Ég er dregin inn í raunveruleikann. Vakin af góðum draumi. Ég reyni að sofna aftur, koma mér inn í drauminn á þeim stað sem ég var dregin út úr honum. Það virkar ekki. Ég loka augunum fastar og dreg sængina upp fyrir haus. Tæmi hugann og grúfi mig ofan í koddann. Það virkar ekki, ég er enn vakandi. Pirrast yfir því að hafa verið vakin...og í svona góðum draumi. Gefst upp og fer fram úr.
Ég elska góðan draum, sérstaklega þegar þeir eru í fleirtölu, the more the merrier eins og sérvitri maðurinn sagði eitt sinn. Dejá vu trúi ég að sé draumur sem þig hefur dreymt og liggur enn í undirmeðvitundinni. Undirmeðvitundin er nefnilega merkilegt fyrirbæri sem er jafnframt óútskýranlegt. Ég get það allavega ekki, getur þú?
Draumar eru hins vegar eitt af því fáu sem ég myndi vilja rannsaka, frá A-Ö og komast að merkilegri niðurstöðu. Kannski einn daginn...hver veit.
Ég er byrjuð að hlakka til jólanna, sé kertaljós, arineld, fjölskyldufaðm, teppi, hlýja sokka, jólakökur og heitt kakó fyrir mér í hyllingum. En ég vil ekki vera of snemma í því, þannig að...
Ég fór að skoða tískuna fyrir sumarið 2010. Aldrei of snemmt byrjað á því get ég sagt ykkur! En ég bara varð, þar sem einn af mínum uppáhalds var að gefa út línuna sína, ready-to-wear. Elie Saab gjörið svo vel.
Hann klikkar ekki! Reyndar ekki öll línan hans sem ég heillaðist af en ég meina hey, hann tekur líka feilspor eins og við hin, right?
Mig langar að dreyma góðan draum,
draum sem gleymist eigi.
Honum mun ég gefa gaum
en þér hann aldrei segi.
Edda Rós tilvonandi jóla-og sumarbarn.
mánudagur, 9. nóvember 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli