Í dag vil ég vera stödd í US. Nánar tiltekið Californiu. Enn nánar tiltekið á Mulholland hæð í Los Angeles með fartölvuna að skrifa blogg.
Ég er komin þangað (í huganum) og held áfram...
Skipulagning er eitt af þeim orðum sem ég dái mest. Orð sem ég vil helst hafa í veskinu mínu, límt við debetkortið. Að vera skipulögð er langþráður draumur sem mér finnst alltaf við það að rætast. En eins og með flest sem ég geri, flakkar það upp og niður. Stundum skipulegg ég heilu dagana, frá morgni til kvölds, hvenær ég bursta tennur og hvenær ég tek inn vítamín (djók, ég tek ekki vítamín). Stundum er ég svo óskipulögð að ég er búin að elda mat áður en ég er minnt á að ég sé á leiðinni í matarboð. Þetta getur verið erfitt en hey, ég díla bara við þetta eins og hvað annað.
Þegar ég flutti til Svíþjóðar komst ég á hærra level með skipulagningu og keypti dagbók á prentuðu formi. Lítil og sæt dagbók sem þú getur skrifað allan fjandann í (passaðu þig bara að skrifa ekki of mikið, svo hún verði ekki að óskipulögðu kaosi). Ég keypti meira að segja lítinn og sætan penna í stíl við bókina. Það er enginn maður með mönnum nema hann eigi dagbók í Svíþjóð. Everybody's doing it! Ef þú spyrð Svía hvort hann geti hjálpað þér að flytja, hverju svarar hann? -Jú, hann tekur upp dagbókina, lítur upp úr henni sposkur á svip og segir: „Jú, ég get hjálpað þér þann 17.desember á milli 14:00-16:00, þá er ég laus. Frábært, þú bókar tíma hjá upptekna Svíanum.
Í dag skoða ég dagbókina mína og sé að þetta var ein mesta sænsku-krónu-sóun. Penninn er samt ennþá lítill og sætur og er ekki með best-before stimpilinn eins og dagbókin. Henni þarf að henda. Sóun.
Núorðið hef ég gerst það tæknivædd að ég nota dagatal á rafrænu formi, iCal. Það er mín ást og yndi. Það hefur að geyma liti svo ég get skipt dagatalinu upp í mismunandi hluti, eftir því hvað við á. Skólinn er merktur með bláu, vinirnir með rauðu, útlönd með appelsínugulu (mætti fara að sjást oftar á dagatalinu) og afmæli með fjólubláu. Hversu mikil snilld er þetta? Mikil, segi ég. Þetta er svona svipað og að plata 5 ára krakka til að borða meðal, hafa það nógu litríkt svo honum finnist það sniðugt og kyngir með bestu lyst. Dagatalið er litríkt svo ég fáist til að skipuleggja mig. Like.
Ég á reyndar mágkonu sem er hrikalega skipulögð (enda steingeit). Ég lít upp til þín Ester, einn daginn mun ég verða skipulögð, trúðu mér. Þegar iCal bætir við skemmtilegum myndum, þá fæ ég verðlaun fyrir að vera ein sú skipulagðasta.
Nú nálgast prófin óðum. Hvað þarf ég því að gera?
Vá hvað þið eruð klár! Giskuðuð þið á: Skipuleggja þig! ?
Já...einmitt. Og það gerði ég í gær, skipulagði mig svo mikið að mér fannst það hálfóþægilegt. En viti menn, þetta var bara nokkuð skemmtilegt...enda skipulagði ég allt með litum. Feeling like a kid again.
Og akkúrat núna hefur mér tekist að komast á botninn í leiðinlegum bloggskrifum. Frábært!
En af botninum er bara ein leið og það er upp á við.
Edda Rós-heilasteikt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli