sunnudagur, 10. maí 2009

You're poison running through my veins...


E414, E422, E543, Exx... E-in öll.

Hefur þú velt því fyrir þér hvað maturinn/drykkurinn sem þú neytir inniheldur? Þú gerir þér kannski grein fyrir að skyr sé unnið úr undanrennu, gerlum og bragðefnum, það er að segja ef þú lest á umbúðirnar. 

Síðustu árin hef ég dottið svolítið inn í þennan pakka, að lesa alltaf hvað það sem ég borða inniheldur. Ég hef reyndar ekkert pælt mikið í þessu sem ég er að lesa fyrr en síðustu mánuði. Svo ég taki nú bara dæmið með skyrið að þá finnst mér frekar dúbíus að lesa að skyr inniheldur undanrennu, ostaherði og bragðefni. BRAGÐEFNI? Hvað segir það mér? 

Svo ég vitni í lög númer 587/1993, 1.kafla, 3.gr. þá eru bragðefni skilgreind svo:

1. Bragðefni eru bragðgefandi efni, bragðefnablöndur, hitameðhöndluð bragðefni, reykbragðefni eða blöndur af þeim.

5.gr. laganna segir hins vegar:

Ef talið er að bragðefni geti valdið heilsutjóni eða brjóti í bága við ákvæði þessarar reglugerðar getur Hollustuvernd ríkisins takmarkað tímabundið eða bannað notkun efnisins.

Enn merkilegra. En merkilegast af þessu öllu er 6.gr. sem segir meðal annars:

Umbúðir fyrir bragðefni, sem boðin eru til sölu í verslunum og ætluð eru til heimilisnota, skulu merktar á íslensku, ensku eða norðurlandamáli öðru en finnsku[...]. Á umbúðum skulu vera eftirfarandi upplýsingar:

[...]b) orðið "bragðefni" eða nánari skilgreining eða lýsing á vörunni;

Hvað finnst ykkur um þetta?

Þar sem mér finnst einstaklega gaman að tjá mig, finnst mér þetta fáránlegt. Að á vörunni sem ég er að neyta standi bara "bragðefni" og ekkert um það meir. Hvers konar bragðefni er verið að tala um? Er verið að tala um aspartam? Eða acesulfame k? Ef svo er, brýtur það ekki í bága við 5.gr. laganna sem segja svo fallega frá því að ef talið er að efni geti valdið heilsutjóni geti Hollustuvernd ríkisins takmarkað tímabundið eða bannað notkun efnisins?

Ég veit ekki betur en aspartam valdi (geti valdið-innskot lesenda) gríðarlegu heilsutjóni, meðal annars:
  • MS (Multipe sclerosis) eða heila- og mænusigg
  • Parkinson 
  • Alzheimers 
  • Vefjagigt
  • Liðagigt
  • Fjölofnæmi 
  • Síþreyta
  • Athyglisbrestur
  • Kvíðaraskanir
  • Þunglyndi og aðrir geðsjúkdómar
  • Sykursýki 
  • Fæðingargallar
  • Eitlakrabbamein
ER ÞETTA EKKI NÆGT HEILSUTJÓN SVO HOLLUSTUVERND RÍKISINS FARI AÐ OPNA Á SÉR KJAFTINN?

En þar sem aspartame er E efni (E951), þá telst það ekki til bragðefnis samkvæmt lögunum. Ef e-rt bragðefnanna er E efni, þá þarf að taka það sérstaklega fram. Ætli þessu sé fylgt eftir?

Ég hef lesið ótrúlega margar bloggfærslur þar sem aspartame er rætt. Þá er svoleiðis drullað yfir þetta efni og hér er ekkert lát á. Þetta er dauðaefni og algjört eitur.

En það sem ég vildi nú helst ræða væri hvað færi í taugarnar á mér að "bragðefnin" á vörunni séu oft ekki skilgreind. Fíla ekki svona vinnubrögð.

Svo er annað mér ofarlega í huga. Tyggjó. Ókei, ég er mikil tyggjófíkill og hef lengi verið. Mér finnst gott að fá mér tyggjó ef ég kemst ekki í tannburstann minn og líka ef mig vantar e-ð smá bragð. Í menntaskóla át ég heilan EXTRA tyggjópakka á dag í 3 ár. Góðan daginn heilagur Jesú, Pétur og María með. Á þeim tíma gerði ég mér ekki grein fyrir að þessi tegund tyggjós innihélt aspartame.


ÓGEÐ

En í dag er öldin önnur og síðustu ferðir mínar í Fríhöfnina hafa ekki endað með tyggjókartonkaupum. Ég tel þetta gríðarlega tyggjóát mitt hafa orsakað minnisleysi og ég tala nú ekki um athyglisbrest. Síþreytan kemur sterk inn líka.

Ég fékk hálfgert sjokk, en eftir að ég jafnaði mig á því ákvað ég að fara í leiðangur. Núna um áramótin fórum við til San Diego og í Target (að sjálfsögðu). Þar var heill veggur af mismunandi tyggjótegundum og ég tók mér góðan tíma í að lesa aftan á hverja einustu tegund. Í öllu helvítis (afsakið orðbragðið) tyggjóinu var aspartame. Eruð þið ekki að grínast? ALLT tyggjó er sugar-free og inniheldur eitur. Frábært, þetta eru æðislegar fréttir fyrir tyggjófíkla. 

Hinum megin við vegginn var annars konar tyggjó sem innihélt ekki aspartame en sykur í staðinn og þau tyggjóbrögð (?) sem voru í boði voru öll frekar væmin, svona bubblegum og þetta ógeð. Ég vil myntutyggjó sem inniheldur ekki aspartame...hversu erfitt er að finna eitt stk svoleiðis? Ég bið nú ekki um mikið. Er þetta agave sýróp ekki að koma sterkt inn...hver verður fyrstur að framleiða agave tyggjó með myntubragði?

Pant kaupa.

Jæja komið gott í bili...

ekki verða aspartame að bráð og hugsið aðeins út í öll þessi "bragðefni" sem eru í vörunum sem þið neytið.

Edda Rós anti-aspartame sem þráir hollt tyggjó

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Góð pæling ;-) mundi samt vilja sjá þar sem þú talar um að aspartam "veldur" þessu og hinu, að þar stæði "getur valdið", án þess að ég sé að taka upp hanskann fyrir efnið.
Bara svona smá tips og svo langaði mér að vera fyrst að kommenta á nýju síðunni ;-)
Luv momsa.

Nafnlaus sagði...

Nahæææs, líst strax vel á þetta blogg..
Aspatam viðbjóður..
Heiða