miðvikudagur, 5. maí 2010

You say yes, I say no, you say stop, I say go go GO!

„Afsakið hlé“ hefur verið við lýði síðustu daga/vikur.

Af
sa
ki
ð

Núna er hið langþráða sumarfrí runnið upp. Hvar er sólin?

Það er fátt meira heillandi en strákar sem kunna að klæða sig. Það er oft mikill misskilningur hjá strákum að ef aðrir strákar hafa áhuga á tísku eða hafa skoðanir á því hverju þeir klæðast að þeir séu fags.

Raunin er önnur. Svo framarlega sem þeir fara ekki overboard í tískupælingum, undirbúningi og smáatriðaspeglaskoðunum, þá er allt í toppmálum.

All Saints kann sko heldur betur að klæða sína viðskiptavini. Ég er nú vön því að skoða bara Women's section en ákvað að athuga hvað þeir bjóða upp á fyrir herrana. Þeir þurfa jú líka að lúkka töff.



(myndin er fáránlega lítil ég veit) Mér finnst oft flott að sjá stráka með klúta en sumum tekst engan veginn að púlla þá. Hvort það sé að þeir kunna ekki að nota þá rétt eða eru bara einfaldlega ekki klútamanneskjur, veit ég ekki. (Veit fátt ljótara en strákar með of lítinn trefil t.d.)
Smá used-look.

Elska þegar strákum tekst að ganga í svona skóm, án þess það líti asnalega út.
Fullkomnar sumarbuxur! Má jafnvel bretta þær smá upp við lága strigaskó (eða háa, for that matter)
Skór segja ótrúlega mikið um stráka. Þetta er eitt af því fyrsta sem margar stelpur taka eftir. (ef ekki fyrsta, þá annað, þriðja, etc)
Þessi skyrta heitir SUMAR.
Very nice.
Allir strákar ættu að eiga cardigan, það lögmál á jafnmikinn rétt á sér og 1+1=2!




Bolir með flottu prenti. Like.


Já folks, svona vill All Saints að strákarnir líti út þetta sumarið. Það er svo undir ykkur komið að velja og hafna þeim tískuráðleggingum. En endilega skapið karakter með fatavalinu, það er mun meira heillandi en ykkur grunar!

ERS

3 ummæli:

Ester sagði...

Ohh djís, ég er búin að reyna í þrjú ár að koma bróður þínum í cardigan.. ekki séns.

EddaRósSkúla sagði...

Haha já ég held hann sé þrjóskasti maður á Íslandi hvað varðar breytingu í fatavali!

Nafnlaus sagði...

ússs langar að éta stráka í flottum fötum...möff möff ;)
-Ellen Agata