Komin heim úr yndislega vel heppnaðri ferð til Mílanó, Ítalíu.
Á boðstólnum er engin ferðasaga, en facebook mun hafa að geyma fallegar minningar í myndum innan örfárra daga.
Undanfarið hef ég verið í smá pælingum sem henni Karen tókst að setja vel á bloggfærslucode um daginn. Færslan er hér.
Ég er reyndar búin að vera hugsa mikið um bloggsíður undanfarna daga. Þær eru eins misjafnar og þær eru margar, en fjandinn hafi það-margar eru líka eins.
Sumar bloggsíður fjalla um daginn og veginn, aðrar um tísku, enn aðrar um hönnun, sumar eru einungis notaðar í tilgangi markaðssetningar og ég gæti haldið endalaust áfram.
Ég hef einmitt þróast úr þessu "um daginn og veginn" yfir í þennan týpíska íslenska tískubloggara. Hvað er flott í dag, hvað er flott á morgun, hvað fæst hvar og jaríjar.
En eins og gefur að skilja, nenni ég því ekki lengur. Metnaðurinn minn fyrir að vera leita af því sama og flestir er af skornum skammti.
Um daginn poppaði upp áhugaverð hugmynd í hausinn á mér. Eða ég veit ekki með ykkur en þar sem ég er mjög áhugasöm um fólk yfirhöfuð þá gæti þetta verið skemmtilegt.
Þarf að útfæra hugmyndina betur enn ég reyni að vera ekki og lengi á útfærslu-phase-inu.
Gaman líka að segja frá því að ég hef bloggað meira og minna í þó nokkur ár núna, reyndar aldrei verið bloggarinn sem byrjar allar færslur á: Í dag fór ég út í búð og keypti brauð á 20 kr.
Eða endar færslurnar á: Og svo fór ég að sofa, góða nótt lesendur góðir :* :D :)))
Ég var meira í pælingabloggum sem ég á enn þann dag í dag og finnst gaman að lesa.
Aldrei að vita hvað mér dettur í hug einn góðan veðurdag (eða slæman, gleymum nú ekki að við búum á Íslandi).
6 ummæli:
oohh svo gott að þú sért komin heim, við þurfum svo mikið að ræða málin u know ;)
-Ellen Agata
...said Nafnlaus
Maður þekkir þessa snillinga. Hvernig fórstu að því að kynnast þeim fyrst núna og úti í Mílanó?
Grilllyfjuklossóttur
Ok ég veit ekkert hverjir þetta eru. En hlakka til að fá að heyra ferða-gossip og sjá myndir ;)
Hlakka líka til að sjá nýju blogg-pælinguna ...
Elska bloggið þitt, verður gaman að sjá nýjar áherslur:)
kv
Brynja B (Úr HR)
Same shizzle da nizzle.. djok..
Þetta er boró! En já komdu með nýja hugmynd, endilega! :)
xx karen lind
Jááá það yrði gaman :)
Skrifa ummæli