fimmtudagur, 24. júní 2010

Can I have your attention please...

Ég er komin með smá bloggleiða elsku vinir og ætla því að taka mér pásu í sumar.

Allavega í svona mánuð.

Ekki vera leið - komiði bara í Hallgeirsey og hafið gaman!


Edda Rós sem verður fjarverandi í mánuð.

föstudagur, 18. júní 2010

And he strikes again...


Já, uppáhald Gehry kemur sífellt skemmtilega á óvart!

Núna síðast var hann að skila frá sér Rannsóknarhúsnæði á heilasjúkdómum sem eru tengdir minni. Byggingin er staðsett í Las Vegas.

Hann er áfram með sitt touch á hönnun húsnæðisins og gerir þetta einstaklega vel.

Falleg bygging sem mig langar að sjá með berum augum! Væri ekki svo vitlaust að láta rannsaka minnið í mér í leiðinni (ekki veitir af).







Lou Ruvo Center for Brain Health

Myndirnar voru teknar af Matthew Carbone og ég vona að ég megi nota þær hérna til að sýna ykkur. Ef ekki, þá bið ég manninn afsökunar.

Góða helgi þið öll!

ERS

þriðjudagur, 15. júní 2010

Auglýsingar sem áhrifavaldar...

Mér finnst ótrúlega gaman að spá í auglýsingum. Af hverju eru hlutir auglýstir á ákveðinn hátt? Hvað er það sem nær til áhorfenda?

Þú getur verið með auglýsingu sem vekur engan áhuga en um leið og þú bætir inn litlu smáatriði, þá breytist allt. Fólk í auglýsingabransanum reynir oft að dansa þarna á línunni og þarf að huga að svo ótrúlega mörgu þegar kemur að auglýsingagerð.

Best er að auglýsingin sé skapandi. Það er samt ekki nóg, heldur þarf hún að selja líka.

Hér koma 2 sem eru að mínu mati skapandi og óvenjulegar.



Hahaha. Þessi ætti að sitja eftir í einhverjum. En hún var bönnuð í sjónvarpi. Vesen.




Svo finnst mér þessi áhugaverð. Í markaðsfræði er þetta samt ákveðin tegund auglýsinga, þar sem þú vekur athygli á samkeppnisaðilanum. Það á að gera þinni vöru gott en það markmið næst ekki alltaf.


Edda Rós Auglýsing Út

miðvikudagur, 9. júní 2010

Á leið til ÚT-landa?

Ég er ein þeirra mörgu Suðurnesjabúa sem vinna í flugstöðinni. Við erum hálfpartinn eins og lítil fjölskylda sem talar sama tungumálið. Allir í stöðinni vita hvernig systemið virkar og meira að segja skúringakonurnar geta svarað farþegum spurningum eins og: Where is the tax refund? (sem er ein sú vinsælasta í bransanum).

Það eru samt svo ótrúlega margir aðilar sem koma að því að gera flugvallarupplifun þína að ævintýri; Fólkið sem innritar þig í flugið, öðlingarnir í security-checkinu sem strípa þig (hér dugar ekkert að setja upp hvolpaaugun svo þú getir sleppt því að taka að þér beltið sem tekur btw 10 mín). Það er bara: úr öllu! Það eru samt allir jafn kjánalegir og því engin leið að halda kúlinu. Svo erum við með fríhafnarfólkið sem selur þér rétta ilminn í utanlandsferðina, réttu vodkaflöskuna og tannkremið sem þú gleymdir að pakka. Við gerum ráð fyrir að þú viljir fá þér e-ð í svanginn og jújú, þær eru til taks dömurnar sem afgreiða matinn ofan í þig. Þá liggur leið þín í 66°N í íslensku deildina til að færa ættingjum erlendis e-ð íslenskt til að hengja upp á vegg. Ekki má svo gleyma blaðabúðinni sem er algjör bjargvættur-ég fer allavega ekki til útlanda án þess að splæsa í rándýrt magazine, hvað með þig?

Á leiðinni út á hlið mætirðu svo nokkrum öryggisvörðum sem sjá til þess að beltið sem þú klæddir af þér áðan sé komið á sinn stað. Á þessari leið ertu að sjálfsögðu sötrandi ískaffi frá Kaffitár og dáist að fallega hringnum sem þú keyptir í Leonard.

Ég varð aðeins of carried-away í þessu ævintýri gegnum flugstöðina að ég gleymi að segja ykkur ákjósanlega hegðun í innritun. Þar vinn ég ásamt mínum bestu vinkonum og við höfum allar tekið eftir því að það má margt betur fara. Þar komið þið inn í elsku fólk.

En hvernig hegðar maður sér í innritun á flugvöllum?

  • Mættu.
  • Farðu eins og hinn siðprúðasti Íslendingur í röð (reynum að sýna útlendingunum að við kunnum að fara í fallegar raðir eins og þeir).
  • Ekki vera með dólgslæti í röðinni og pota í aðra farþega. Það getur verið pirrandi.
  • Fylgstu með þegar röðin kemur að þér. Þú ert nú búin/-nn að bíða það lengi, er ekki málið að drífa þetta bara af?
  • Bjóddu góðan dag.
  • Þegar þú ert spurð/-ur hvert þú ert að fara, þá er vel þegið að fá bara einfalt svar. Dæmi: Kaupmannahafnar. Þú þarft ekkert að segja: Til Kóngsins Köben maður, þar sem hlutirnir gerast. Í seinna tilfellinu fer sú sem innritar þig mjög líklega að hlæja og þjáist af kjánahrolli. Þetta veldur mikilli seinkunn.
  • Ef þú ætlar að tékka inn tösku, þá er best að setja hana bara strax á hliðina á farangursbandið og láta handfangið vísa upp svo hægt sé að líma þar á töskumiða.
  • Vertu búin/-nn að taka af alla gamla töskumiða og ástarbréf sem hanga utan á töskunni. Þau tryggja ekki að farangurinn komist alla leið (eins og þú sjálf/-ur eftir ástarbréfið).
  • Réttu fram vegabréfið en ekki útprentaða bókun nema þú sért sérstaklega beðin/-nn um það.
  • Reyndu að forðast að heita fyndnum og öfugsnúnum nöfnum. Dæmi: Harry Potter, Drengur (hvert ert þú að fara í dag Drengur?), Ding Dong eða Willipoff. Þetta skapar mikinn hlátur, vandræðalegheit og miklar tafir í innritun. Það gæti farið svo að taskan þín endi ekki á réttum stað...jafnvel.
  • Þegar þú réttir fram vegabréfið, forðastu að skjóta fram kommentum eins og: Þetta er kjééélllinn. Eða: ég var ógissslega ljót þegar myndin var tekin sko. Eða: shjitt hvað ég var fullur á myndinni. Ekki töff.
  • Vertu kurteis. Skjóttu jafnvel fram eins og 1 brandara. Þá færðu bókað betra sæti.
  • Ertu með yfirvigt? Toooo bad. Pakkaðu létt, það gerir öllum auðveldara fyrir. Nema þú ert að flytja að sjálfsögðu, þá er voða vinsælt að vera með 3 töskur troðfullar af bókum um grísku Guðina.
  • Ekki reyna að nýta þér að þú sért fræg/-ur. Hér eru allir jafnir..Eeehhee
  • Reyndu að forðast að tala í símann meðan þú ert innrituð/-aður. Það kemur í veg fyrir rugling.
  • Eftir innritun er skynsamlegt að fylgjast með skjáunum í brottfararsal til að vita hvenær þú átt að vera mætt/-ur upp á hlið og á hvaða hlið.
  • Ef vélin þín á að fara í loftið klukkan 07:00, þá þýðir lítið að mæta að hliði klukkan 06:59 og segja: En vélin fer ekki fyrr en 07:00!!! Þú ert ekki sá eina/eini sem heimurinn snýst um. Hvað þá ein flugvél.
  • Vinkaðu flugstöðinni bless um leið og þú ferð í loftið og þakkaðu fyrir góða þjónustu. Þú hefðir ekki komist til útlanda án hennar.

Eruð þið með þetta á hreinu núna?


Þessi er greinilega búinn að lesa bloggið og orðinn PRO.



Hlakka til að sjá ykkur sem innritunar-qualified-farþega.

Bon Voyage!

ERS