miðvikudagur, 9. júní 2010

Á leið til ÚT-landa?

Ég er ein þeirra mörgu Suðurnesjabúa sem vinna í flugstöðinni. Við erum hálfpartinn eins og lítil fjölskylda sem talar sama tungumálið. Allir í stöðinni vita hvernig systemið virkar og meira að segja skúringakonurnar geta svarað farþegum spurningum eins og: Where is the tax refund? (sem er ein sú vinsælasta í bransanum).

Það eru samt svo ótrúlega margir aðilar sem koma að því að gera flugvallarupplifun þína að ævintýri; Fólkið sem innritar þig í flugið, öðlingarnir í security-checkinu sem strípa þig (hér dugar ekkert að setja upp hvolpaaugun svo þú getir sleppt því að taka að þér beltið sem tekur btw 10 mín). Það er bara: úr öllu! Það eru samt allir jafn kjánalegir og því engin leið að halda kúlinu. Svo erum við með fríhafnarfólkið sem selur þér rétta ilminn í utanlandsferðina, réttu vodkaflöskuna og tannkremið sem þú gleymdir að pakka. Við gerum ráð fyrir að þú viljir fá þér e-ð í svanginn og jújú, þær eru til taks dömurnar sem afgreiða matinn ofan í þig. Þá liggur leið þín í 66°N í íslensku deildina til að færa ættingjum erlendis e-ð íslenskt til að hengja upp á vegg. Ekki má svo gleyma blaðabúðinni sem er algjör bjargvættur-ég fer allavega ekki til útlanda án þess að splæsa í rándýrt magazine, hvað með þig?

Á leiðinni út á hlið mætirðu svo nokkrum öryggisvörðum sem sjá til þess að beltið sem þú klæddir af þér áðan sé komið á sinn stað. Á þessari leið ertu að sjálfsögðu sötrandi ískaffi frá Kaffitár og dáist að fallega hringnum sem þú keyptir í Leonard.

Ég varð aðeins of carried-away í þessu ævintýri gegnum flugstöðina að ég gleymi að segja ykkur ákjósanlega hegðun í innritun. Þar vinn ég ásamt mínum bestu vinkonum og við höfum allar tekið eftir því að það má margt betur fara. Þar komið þið inn í elsku fólk.

En hvernig hegðar maður sér í innritun á flugvöllum?

  • Mættu.
  • Farðu eins og hinn siðprúðasti Íslendingur í röð (reynum að sýna útlendingunum að við kunnum að fara í fallegar raðir eins og þeir).
  • Ekki vera með dólgslæti í röðinni og pota í aðra farþega. Það getur verið pirrandi.
  • Fylgstu með þegar röðin kemur að þér. Þú ert nú búin/-nn að bíða það lengi, er ekki málið að drífa þetta bara af?
  • Bjóddu góðan dag.
  • Þegar þú ert spurð/-ur hvert þú ert að fara, þá er vel þegið að fá bara einfalt svar. Dæmi: Kaupmannahafnar. Þú þarft ekkert að segja: Til Kóngsins Köben maður, þar sem hlutirnir gerast. Í seinna tilfellinu fer sú sem innritar þig mjög líklega að hlæja og þjáist af kjánahrolli. Þetta veldur mikilli seinkunn.
  • Ef þú ætlar að tékka inn tösku, þá er best að setja hana bara strax á hliðina á farangursbandið og láta handfangið vísa upp svo hægt sé að líma þar á töskumiða.
  • Vertu búin/-nn að taka af alla gamla töskumiða og ástarbréf sem hanga utan á töskunni. Þau tryggja ekki að farangurinn komist alla leið (eins og þú sjálf/-ur eftir ástarbréfið).
  • Réttu fram vegabréfið en ekki útprentaða bókun nema þú sért sérstaklega beðin/-nn um það.
  • Reyndu að forðast að heita fyndnum og öfugsnúnum nöfnum. Dæmi: Harry Potter, Drengur (hvert ert þú að fara í dag Drengur?), Ding Dong eða Willipoff. Þetta skapar mikinn hlátur, vandræðalegheit og miklar tafir í innritun. Það gæti farið svo að taskan þín endi ekki á réttum stað...jafnvel.
  • Þegar þú réttir fram vegabréfið, forðastu að skjóta fram kommentum eins og: Þetta er kjééélllinn. Eða: ég var ógissslega ljót þegar myndin var tekin sko. Eða: shjitt hvað ég var fullur á myndinni. Ekki töff.
  • Vertu kurteis. Skjóttu jafnvel fram eins og 1 brandara. Þá færðu bókað betra sæti.
  • Ertu með yfirvigt? Toooo bad. Pakkaðu létt, það gerir öllum auðveldara fyrir. Nema þú ert að flytja að sjálfsögðu, þá er voða vinsælt að vera með 3 töskur troðfullar af bókum um grísku Guðina.
  • Ekki reyna að nýta þér að þú sért fræg/-ur. Hér eru allir jafnir..Eeehhee
  • Reyndu að forðast að tala í símann meðan þú ert innrituð/-aður. Það kemur í veg fyrir rugling.
  • Eftir innritun er skynsamlegt að fylgjast með skjáunum í brottfararsal til að vita hvenær þú átt að vera mætt/-ur upp á hlið og á hvaða hlið.
  • Ef vélin þín á að fara í loftið klukkan 07:00, þá þýðir lítið að mæta að hliði klukkan 06:59 og segja: En vélin fer ekki fyrr en 07:00!!! Þú ert ekki sá eina/eini sem heimurinn snýst um. Hvað þá ein flugvél.
  • Vinkaðu flugstöðinni bless um leið og þú ferð í loftið og þakkaðu fyrir góða þjónustu. Þú hefðir ekki komist til útlanda án hennar.

Eruð þið með þetta á hreinu núna?


Þessi er greinilega búinn að lesa bloggið og orðinn PRO.



Hlakka til að sjá ykkur sem innritunar-qualified-farþega.

Bon Voyage!

ERS

9 ummæli:

Bergey sagði...

Like á þetta blogg ;)

Davíð Þór sagði...

hahaha! getið þið ekki haft þessa punkta á skilti áður en fólk kemur að borðinu hjá ykkur - það væri eflaust sterkur leikur ;)

Nafnlaus sagði...

vúhú like á þett! hah :)
Ætla að bæta við einu! EKKI fara í sleik við innritunarborðið!
Já lenti í því í gærkvöldi svona líka ofur sleik hjá pari í kringum 50 ára PJÚK! :/

Sólveig Ó.

Nafnlaus sagði...

tímabær færsla Eddmundur

-Katrín

Ester sagði...

Eðalstöff Eddi.

Unknown sagði...

mm elska tax refund spurninguna mest! sérstaklega á kvöldin þegar bankinn er lokaður og ég hjálpa fólkinu að fylla út blöðin sín og setja umslagið í kassann.. og svo fékk ég kast um daginn í komusalnum þegar svona 40 Þjóðverjar biðu í röð við hraðbankann.. svo eru 2 hraðbankar frammi og bankinn opinn. Og alls staðar hægt að borga með korti á Íslandi! Algjör grey þessir illa upplýstu túristar..

en frábær færsla :)

karen lind sagði...

hahaha!!

10 thumbs up ;)

Aðalheiður sagði...

Við hjá bílaleigunum höldum stundum að það standi "Information" í staðin fyrir Avis eða Budget !

-Tax refund
-Bankinn
-Bus
-Og besta spurningin ..hvernig kemst ég up ?!?

P.s ég leigði Ding Dong Dong bíl. Ég átti mjöög erfitt með að halda hlátrinu inni !

Edda Rós Skúladóttir sagði...

Hahaha já það er yndislegt lífið uppá flugvelli :)