þriðjudagur, 3. nóvember 2009

Tomorrow tomorrow...

Ég les og skrifa,
ég elska að lifa

lífinu í dag,
lífinu í Prag.

Ég geng og keyri,
ég tónlist heyri

leikna á fötu,
leikna á götu.

Nei nei nei, ég er ekki flutt til Prague...ekki í dag allavega. Kannski samt. Nei held ekki. Eða? Nei.

Á morgun ætla ég mér að fljóta inn í aðra veröld og þótt ótrúlegt sé, ekki með hjálp ofskynjunarlyfja heldur með hjálp tónlistar. Orð fá því ekki lýst hversu mikið ég elska tónlist en það að komast á tónleika hjá tónlistarmönnum sem spila mína uppáhalds tónlist tel ég mikil forréttindi. Á þessu ári er ég nú þegar búin að fara og hlusta á minn uppáhalds tónlistarmann spila töfrandi tóna sem léku um eyrun mín marga daga á eftir, ef ekki vikur. Í þetta skipti ætla ég hins vegar ekki að taka flugvél á tónleikana, heldur ætla ég að sjá hann Damien Rice spila á Íslandinu yndislega (dæmi hver fyrir sig). Ég hlakka svo til að komast í þennan fallegu-tónlistar-gír og fá að njóta hans þar til e-ð eftir helgi. Þetta er fyrir mér eins og 10 tíma yoga fyrir Indverjagúrúinn frá Delhi. Algjör slökun.

Það er órúlegt hvað tónLIST getur haft mikil áhrif á mig. En á þig? Þegar þú heyrir lag, fer það bara inn um annað eyrað og út um hitt? Hlustarðu á textann? Spáirðu í laginu sjálfu, taktinum og undirleiknum? Það geri ég allavega. Tónlist getur komið mér til að hlæja, jafnt sem gráta. Ég ferðast inn í ákveðinn heim minninga og má ekki heyra ákveðin lög án þess að þau minni mig á hitt og þetta, hetta og þitt.

Ég er samt sem áður mjög gagnrýnin á tónLIST (eins og reyndar flest annað) og á það til að vera kröfuhörð (then again, eins og með flest annað). Ég er ekki lengi að ákveða mig hvort sú tónlist sem ég heyri í fyrsta skipti, muni óma í eyrum mér í komandi framtíð. Það þarf svo lítið til að e-ð smelli og vellíðunartilfinningin poppi upp. En það þarf líka lítið til að ég verði pirruð á þeim sem samdi tónlistina og slekk undir eins, bless og farvel.

En tónlist er partur af mínu daglega lífi, ég er meira að segja aðeins farin að taka þetta upp á næsta level og hlusta á tónlist þegar ég les, en hvort það hafi góð áhrif á eftir að koma í ljós. Ég las nú reyndar fyrir nokkru grein sem var skrifuð um rannsókn sem gerð var á tónlistarfólki og ekki-tónlistarfólki. Tónlistarfólkinu gekk almennt betur í skóla og töldu fræðimenn og spekingar það vera klassísku tónlistinni að þakka. Jæja, ég allavega hlustaði á fiðluspilskasettur á næstum hverju einasta kvöldi í tæp 11 ár og ætti því að hafa verið ágætlega sett í skóla. Spurning um að taka þetta upp aftur, ætli kvótinn fari ekki að klárast?

Fyrst var það Ray Lamontagne, nú er það Damien Rice...hversu gott gerist það?
Gæti hins vegar gerst betra eins og þetta yndislega vídjó sýnir:




Eníhú,

ætla undirbúa mig fyrir hina veröldina sem ég kíki til á morgun. Ég skila kveðju frá ykkur og mun koma til baka eftir ca. viku. Örvæntið ekki.

Edda Rós út.



Engin ummæli: