sunnudagur, 1. nóvember 2009

Bóka (fl) óð...

Hvað er lítið og stórt, þykkt og þunnt, leiðinlegt og skemmtilegt, fróðlegt og afþreying?

Ef þú giskaðir á „bækur“, þá verð ég að hrósa þér fyrir þann mikla metnað sem þú lagðir í þessa hugsun. Klapp á bakið.

Bækur geta verið alveg einstaklega skemmtilegar, látið flugferð verða að engu og komið fólki til að gráta. Þær geta líka verið alveg hrikalega þunglamalegar og erfiðar að komast í gegnum. Svona svipað og með sjónvarpsþætti og bíómyndir, en samt svo öðruvísi. Ef þú horfir á sjónvarpsþátt þá færðu karakterana beint í æð og þarft að hafa núll fyrir hlutunum. Eeen ef þú lest skáldsögu, þá þarftu að leggja aðeins meira á heilann og láta hann ímynda sér persónur sögunnar, umhverfi og aðstæður. En hvort er nú skemmtilegra?

Ég er vön að gera mér auðvelt fyrir og vel því frekar bíómyndir en skáldsögur. Ég einfaldlega nenni ekki að eyða heilli viku í bók sem ég get horft á á ca. 2 tímum. What's the point?

Jújú, ég vil ekki vera með nein leiðindi til þeirra sem finnast gaman að lesa (allir sem mér þykir vænt um) og ég sé þetta stundum út frá ykkar sjónarhorni (aðallega bara á sunnudögum og um jól samt), en æ ég veit það ekki. Movies not books-that's me.

Alltaf fyrir hver jól bið ég reyndar um bækur í jólagjöf, það fá alltaf 1-2 bækur að flækjast á þennan svokallaða jólagjafalista sem ég geri (snilldaruppfinning). Þessar bækur eru samt oftast um e-ð skemmtilegt, svona sniðugt. Í framhaldi af því var ég að spekúlera aðeins í bókahillunni minni og fannst skemmtilegt hvað hún samanstendur af bókum sem eiga lítið sameiginlegt með skáldsögum (eða skólabókum, tala nú ekki um það). Hér er listi af bókum í bókahillunni minni:

Tíska aldanna-alltaf hægt að glugga í þessa.
The great life photographers-yndisleg hreint út sagt.
The architectural drawing course-hver þarf að fara í skóla þegar þú hefur þessa?
Forlögin í kaffibollanum-drekk ekki kaffi og nenni ekki að læra spá fyrir fólki sem gerir það.
Creating a business plan-Bók sem ég keypti á JFK flugvellinum og átti að stytta mér stundir í fluginu...it did not.
It's not how good you are-it's how good you want to be-Snilldarbók fyrir alla!
The secret-klassík.
The goddess guide-Leyndur fjársjóður.
Borða, biðja, elska (Eat, Pray, Love)-Ef þú vilt fara í frítt ferðalag til Ítalíu, Indlands og Indónesíu þá er þetta fljótleg leið.
Marc Jacobs-Þarf að segja meira?
Á ég að gæta systur minnar-Mín uppáhalds (og þótt ótrúlegt sé, er ég ekki búin að sjá myndina My sister's keeper sem er einmitt gerð úr þessari bók).
Spádómabókin-jaaáá sko...
Stjörnumerkin um þig og þína-Amk einu sinni í viku-lesning. Alltaf gott að glugga í hana.
Franskar konur fitna ekki-Glatað að vera íslensk!
He's just not that into you-gott fyrir dramadrottningar...ég? nee kommon
Darkside Zodiac-allar mínar pælingar skotnar í kaf.
Face of our time-falleg ljósmyndabók og gjöf.
1001 way to meet mr. right-deem ég sem var að að leita að leið nr.1002
Löb dig slank-ég er á leiðinni.
Lífsreglurnar 4-Indíánafræði og góð lesning.
Burt með draslið-Já BURT segi ég (það þýðir víst ekki bara að hafa bókina uppi í hillu).
Bókin um Marilyn-skrautleg ævisagan hennar...
Bókin með svörin-ég læt bók taka ákvarðanir fyrir mig, ætti kannski að fara breyta því.
Bók afmælisdaganna-kjút.
101 things I learned in architecture school-lærir maður ekki meira?
150 Best apartment ideas-mynd segir meira en 1000 orð.
House design-snilld.
Design of the 20th century-þarf að bæta fleirum í safnið!
Designer apartments-með teikningum og öllu!
Interior design inspirations-ég er enn að reyna komast í gegnum þessa 1000 bls bók!



Já þetta er skemmtilegur listi og einmitt eins og ég vil hafa hann. Skólabækurnar eru svo á góðum stað og vil ég helst komast hjá því að nefna þær hér, enda hvað er gamanið í því? Einmitt...

En góð bók er gulli betri. Ég er meira svona silfur pía...sorry.

Út og yfir.

Hey munið eftir boltaleiknum yfir? Brennó og öllu því...já!

Edda Rós

Engin ummæli: