fimmtudagur, 10. desember 2009

Ugly as a firecracker!


Ertu ljót/-ur? Ertu ógeðslega ljót/-ur?


Er kannski ákveðið tímabil sem fornir menn myndu kalla prófatíð? Ert þú fórnarlamb prófa og ákveðins fyrirbæris sem nútímamenn hafa búið til og kallað prófljóta?

Þá er þessi lesning fyrir þig!
-Ef ekki, þá veit ég ekki hvað ég get sagt.

Prófljóta. Samsett úr tveimur orðum: Próf og ljót/-ur. Magnað. Ef við skoðum nánar hvaða merkingu orðið felur í sér (og ekki er hægt að kíkja í íslenska orðabók þar sem hún myndi líklegast loka á fésið á mér og kalla mig misnotara íslensks máls) þá gæti hún verið skilgreind einhvern vegin svona:

  • Millibilsástand í lok maímánaðar og byrjun desembermánaðar.
  • Herjar á kvenkyn jafnt sem karlkyn.
  • Úfið hár og ljótt á litinn.
  • Skeggrót sem þróast hefur í skegg hjá piltum(ekkert 2ja daga skegg neitt).
  • Óplokkaðar augabrúnir hjá stúlkum.
  • Joggingbuxur og hettupeysur eru allsráðandi.
  • Strigaskór notaðir óspart.
  • Svefn af skornum skammti.
  • Kaffidrykkja óhófleg (hjá þeim sem drekka kaffi).
  • Orkudrykkjadrykkja (hey fínt orð) óhófleg.
  • Speglar eru hvergi nærri.
  • Hvítir sokkar sjá dagsljósið. (Hverjum datt í hug að hanna HVÍTA sokka, viðbjóður!)
Nokkurn veginn svona lýsir prófljóta sér. Hún er ekkert annað en millibilsástand skapað af okkur sjálfum. Þú þarft ekkert að lenda í prófljótunni frekar en þig langar til. En það er eins og fólk í dag sjái alveg bilaðslega gott tækifæri til að fá að vera ljótur og hafa umhirðuna í lágmarki.

Heillandi! (skeggvöxturinn hjá karlkyninu getur reyndar verið svolítið heillandi, það verður að viðurkennast).

Svo þegar prófunum lýkur eru allir orðnir sætir aftur, búnir að draga fram speglana og komnir í sitt daily-basis ástand. Þetta er alveg furðulegt.

Svínaflensan er eitthvað sem kíkir á þig í heimsókn en þú losnar ekki við með viljanum einum. Prófljótuna geturðu hins vegar losnað við með viljanum einum-krafataverk.

Talandi um svínó, þá er ég alveg orðin rugluð með þessa bólusetningu. Aldrei verið neitt hrifin af þeim per se eeeenn....hvort það sé sniðugt áður en ég fer að hrína? Það væri eitthvað!

En koma svo, eigum við ekki að segja þessari Bvítans prófljótu stríð á hendur og hengja öll aftur upp speglana? Leyfum joggaranum að njóta sín inni í húsum þar sem hann á heima (hentar vel í jólafríinu) og í guðanna bænum hvítu sokkar, HVERFIÐ!



Þessi pía ákvað til dæmis að gerast vinkona prófljótunnar í heilli þáttaseríu...so not a good idea! Þori að veðja að hún klæðist hvítum sokkum.


Enn...að lokum ákvað hún að vera skynsöm og henda sokkunum. Nú er allt á uppleið.


Bless Prófljóta-hunskastu heim til þín!

ERS


7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hahahah.. þetta var skemmtileg færsla!!hahahha.. :)

karen lind

Nafnlaus sagði...

vildi bara segja þér að nú er bara eitt par af hvítum sokkum í sokkaskúffunni minni! hahah.. (og þeir eru svona stuttir íþróttasokkar sem ég nota bara í ræktinni)

you like?? ;)

p.s. við stelpurnar neituðum einum skólafélaga okkar inngöngu í læruhópinn okkar fyrr en hann var búinn að raka sig.. þetta var orðið full frjálslegt hjá honum og svo mætti hann daginn eftir nýrakaður, þorði ekki öðru. Á meðan vorum við í joggaranum, ullarsokkum og með almenna próf-andlitsljótu að segja honum að laga sig! hahah..frekar ósanngjarnar

-VALGERÐUR

Nafnlaus sagði...

íslensk orðabók myndi aldrei kalla þig misnotara vegna þess að það er ekki heldur til í hennar orðabók, eða þú veist. Þú þarna misnotari íslensks máls.

hjálmar

EddaRósSkúla sagði...

Hahahaha Hjálmar vandræðaleeegt! En já ég er ekki viss um að við íslenska orðabókin séum miklar vinkonur eins og staðan er í dag, ég vildi ekki kaupa hana á sínum tíma :)

En já elsku Valka mín, þetta kalla ég ósanngirni en það gleður mitt hjarta hins vegar mjög að ég hef alið þig upp í aðeins eitt hvítra-sokka-para-píu ;)

Nafnlaus sagði...

Ég var búin að gleyma litla bloggheiminum sem er eftir,,, gaman að lesa en hey Michael jackson notaði hvítu sokkana óspart og hann var nú nokkuð smart. Svo eru hvítir sokkar með blúndu pínu dúlló við spariskó á litlum stelpum og hvítar sokkabuxur voru uppáhaldið mitt í sumar.

En annars, ég viðurkenni að mér líður semi kjánalega í hvítum sokkum.

Sigga Erla

Ester sagði...

Edda.. ég verð að játa, ég á eina hvíta sokka. En þeir eru frá VS, hnéháir og stendur með bleikum stöfum PINK eitthvað krapp á þeim.. en ég nota þá bara heima í tjilli, ég lofa! ... (ætlaru að skamma mig?)

P.s. drífðu þig að klára þetta próf svo við getum farið í kringluna!

Kveðja, Ofursokkurinn.

EddaRósSkúla sagði...

Sigga ég er sammála með hvíta sokka með blúndu, þeir eru kjút. Einnig hef ég ekkert á móti hvítum sokkabuxum en hvítir sokkar einir og sér fá ekki að líta dagsins ljós í mínum heimi.

Ester þú sleppur, en þeir koma ekki nálægt jólakósýheitunum ;) haha grín