudagur, 10. maí 2009
You're poison running through my veins...
- MS (Multipe sclerosis) eða heila- og mænusigg
- Parkinson
- Alzheimers
- Vefjagigt
- Liðagigt
- Fjölofnæmi
- Síþreyta
- Athyglisbrestur
- Kvíðaraskanir
- Þunglyndi og aðrir geðsjúkdómar
- Sykursýki
- Fæðingargallar
- Eitlakrabbamein
laugardagur, 9. maí 2009
Alone again...naturally
Eða kannski ekki svo hættuleg. Mun samt sem áður skrifa hér um hættulega hluti, hvort sem þér líkar það eður ei. Vertu velkomin/-nn að lesa.
Eða eins og Frakkarnir segja, voilá!