miðvikudagur, 27. maí 2009

Coming home...

ÞAU KOMA HEIM Á MORGUN-LOKSINS!

Hlakka til að sjá ykkur öll (líka þig Slefsky mín).
Woohoo

Lover, you should've come over...

ÓNÓ...

sunnudagur, 24. maí 2009

Fabulously lazy...

Desidiosus og ignavus eru orð sem allir ættu að kannast við. Kannski ekki á latínu reyndar en ef við skyggnumst aðeins inn í þýðingu þessara orða þá þýða þau bæði tvö orð sem allir komast hjá að nota um sjálfan sig; Leti/Latur/Löt.





Leti er skilgreind sem tregða til að gera eitthvað eða reyna á sig, þrátt fyrir að hafa tökin á að gera það. Orðið er oft notað í neikvæðri merkingu og krónísk leti getur verið vísir að einhverju meira, eins og þunglyndi.

ÞÚ hefur líklegast oft notað setningar eins og: ,,Djöfull er ég latur/löt" og ,,Ég er að deyja úr leti". Hver kannast ekki við þetta? En þó þú segir þetta, þá er merkingin á bakvið þetta engin geimvísindi. Orðið er líka notað á mismunandi hátt. Við getum verið með manneskju sem er á fullu alla daga, allan daginn og loksins þegar hún fær frí, þá er hún (manneskjan) bara orðin löt á að vera aðgerðarlaus í 10 mín. Hin manneskjan er sú sem gerir ekki skít, hangir bara heima eða að heiman, aðgerðarlaus alla daga og allan daginn. Munurinn á þessum manneskjum er sá að týpa nr. 1 notar setninguna oftar en týpa nr. 2.

Málið er að latt fólk viðurkennir sjaldan að það sé latt. Svipað með feitt fólk og grannt fólk. Maður heyrir mun oftar granna fólkið segja ,,oh ég er svo feit/-ur". Fyndið?

En er ekki leyfilegt að vera latur/löt af og til? Hafa ekki allir gott af hæfilegri leti?

Persónulega finnst mér leti hundleiðinleg og ég endist aldrei í að gera ekki neitt. Ef ég hef ekkert að gera eða þarf ekki að gera neitt, þá finn ég mér e-ð til að hafa fyrir stafni, jafnvel þó það sé að þurrka af inni hjá mér (ehh)...

Svo er það oft sem mig langar að gera alveg helling en nenni ekki að byrja. Þá þarf ég oft ágætt spark í rassinn til að koma mér af stað, sparkírass og ég fer í málið.

Sumt fólk er samt bara latt að eðlisfari og nennir engu. Nöldra yfir öllu sem það á að gera eða gerir...ég fíla ekki svona hugsunar- og lifnaðarhátt.

En leti er merkileg athöfn og heilög fyrir sumum. Ætli þetta hafi ekki verið rannsakað inn að beini, hvað sé að vera latur og afhverju við verðum löt á einhverjum tímapunkti. Jú...ég geri ráð fyrir því. According to new study laziness KILLS.



Ég veit ekki með þig, en ég ætla ekki að byrja nýja viku á leti. Sunnudagar eru nú oft kallaðir letidagar. Hvernig væri að afnema þetta nafn...ég fer í málið (sparkírass).

Út með leti og inn með...


jah, segð þú mér.

Over and out,

ERS

miðvikudagur, 20. maí 2009

And we'd left our love in our summer skin...

Stella McCartney, qui es in caelis...






Hver segir svo að sumartíska sé leiðinleg?

-ER

laugardagur, 16. maí 2009

Hold me closer tiny dancer...

Dans. Þetta orð sem samsett er af einungis 4 stöfum merkir svo miklu meira en það gefur til kynna. Ef þú hugsar um dans hvað sérðu þá fyrir þér? Sérðu mann með kúrekahatt og fingurna krækta í beltið? Sérðu mann og konu dansa ástríðufullan salsa dans? Sérðu píu á súlu vera að leika listir? Eða sérðu einfaldlega manneskju vera að "poppa"?

Eins og þú sérð eru þetta bara örlítið brot af því sem dans hefur upp á að bjóða. Hann er ekki bara frábær líkamsrækt, heldur drulluskemmtilegur. Þó er misjafnt hvernig dansstíl fólk hefur áhuga á. 

Allt mitt líf hef ég elskað að dansa, byrjaði e-ð um 4ra ára aldurinn í þessum sígildu barnadönsum sem síðar meir færðist í samkvæmisdansa. Ég var á mjög viðkvæmum aldri þegar ég átti að byrja dansa við strák og hætti þegar kom að því, haha! Þá sneri ég mér að jazzballettinum hjá Emilíu og þar hafði ég alveg fundið minn dansstíl þar til við áttum að sýna á sviðinu í Félagsbíó. Við vorum með 2 dansa og í öðrum áttum við að vera kisur og vorum í viðeigandi búning en í hinum vorum við allar Andrés Önd. Þá vorum við með stóran appelsínugulan pappírsgogg og stél sem var búið að útbúa fyrir okkur. Ég var greinilega krakki með ákveðnar skoðanir og vildi ekki láta sjá mig í þessu hallærislega átfitti (fashion sense-ið kom fljótt I guess...). Ég fór á sviðið með fýlusvip og krosslagðar hendur, tók gogginn niður og stóð grafkyrr meðan hinar dönsuðu. Mamma var líklegast mjög sátt við þessa frammistöðu mína og reyndi e-ð að koma mér til að dansa. Ekki séns. Ég var of kúl til að klæðast goggi og stéli. 

Eftir þessa reynslu mína fór ég svo bara í körfubolta (ég á það til að sveifla áhugasviðinu í ýmsar áttir). En meðan ég æfði körfu fór ég á ýmis dansnámskeið, samkvæmisdansa, hip hop, break, afró og sitthvað fleira. Eftir að ég hætti í körfunni leitaði ég í gamla tímann og byrjaði í jazzballett. Það var mikil gleði hér á bæ þegar Bryndís Einars ákvað að stofna Ballettakademíuna uppi á velli og ég hikaði ekki við að skrá mig. Ég elska þessa tíma sem eru því miður bara einu sinni í viku en dansinn hefur svo góð áhrif á alla. 

Ég mæli með því að allir skelli sér í einhvers konar dans og finnið hvað hann gerir fyrir ykkur...

Læt fylgja með vídjó af sjúklega klárum "poppurum"...er til "popp" námskeið?






Til hamingju allir sem eru búnir með prófin og gleðilegt sumarfrí!!!!

Edda Rósie Waits kveður.

mánudagur, 11. maí 2009

Me and my sneakers...

"These boots are made for walking, and that's just what they'll do, one of these days these boots are gonna walk all over you..."

 

Nei í dag erum við ekki að tala um klossa eða stígvél og enginn ætlar að labba yfir þig, svo alveg róleg/-ur. Við ætlum að sigla í áttina að strigaskónum, the one and only. Annað orð yfir strigaskó en sneakers er plimsoll. Hversu merkilegt er það? Getið þið ímyndað ykkur hafa alltaf sagt plimsoll í staðinn fyrir sneakers? Haha ekki ég. Plimsoll... ég sé fyrir mér feitan sjómann sem borðar sardínur í jógúrt.

En einsog svo margt annað, eiga strigaskórnir sér sögu. Viljið þið heyra?

Já ég vissi það...spenningurinn leynir sér ekki. Sögutími hefst:

Seint á 18. öld gekk fólk um í skóm með grófum gúmmísólum og ekki var greint á milli hægri og vinstri fótar. Í kringum 1892 fann gúmmífyrirtæki í USA upp nýja tegund af gúmmí sem var þægilegra og var sett saman við striga. Þessir skór voru kallaðir Keds. Um 1917 var svo farið að framleiða þessa tegund af skóm og nafninu breytt í "sneakers". 

Nafnið "sneakers" varð til vegna þess hve hljóðlátir skórnir voru. "...a person wearing them could sneak up on someone". Snilld.

Þar var svo sama ár að Marquis Converse framleiddi skó sem einungis voru hugsaðir fyrir körfubolta. Þarna komu til sögunnar Converse...wait for it....All-Stars. Það var svo körfuboltamaðurinn kunnugi Chuck Taylor sem aðhylltist skóna árið 1923 og gerði skóna að mest seldu körfuboltaskónum í mörg ár á eftir. 

Árið 1924 alþjóðavæddust þessar elskur og Adi nokkur Dassler hannaði skó sem fengu nafnið Adidas. We're getting there...Bróðir hans Adi, Rudi (foreldrarnir voru rímnaskáld) var ekki alveg að höndla alla þessa athygli sem Adi fékk, gerði sér lítið fyrir og stofnaði Puma. Score Adi og Rudi.

Strigaskórnir voru bara notaðir í íþróttir en það var ekki fyrren um 1950 að unglingar fóru að sjá vonargeislann í þessari hönnun og skelltu þessu í tísku. Hi5. James Dean hjálpaði líka til þar sem hann klæddist strigaskóm í myndinni Rebel without a cause.

1984 skrifaði Michael Jordan svo undir samning við Nike og þá fór allt á flug aftur. 

(Hér á að koma mynd af fyrstu strigaskónum sem ég finn ekki á netinu...sorry kids)




Fyrstu Air Jordan skórnir. Gleymi því ekki þegar ég var 8 ára og fékk mína fyrstu Jordan skó. Ég elskaði þá svo innilega, alveg þartil litla systir fékk hvíta blómaskó með blikkljósum. Þá voru Jordan skórnir bara eins og hver annar gúmmísóli.



Skórnir sem ég ætla fá mér fyrir sumarið. Lovely.


Þessa hefur mig langað í síðan síðasta haust, en hvergi fengust þeir í USA. Ef e-r veit hvar ég get keypt þá, endilega call-me!



Þessir eru frekar töff svei mér þá.

Og þessir líka...mmm


Sá þessa úti. See-through úr plasti. Öðruvísi og töff...en bara á mynd.





Þessir eiga að koma á markað í apríl...eeh já sem er búinn. Kaching!!

Hver segir svo að sögustund sé leiðinleg? -Allavega ekki þegar hún endar með að hugurinn fari á flug...og verslar skó án leyfis eigandans (eigandinn leyfir huganum allt sem snýr að skóm).

Edda Rós kveður sjálfstætt-hugsandi hugann sinn og ykkur í bili.

sunnudagur, 10. maí 2009

You're poison running through my veins...


E414, E422, E543, Exx... E-in öll.

Hefur þú velt því fyrir þér hvað maturinn/drykkurinn sem þú neytir inniheldur? Þú gerir þér kannski grein fyrir að skyr sé unnið úr undanrennu, gerlum og bragðefnum, það er að segja ef þú lest á umbúðirnar. 

Síðustu árin hef ég dottið svolítið inn í þennan pakka, að lesa alltaf hvað það sem ég borða inniheldur. Ég hef reyndar ekkert pælt mikið í þessu sem ég er að lesa fyrr en síðustu mánuði. Svo ég taki nú bara dæmið með skyrið að þá finnst mér frekar dúbíus að lesa að skyr inniheldur undanrennu, ostaherði og bragðefni. BRAGÐEFNI? Hvað segir það mér? 

Svo ég vitni í lög númer 587/1993, 1.kafla, 3.gr. þá eru bragðefni skilgreind svo:

1. Bragðefni eru bragðgefandi efni, bragðefnablöndur, hitameðhöndluð bragðefni, reykbragðefni eða blöndur af þeim.

5.gr. laganna segir hins vegar:

Ef talið er að bragðefni geti valdið heilsutjóni eða brjóti í bága við ákvæði þessarar reglugerðar getur Hollustuvernd ríkisins takmarkað tímabundið eða bannað notkun efnisins.

Enn merkilegra. En merkilegast af þessu öllu er 6.gr. sem segir meðal annars:

Umbúðir fyrir bragðefni, sem boðin eru til sölu í verslunum og ætluð eru til heimilisnota, skulu merktar á íslensku, ensku eða norðurlandamáli öðru en finnsku[...]. Á umbúðum skulu vera eftirfarandi upplýsingar:

[...]b) orðið "bragðefni" eða nánari skilgreining eða lýsing á vörunni;

Hvað finnst ykkur um þetta?

Þar sem mér finnst einstaklega gaman að tjá mig, finnst mér þetta fáránlegt. Að á vörunni sem ég er að neyta standi bara "bragðefni" og ekkert um það meir. Hvers konar bragðefni er verið að tala um? Er verið að tala um aspartam? Eða acesulfame k? Ef svo er, brýtur það ekki í bága við 5.gr. laganna sem segja svo fallega frá því að ef talið er að efni geti valdið heilsutjóni geti Hollustuvernd ríkisins takmarkað tímabundið eða bannað notkun efnisins?

Ég veit ekki betur en aspartam valdi (geti valdið-innskot lesenda) gríðarlegu heilsutjóni, meðal annars:
  • MS (Multipe sclerosis) eða heila- og mænusigg
  • Parkinson 
  • Alzheimers 
  • Vefjagigt
  • Liðagigt
  • Fjölofnæmi 
  • Síþreyta
  • Athyglisbrestur
  • Kvíðaraskanir
  • Þunglyndi og aðrir geðsjúkdómar
  • Sykursýki 
  • Fæðingargallar
  • Eitlakrabbamein
ER ÞETTA EKKI NÆGT HEILSUTJÓN SVO HOLLUSTUVERND RÍKISINS FARI AÐ OPNA Á SÉR KJAFTINN?

En þar sem aspartame er E efni (E951), þá telst það ekki til bragðefnis samkvæmt lögunum. Ef e-rt bragðefnanna er E efni, þá þarf að taka það sérstaklega fram. Ætli þessu sé fylgt eftir?

Ég hef lesið ótrúlega margar bloggfærslur þar sem aspartame er rætt. Þá er svoleiðis drullað yfir þetta efni og hér er ekkert lát á. Þetta er dauðaefni og algjört eitur.

En það sem ég vildi nú helst ræða væri hvað færi í taugarnar á mér að "bragðefnin" á vörunni séu oft ekki skilgreind. Fíla ekki svona vinnubrögð.

Svo er annað mér ofarlega í huga. Tyggjó. Ókei, ég er mikil tyggjófíkill og hef lengi verið. Mér finnst gott að fá mér tyggjó ef ég kemst ekki í tannburstann minn og líka ef mig vantar e-ð smá bragð. Í menntaskóla át ég heilan EXTRA tyggjópakka á dag í 3 ár. Góðan daginn heilagur Jesú, Pétur og María með. Á þeim tíma gerði ég mér ekki grein fyrir að þessi tegund tyggjós innihélt aspartame.


ÓGEÐ

En í dag er öldin önnur og síðustu ferðir mínar í Fríhöfnina hafa ekki endað með tyggjókartonkaupum. Ég tel þetta gríðarlega tyggjóát mitt hafa orsakað minnisleysi og ég tala nú ekki um athyglisbrest. Síþreytan kemur sterk inn líka.

Ég fékk hálfgert sjokk, en eftir að ég jafnaði mig á því ákvað ég að fara í leiðangur. Núna um áramótin fórum við til San Diego og í Target (að sjálfsögðu). Þar var heill veggur af mismunandi tyggjótegundum og ég tók mér góðan tíma í að lesa aftan á hverja einustu tegund. Í öllu helvítis (afsakið orðbragðið) tyggjóinu var aspartame. Eruð þið ekki að grínast? ALLT tyggjó er sugar-free og inniheldur eitur. Frábært, þetta eru æðislegar fréttir fyrir tyggjófíkla. 

Hinum megin við vegginn var annars konar tyggjó sem innihélt ekki aspartame en sykur í staðinn og þau tyggjóbrögð (?) sem voru í boði voru öll frekar væmin, svona bubblegum og þetta ógeð. Ég vil myntutyggjó sem inniheldur ekki aspartame...hversu erfitt er að finna eitt stk svoleiðis? Ég bið nú ekki um mikið. Er þetta agave sýróp ekki að koma sterkt inn...hver verður fyrstur að framleiða agave tyggjó með myntubragði?

Pant kaupa.

Jæja komið gott í bili...

ekki verða aspartame að bráð og hugsið aðeins út í öll þessi "bragðefni" sem eru í vörunum sem þið neytið.

Edda Rós anti-aspartame sem þráir hollt tyggjó

laugardagur, 9. maí 2009

Alone again...naturally


Beware-I'm dangerous!
Eða kannski ekki svo hættuleg. Mun samt sem áður skrifa hér um hættulega hluti, hvort sem þér líkar það eður ei. Vertu velkomin/-nn að lesa.
Eða eins og Frakkarnir segja, voilá!


Edda Rós aka Rosie Waits