þriðjudagur, 15. febrúar 2011

Ljótukjólaveisla!

Mér er flökurt. Ég tel mig samt vera mjög heppna að hafa sloppið við hinar ýmsu pestir en í dag herjaði á mig alls herjar ljótukjóla-pest.

Já you heard me.

Þurfti ekki annað en að skoða myndirnar frá Grammy verðlaununum síðan í gær og málið var dautt. Ég vil bara ekki trúa því að tískusafnið sem stjörnurnar fengu að velja sér úr hafi verið svona mikið samansafn af viðbjóðslegum klæðum.

Kannski er ég ein í þessum pakka, en ég vona að þið smitist ekki!

VARÚÐ: Myndirnar hér að neðan geta valdið ógleði og yfirdrifinni hneykslun.

Selma Blair tekur óléttuna alla leið og mætir í gráu tjaldi! (Eins gott að barninu líði vel)

Kelly Osbourne hélt að hátíðin væri haldin á blómaengi og vildi falla inn í umhverfið!

Nicki Minaj. Furðufuglar verða bara alltaf furðufuglar...no comment!

Ciara. WTF?! Og svartir skór við...

Fröken Kidman fór í berjamó, tíndi mosa og límdi hann á sig.

Miley fann sér tígrisdýr og notaði það í föndur+tonn af glimmeri.

Rihanna klæddist loðnum rimlagardínum! Vonbrigði mrs. Barbados, vonbrigði.

Katy Perry nennti ekki með veski og festi á sig vængjabakpoka.

Natasha Bedingfield. Nú er þetta komið gott, maginn er farinn á hvolf!

Esperanza Spalding snýtti sér og þetta var útkoman!

Hayley Williams. Words needed?

Kathy Griffin. Karrýrétturinn sem hún borðaði í síðustu viku.

Jæja... hvernig er líðan?

Þær sem komust ekki hér á blað sáu ýmist sóma sinn í því að velja rétt eða eru ekki nógu spennandi manneskjur. Þær sem völdu rétt að mínu mati voru Eva Longoria og LeAnn Rimes (nema hún sást ekki á mynd því hún er orðin svo mjó). Florence úr Florence and the Machine var ansi djörf og mætti í kjól sem minnti helst á fugl.

Ég ætla reyna jafna mig...

ER

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Loðnar rimlagardínur...e-ð sem öllum langar að ganga í...

-ellen agata

hildur björk sagði...

hahaha. karrýrétturinn!

þetta er agalegt.

heilsan er samt ágæt enn. ætla reyna að halda henni þannig!

Valgerður sagði...

hahhah SLÆMT. mér finnst ciara verst

Valgerður sagði...

p.s. ég gúgglaði Leann Rimes á grammys og shjeeett hvað hún er orðin mjó! lítur ekkert smá illa út

Ester sagði...

Ég er sammála Valgerði. Hvaða sýru var Ciara að droppa?