miðvikudagur, 30. desember 2009

The grass is always greener on the other side-or is it?

May I present:


Jasper van Grootel

Pant fá mér svona fallegt þegar ég fer að búa. Frátekið sæti 1,2,3!










Þarf vart að taka fram að auðvitað yrði þetta ekki svona svakalega litríkt. Hvíta settið er fallegast, með kannski einum og einum útúrpimpað-lituðum lampa?

Edda Rós

mánudagur, 28. desember 2009

þriðjudagur, 22. desember 2009

Everything happens for a reason...

Já það gerir það svo sannarlega. Það hefur líka sýnt sig að enginn ætti að messa við örlögin. Ef hlutirnir eiga að gerast, þá gerast þeir. Sama hvort þú viljir það eða ekki. Punktur.

Ég til dæmis ætlaði ekki að fara í bloggjólafrí en það bara gerðist-svekkjandi.

En nú er hausinn farinn í bleyti og ætlar að koma með eitthvað áhugavert fyrir ykkur að lesa.

Stay tuned,



-Hugleikur Dagsson

gleðilegt jólafrí kiddos!

Edda Rós

þriðjudagur, 15. desember 2009

I welcome you into my world...

Nýr heimur sem hefst með opnun á heimasíðu. Þar blasir við mér svart letur á hvítum bakgrunni sem spyr hvort ég sé Shoe addict?

Ég verð skömmustuleg...og játa.
Auðvitað hefur þetta vakið forvitni mína.


En hvar hefur Jeffrey Campbell verið? Allavega ekki í mínum bookmörkuðu síðum, því miður. En í dag hafa hlutirnir breyst. Mun ég bjóða hann velkominn í mína veröld, og í skóskápinn (skúffuna og -hilluna líka).

Byrjaði sem sagt árið 2000 (tæp 10 ár sem við höfum farið á mis). Ó Jeffrey þú fannst mig!














Gleðileg próflok,

Edda Rós Campbell

fimmtudagur, 10. desember 2009

Ugly as a firecracker!


Ertu ljót/-ur? Ertu ógeðslega ljót/-ur?


Er kannski ákveðið tímabil sem fornir menn myndu kalla prófatíð? Ert þú fórnarlamb prófa og ákveðins fyrirbæris sem nútímamenn hafa búið til og kallað prófljóta?

Þá er þessi lesning fyrir þig!
-Ef ekki, þá veit ég ekki hvað ég get sagt.

Prófljóta. Samsett úr tveimur orðum: Próf og ljót/-ur. Magnað. Ef við skoðum nánar hvaða merkingu orðið felur í sér (og ekki er hægt að kíkja í íslenska orðabók þar sem hún myndi líklegast loka á fésið á mér og kalla mig misnotara íslensks máls) þá gæti hún verið skilgreind einhvern vegin svona:

  • Millibilsástand í lok maímánaðar og byrjun desembermánaðar.
  • Herjar á kvenkyn jafnt sem karlkyn.
  • Úfið hár og ljótt á litinn.
  • Skeggrót sem þróast hefur í skegg hjá piltum(ekkert 2ja daga skegg neitt).
  • Óplokkaðar augabrúnir hjá stúlkum.
  • Joggingbuxur og hettupeysur eru allsráðandi.
  • Strigaskór notaðir óspart.
  • Svefn af skornum skammti.
  • Kaffidrykkja óhófleg (hjá þeim sem drekka kaffi).
  • Orkudrykkjadrykkja (hey fínt orð) óhófleg.
  • Speglar eru hvergi nærri.
  • Hvítir sokkar sjá dagsljósið. (Hverjum datt í hug að hanna HVÍTA sokka, viðbjóður!)
Nokkurn veginn svona lýsir prófljóta sér. Hún er ekkert annað en millibilsástand skapað af okkur sjálfum. Þú þarft ekkert að lenda í prófljótunni frekar en þig langar til. En það er eins og fólk í dag sjái alveg bilaðslega gott tækifæri til að fá að vera ljótur og hafa umhirðuna í lágmarki.

Heillandi! (skeggvöxturinn hjá karlkyninu getur reyndar verið svolítið heillandi, það verður að viðurkennast).

Svo þegar prófunum lýkur eru allir orðnir sætir aftur, búnir að draga fram speglana og komnir í sitt daily-basis ástand. Þetta er alveg furðulegt.

Svínaflensan er eitthvað sem kíkir á þig í heimsókn en þú losnar ekki við með viljanum einum. Prófljótuna geturðu hins vegar losnað við með viljanum einum-krafataverk.

Talandi um svínó, þá er ég alveg orðin rugluð með þessa bólusetningu. Aldrei verið neitt hrifin af þeim per se eeeenn....hvort það sé sniðugt áður en ég fer að hrína? Það væri eitthvað!

En koma svo, eigum við ekki að segja þessari Bvítans prófljótu stríð á hendur og hengja öll aftur upp speglana? Leyfum joggaranum að njóta sín inni í húsum þar sem hann á heima (hentar vel í jólafríinu) og í guðanna bænum hvítu sokkar, HVERFIÐ!



Þessi pía ákvað til dæmis að gerast vinkona prófljótunnar í heilli þáttaseríu...so not a good idea! Þori að veðja að hún klæðist hvítum sokkum.


Enn...að lokum ákvað hún að vera skynsöm og henda sokkunum. Nú er allt á uppleið.


Bless Prófljóta-hunskastu heim til þín!

ERS


sunnudagur, 6. desember 2009

Do you see what I see?

Aldrei þessu vant horfði ég á fréttir í gær og hélt meira að segja áfram að horfa þegar Ísland í dag byrjaði.

Í Íslandi í dag var tekið viðtal við 11 ára gamla stelpu, Ívu Marín sem er blind. Hún er svo sæt og lífsglöð stelpa, æfir fimleika og spilar á píanó. Var spurð hvort hún gæti allt það sama og hinir krakkarnir í skólanum og hún svaraði: „Já allt, nema teikna“. Hún er sko ekki að kvarta þessi dama! Ætlar að verða söngkona og kannski leikkona líka.

Ég dáist að henni.

Þegar ég heyri viðtöl við fólk sem er fatlað að einhverju leyti fæ ég samviskubit og skammast mín hálfpartinn. Oftar en ekki er þetta fólk sem hefur svo gaman að lífinu og gerir það besta úr því sem það hefur. Það kvartar ekki yfir smáatriðum sem við hin (sem erum svo gríðarlega heppin að hafa fæðst með allt í lagi) gerum óspart. Afhverju erum við ekki bara þakklát fyrir það sem við höfum og erum í stað þess að vera alltaf óánægð með það sem við erum ekki eða höfum ekki? Ég verð svo reið þegar ég hugsa þetta lengra.

„Oh ég þarf að fara í próf á morgun“ - Vertu fegin/-nn að hafa tækifæri til þess að geta farið í skóla og tekið próf!

„Ég þarf að ganga með gleraugu“ - Vertu fegin/-nn að geta séð eitthvað, þó þú þurfir að horfa á heiminn í gegnum gler. (Það eru líka til linsur).

„Ég nenni ekki að labba alla leið“ - Þú getur þó allavega labbað, sumir GETA það ekki.

„Ég er svo feit/-ur“ - Afhverju ertu feit/-ur? Því þú borðar OF mikið. Sumir fá EKKERT að borða.

Þetta er bara brotabrot af því sem kvartað er um...alltof oft. Mér finnst að við ættum aðeins að hugsa, áður en við kvörtum yfir einhverju. Hugsa um aðra en bara okkur sjálf og gera okkur grein fyrir því hvað við erum heppin að geta séð, talað, borðað og gengið. Þetta eru ekki sjálfsagðir hlutir þó við tökum þeim sem sjálfsögðum.

Ég ákvað fyrir nokkrum árum að hugsa um fleiri en sjálfa mig. ABC var að auglýsa eftir heimsforeldrum. Heimsforeldri borgar tæpar 3000 kr. á mánuði sem dugir fyrir mat og menntun barns. 3000 kr. á mánuði! Ég fór að pæla, hvað ég eyddi sjálf á mánuði og blöskraði. Því ákvað ég að það er án efa mikilvægara fyrir barn úti í heimi, sem á lítið sem ekkert að fá að borða og geta gengið í skóla en að ég fari í bíó 2x í mánuði, út að borða eða kaupi mér e-a flík. Ég hef verið heimsforeldri núna í 3 ár og fæ alltaf fallegt jólakort frá stelpunni „minni“ sem býr í Pakistan. Ásamt því fæ ég einkunnaspjald úr skólanum og smá af því hvað hún er að gera. Það er svo gott að geta hjálpað einhverjum. Þú þarft ekki að hjálpa öllum-margt smátt gerir eitt stórt.

Máttu í alvöru ekki við því að verða af 3000 kr í mánuði?

Enn að hugsa?

Vertu þakklát/-ur fyrir það sem þú hefur, meðan þú hefur það-Hjálpaðu öðrum sem hefur það ekki jafngott og þú, meðan þú getur það.

Edda Rós út

fimmtudagur, 3. desember 2009

Some things are just meant to be...







Sam Edelman-Skóhillan mín myndi bjóða þessum í heimsókn ANYtime


Proenza Schouler-diamonds are a girl's best friend, ekki? (já ég veit, þetta eru ekki demantar, daah!)


DSQUARED í öðru veldi-elska-elska-elska
"Save the best for the last"- Christian Louboutin. Spurning um að svelta sig í nokkra mánuði og eiga fyrir þeim?

Edda Rós-

Un Amante di Scarpe

miðvikudagur, 2. desember 2009

I'm hooked on Hjaltalín





Hjaltalín tónleikar um daginn.
Ég keypti nýja diskinn, Terminal.
Hlusta á hann aftur og aftur.
Sonnet for Matt er uppáhalds.
Og Sweet Impressions.
Elska sambland hljóðfæranna.
Og sönginn.
Sérstaklega í þessum tveimur af ofangreindum lögum.
Hef loksins fundið mína uppáhalds íslensku hljómsveit.
Hélt það væri Dikta.
En.
Hjaltalín it is, svo sannarlega.




Skora á ykkur að kynnast disknum...
hann er,

så himlabra!

Edda Rós


þriðjudagur, 1. desember 2009

A-r-r-g

Afhverju þarf ég alltaf að vera fikta! Breytti um kommentakerfi og gömlu kommentin fóru öll út. Frábært!

Debit-Kredit

Bless