þriðjudagur, 30. mars 2010

Páska-Háska-Páháska?

Smá skólabrjálæði í gangi elsku vinir,

smá páskafrí í kjölfarið

og

smá blogg í komandi prófatíð!



Gleðilega Páska gulir páskaungar og aðrir.

Edda Rós

miðvikudagur, 24. mars 2010

EXPO 2010

Jæja, EXPO 2010 í Shanghai 1. maí til 31. október. Skella sér?
Það er allavega ennþá verið að selja miða ef ykkur vantar...

Þemað er "Better city, better life."

Framlag Hollands finnst mér heldur betur skemmtilegt. Hannað af John Körmeling. Hann hefur sem sagt búið til heila götu af húsum og gatan er eins konar spírall. Minnir mig dálítið á rússíbana, nema þú getur stoppað á nokkrum stöðum, fengið þér kaffi og skoðað þig um-án þess að verða flökurt að sjálfsögðu.

Eins og ég segi, mjög skemmtileg hugmynd en "fagurfræðilega" séð finnst mér þetta mætti vera betra...en kannski er það bara ég.


Fyrsta módelið (gert árið 2006) úr frauðplasti og álpappír m.a.

Aðeins þróaðra módel.

Farið að taka á sig mynd.

Þessi mynd stafar orðið T-Í-V-O-L-Í

Tölvumódel





Mig langar svo að fara skoða!

Kína anybody?

ERS

laugardagur, 20. mars 2010

Kreppuskeppa!

Allir að kíkja í Kolaportið á morgun, sunnudaginn 21.mars 2010

Þar verðum við fataholics með fullt af drasli og öðru góðgæti til sölu.

Ég, Ástrós og Ester tökum vel á móti þér og þínum.




Hlökkum til að sjá þig/ykkur!

xoxo

miðvikudagur, 17. mars 2010

There's no such thing as a Rock(y) Horror



Hressandi lampar frá Brendu Houston og mun fleiri inn á heimasíðunni hennar. Gæti alveg hugsað mér einn svona í náinni framtíð!




Hlustið á lagið á síðunni, það er rosa elegant.

ERS

mánudagur, 15. mars 2010

Bubblicious

-CLARE TOUGH-

Með ótrúlega rómantíska og töff línu fyrir vor/sumar '10. Hálfpartinn skammast mín fyrir að hafa ekki heyrt um hana fyrr en ég las bloggið hjá dúllu Susie.



Finnst þessi cardigan beyond beautiful!






ERS

fimmtudagur, 11. mars 2010

Forza Milano!

Í miðjum hópavinnuklíðum gerðist ég svo frökk í gær að panta mér flugmiða. Ekki einn, heldur 2. Geri aðrir betur!

Eins og þið flest ykkar vitið lærði ég innanhússhönnun í Mílanó árið 2007-2008. Þar kynntist ég yndislegu fólki og upplifði góða tíma. Í dag, 3 árum seinna er þetta sama yndislega fólk að fara útskrifast sem ýmist innanhússhönnuðir, iðnhönnuðir eða eru bara fastir á klúbbum borgarinnar eða kaffihúsum sötrandi carpuccio eða cafe macchiato.

Þar sem krakkarnir eru frá ýmsum áttum úr heiminum geri ég ekki ráð fyrir að hitta þau öll á sama stað í náinni framtíð. Því mun ég heimsækja gömlu heimaborgina mína í lok maí.

Og ég get ekki beðið!

  • Kíkja á Piazza del Duomo daglega þar sem allt mannlífið er.
  • Skoða næturlífið og ath hverju ég hef misst af.
  • Fara í pikknikk í Parco Sempione, fallega garðinum mínum.
  • Aperitivo * 4
  • Heimsækja gamla skólann minn.
  • Borða á Trattoria Toscana og Fratelli la Bufala.
  • Setjast á kaffihús með insalata og agua naturale.
  • Fá mér uppáhaldsísinn á Chocolate.
  • Rifja upp gamlar minningar í sporvögnum og metro (prossima fermata: Cadorna).
  • ...síðast en ekki síst
  • Kíkja í búðir...
  • og svo miklu miklu fleira.



Hlakka til að hitta þessar!

Note to self: Ekki ganga í uppáhalds hælaskónum þínum í borginni!

Gamlar bekkjarsystur...

Einn svona takk.

Þið þekkið þetta

Mhm

Corso Como

Þyrfti að leita af kortinu mínu...

Skólinn

Ætli þessi hafi beðið eftir mér?

Parco Sempione

Sænsku stelpurnar mínar

Bongótrommutónleikarnir á sunnudögum

Gatan mín, Via Vincenzo Monti 54

A presto elsku fólk.

Edda Rós

mánudagur, 8. mars 2010

Rauða teppið hans Óskars

Alltaf jafn spennandi að sjá hvað fræga og fallega fólkið er að spá (fyrir utan að þau spá lítið sem ekkert...allir með stílista).

Byrjum á ljótasta kjólnum, vúhú!

Einum of boring hjá henni Amöndu.

Ókei hann byrjar vel en því neðar sem horft er, því ljótari verður hann.

Mikil vonbrigði!

Mennirnir gleymast alltof oft í gagnrýninni. Reeves var einn sá flottasti að mínu mati.

Voða rómó.

Æi hún er svo mikil dúlla í e-m kökukjól.

Veit ekki hvort hún ætlaði að mæta á Halloween sem rós og með of bleikan kinnalit í stíl...

Fallegur kjóll en of líkur húðlitnum hennar.

Kjóllinn svo sem allt í lagi, allavega framfarir hjá Stewart en fær hún enga kennslu í að pósa?

Oj. Nei ég meina oj!

Gorgeous! 10 af 10.

Nei fjandinn Theron, hvað varstu að hugsa! (eða stílistinn þinn? Rekt'ann!)

Einum of slæmt...alltof slæmt.

Þessi finnst mér flottur...er aðeins að gera það upp við mig hvort ég sé að fíla þetta strap um hálsinn.

Fallegur...en liturinn hefði mátt vera aðeins líflegri.

Æ hún getur nú ekkert verið í öllu en mér finnst hún voða kjút. Engin komment á kjólinn...eeh

Bara svona eldri-konu-kjóll. Boring en elegant. Mætti samt fleygja þessum skóm.

Æi nei...of mikið e-ð.

Hann er náttúrulega mitt uppáhald og sama í hverju hann er, hann púllar það alltaf-þessi elska.

Mér finnst þessi einstaklega fallegur, enda ekki ein af þeim sem hatar Bullock.

Einum of kjút og bæði vel til fara. Elegant í allar áttir.

Hvað finns ykkur?

ERS