"These boots are made for walking, and that's just what they'll do, one of these days these boots are gonna walk all over you..."
Nei í dag erum við ekki að tala um klossa eða stígvél og enginn ætlar að labba yfir þig, svo alveg róleg/-ur. Við ætlum að sigla í áttina að strigaskónum, the one and only. Annað orð yfir strigaskó en sneakers er plimsoll. Hversu merkilegt er það? Getið þið ímyndað ykkur hafa alltaf sagt plimsoll í staðinn fyrir sneakers? Haha ekki ég. Plimsoll... ég sé fyrir mér feitan sjómann sem borðar sardínur í jógúrt.
En einsog svo margt annað, eiga strigaskórnir sér sögu. Viljið þið heyra?
Já ég vissi það...spenningurinn leynir sér ekki. Sögutími hefst:
Seint á 18. öld gekk fólk um í skóm með grófum gúmmísólum og ekki var greint á milli hægri og vinstri fótar. Í kringum 1892 fann gúmmífyrirtæki í USA upp nýja tegund af gúmmí sem var þægilegra og var sett saman við striga. Þessir skór voru kallaðir Keds. Um 1917 var svo farið að framleiða þessa tegund af skóm og nafninu breytt í "sneakers".
Nafnið "sneakers" varð til vegna þess hve hljóðlátir skórnir voru. "...a person wearing them could sneak up on someone". Snilld.
Þar var svo sama ár að Marquis Converse framleiddi skó sem einungis voru hugsaðir fyrir körfubolta. Þarna komu til sögunnar Converse...wait for it....All-Stars. Það var svo körfuboltamaðurinn kunnugi Chuck Taylor sem aðhylltist skóna árið 1923 og gerði skóna að mest seldu körfuboltaskónum í mörg ár á eftir.
Árið 1924 alþjóðavæddust þessar elskur og Adi nokkur Dassler hannaði skó sem fengu nafnið Adidas. We're getting there...Bróðir hans Adi, Rudi (foreldrarnir voru rímnaskáld) var ekki alveg að höndla alla þessa athygli sem Adi fékk, gerði sér lítið fyrir og stofnaði Puma. Score Adi og Rudi.
Strigaskórnir voru bara notaðir í íþróttir en það var ekki fyrren um 1950 að unglingar fóru að sjá vonargeislann í þessari hönnun og skelltu þessu í tísku. Hi5. James Dean hjálpaði líka til þar sem hann klæddist strigaskóm í myndinni Rebel without a cause.
1984 skrifaði Michael Jordan svo undir samning við Nike og þá fór allt á flug aftur.
(Hér á að koma mynd af fyrstu strigaskónum sem ég finn ekki á netinu...sorry kids)
Fyrstu Air Jordan skórnir. Gleymi því ekki þegar ég var 8 ára og fékk mína fyrstu Jordan skó. Ég elskaði þá svo innilega, alveg þartil litla systir fékk hvíta blómaskó með blikkljósum. Þá voru Jordan skórnir bara eins og hver annar gúmmísóli.
Skórnir sem ég ætla fá mér fyrir sumarið. Lovely.
Þessa hefur mig langað í síðan síðasta haust, en hvergi fengust þeir í USA. Ef e-r veit hvar ég get keypt þá, endilega call-me!
Þessir eru frekar töff svei mér þá.
Og þessir líka...mmm
Sá þessa úti. See-through úr plasti. Öðruvísi og töff...en bara á mynd.
Þessir eiga að koma á markað í apríl...eeh já sem er búinn. Kaching!!
Hver segir svo að sögustund sé leiðinleg? -Allavega ekki þegar hún endar með að hugurinn fari á flug...og verslar skó án leyfis eigandans (eigandinn leyfir huganum allt sem snýr að skóm).
Edda Rós kveður sjálfstætt-hugsandi hugann sinn og ykkur í bili.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli