sunnudagur, 6. desember 2009

Do you see what I see?

Aldrei þessu vant horfði ég á fréttir í gær og hélt meira að segja áfram að horfa þegar Ísland í dag byrjaði.

Í Íslandi í dag var tekið viðtal við 11 ára gamla stelpu, Ívu Marín sem er blind. Hún er svo sæt og lífsglöð stelpa, æfir fimleika og spilar á píanó. Var spurð hvort hún gæti allt það sama og hinir krakkarnir í skólanum og hún svaraði: „Já allt, nema teikna“. Hún er sko ekki að kvarta þessi dama! Ætlar að verða söngkona og kannski leikkona líka.

Ég dáist að henni.

Þegar ég heyri viðtöl við fólk sem er fatlað að einhverju leyti fæ ég samviskubit og skammast mín hálfpartinn. Oftar en ekki er þetta fólk sem hefur svo gaman að lífinu og gerir það besta úr því sem það hefur. Það kvartar ekki yfir smáatriðum sem við hin (sem erum svo gríðarlega heppin að hafa fæðst með allt í lagi) gerum óspart. Afhverju erum við ekki bara þakklát fyrir það sem við höfum og erum í stað þess að vera alltaf óánægð með það sem við erum ekki eða höfum ekki? Ég verð svo reið þegar ég hugsa þetta lengra.

„Oh ég þarf að fara í próf á morgun“ - Vertu fegin/-nn að hafa tækifæri til þess að geta farið í skóla og tekið próf!

„Ég þarf að ganga með gleraugu“ - Vertu fegin/-nn að geta séð eitthvað, þó þú þurfir að horfa á heiminn í gegnum gler. (Það eru líka til linsur).

„Ég nenni ekki að labba alla leið“ - Þú getur þó allavega labbað, sumir GETA það ekki.

„Ég er svo feit/-ur“ - Afhverju ertu feit/-ur? Því þú borðar OF mikið. Sumir fá EKKERT að borða.

Þetta er bara brotabrot af því sem kvartað er um...alltof oft. Mér finnst að við ættum aðeins að hugsa, áður en við kvörtum yfir einhverju. Hugsa um aðra en bara okkur sjálf og gera okkur grein fyrir því hvað við erum heppin að geta séð, talað, borðað og gengið. Þetta eru ekki sjálfsagðir hlutir þó við tökum þeim sem sjálfsögðum.

Ég ákvað fyrir nokkrum árum að hugsa um fleiri en sjálfa mig. ABC var að auglýsa eftir heimsforeldrum. Heimsforeldri borgar tæpar 3000 kr. á mánuði sem dugir fyrir mat og menntun barns. 3000 kr. á mánuði! Ég fór að pæla, hvað ég eyddi sjálf á mánuði og blöskraði. Því ákvað ég að það er án efa mikilvægara fyrir barn úti í heimi, sem á lítið sem ekkert að fá að borða og geta gengið í skóla en að ég fari í bíó 2x í mánuði, út að borða eða kaupi mér e-a flík. Ég hef verið heimsforeldri núna í 3 ár og fæ alltaf fallegt jólakort frá stelpunni „minni“ sem býr í Pakistan. Ásamt því fæ ég einkunnaspjald úr skólanum og smá af því hvað hún er að gera. Það er svo gott að geta hjálpað einhverjum. Þú þarft ekki að hjálpa öllum-margt smátt gerir eitt stórt.

Máttu í alvöru ekki við því að verða af 3000 kr í mánuði?

Enn að hugsa?

Vertu þakklát/-ur fyrir það sem þú hefur, meðan þú hefur það-Hjálpaðu öðrum sem hefur það ekki jafngott og þú, meðan þú getur það.

Edda Rós út

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Me like :-) Bkv.Momsa

Ester Ósk sagði...

Úúújeee.. holiday spirit blogg! Ánægð með þig. Já ég mæli líka með að allir kíki á ABC, svo getur maður valið hvað maður styrkir fyrir mikið. Og það er alltaf jafn gaman að fá bréf og einkunnaspjöld frá "barninu sínu" :)

Tvær bíóferðir fyrir mig eða matur og menntun fyrir litla stelpu í Úganda? Ekki spurning.

Gangi þér vel í prófunum sem eftir eru ;) Svo er það jólajólajóla og Coco :)

Nafnlaus sagði...

jáá... ég er svo sammála þér. ég fór næstum að gráta þegar ég horfði á þessa elsku í Ísland í dag..

Mig langar að ættleiða barn síðar, ef ég á peninga. Finnst svo leiðinlegt að vita af þessum hryllingi sem gengur yfir heilu þjóðirnar! :(

P.s- það er verið að taka á móti jólagjöfum í kirkjunni! Það er bara gott fyrir sálina að fara með einn pakka "til 14 ára stelpu" :)

katie willipoff

Nafnlaus sagði...

p.s- æðislegur jakki hér til hliðar!! :)

Karen

EddaRósSkúla sagði...

Coco! Ég get ekki beðið ;)

En já Karen ég er alveg sammála þér með ættleiðingar, ég vildi að ég gæti stofnað munaðarleysingjahæli með allt öðru móti en þau eru í dag, þar sem þau eru alltaf tengd e-u neikvæðu.

Ég kíki upp í kirkju :)

Nafnlaus sagði...

Kaupa sér iPod eða 100 trommur, kjuða og búninga fyrir afríska skólatrommusveit ásamt kennslu?

Kv. Hugleikur