Eins og þú sérð eru þetta bara örlítið brot af því sem dans hefur upp á að bjóða. Hann er ekki bara frábær líkamsrækt, heldur drulluskemmtilegur. Þó er misjafnt hvernig dansstíl fólk hefur áhuga á.
Allt mitt líf hef ég elskað að dansa, byrjaði e-ð um 4ra ára aldurinn í þessum sígildu barnadönsum sem síðar meir færðist í samkvæmisdansa. Ég var á mjög viðkvæmum aldri þegar ég átti að byrja dansa við strák og hætti þegar kom að því, haha! Þá sneri ég mér að jazzballettinum hjá Emilíu og þar hafði ég alveg fundið minn dansstíl þar til við áttum að sýna á sviðinu í Félagsbíó. Við vorum með 2 dansa og í öðrum áttum við að vera kisur og vorum í viðeigandi búning en í hinum vorum við allar Andrés Önd. Þá vorum við með stóran appelsínugulan pappírsgogg og stél sem var búið að útbúa fyrir okkur. Ég var greinilega krakki með ákveðnar skoðanir og vildi ekki láta sjá mig í þessu hallærislega átfitti (fashion sense-ið kom fljótt I guess...). Ég fór á sviðið með fýlusvip og krosslagðar hendur, tók gogginn niður og stóð grafkyrr meðan hinar dönsuðu. Mamma var líklegast mjög sátt við þessa frammistöðu mína og reyndi e-ð að koma mér til að dansa. Ekki séns. Ég var of kúl til að klæðast goggi og stéli.
Eftir þessa reynslu mína fór ég svo bara í körfubolta (ég á það til að sveifla áhugasviðinu í ýmsar áttir). En meðan ég æfði körfu fór ég á ýmis dansnámskeið, samkvæmisdansa, hip hop, break, afró og sitthvað fleira. Eftir að ég hætti í körfunni leitaði ég í gamla tímann og byrjaði í jazzballett. Það var mikil gleði hér á bæ þegar Bryndís Einars ákvað að stofna Ballettakademíuna uppi á velli og ég hikaði ekki við að skrá mig. Ég elska þessa tíma sem eru því miður bara einu sinni í viku en dansinn hefur svo góð áhrif á alla.
Ég mæli með því að allir skelli sér í einhvers konar dans og finnið hvað hann gerir fyrir ykkur...
Læt fylgja með vídjó af sjúklega klárum "poppurum"...er til "popp" námskeið?
Til hamingju allir sem eru búnir með prófin og gleðilegt sumarfrí!!!!
Edda Rósie Waits kveður.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli