fimmtudagur, 11. mars 2010

Forza Milano!

Í miðjum hópavinnuklíðum gerðist ég svo frökk í gær að panta mér flugmiða. Ekki einn, heldur 2. Geri aðrir betur!

Eins og þið flest ykkar vitið lærði ég innanhússhönnun í Mílanó árið 2007-2008. Þar kynntist ég yndislegu fólki og upplifði góða tíma. Í dag, 3 árum seinna er þetta sama yndislega fólk að fara útskrifast sem ýmist innanhússhönnuðir, iðnhönnuðir eða eru bara fastir á klúbbum borgarinnar eða kaffihúsum sötrandi carpuccio eða cafe macchiato.

Þar sem krakkarnir eru frá ýmsum áttum úr heiminum geri ég ekki ráð fyrir að hitta þau öll á sama stað í náinni framtíð. Því mun ég heimsækja gömlu heimaborgina mína í lok maí.

Og ég get ekki beðið!

  • Kíkja á Piazza del Duomo daglega þar sem allt mannlífið er.
  • Skoða næturlífið og ath hverju ég hef misst af.
  • Fara í pikknikk í Parco Sempione, fallega garðinum mínum.
  • Aperitivo * 4
  • Heimsækja gamla skólann minn.
  • Borða á Trattoria Toscana og Fratelli la Bufala.
  • Setjast á kaffihús með insalata og agua naturale.
  • Fá mér uppáhaldsísinn á Chocolate.
  • Rifja upp gamlar minningar í sporvögnum og metro (prossima fermata: Cadorna).
  • ...síðast en ekki síst
  • Kíkja í búðir...
  • og svo miklu miklu fleira.



Hlakka til að hitta þessar!

Note to self: Ekki ganga í uppáhalds hælaskónum þínum í borginni!

Gamlar bekkjarsystur...

Einn svona takk.

Þið þekkið þetta

Mhm

Corso Como

Þyrfti að leita af kortinu mínu...

Skólinn

Ætli þessi hafi beðið eftir mér?

Parco Sempione

Sænsku stelpurnar mínar

Bongótrommutónleikarnir á sunnudögum

Gatan mín, Via Vincenzo Monti 54

A presto elsku fólk.

Edda Rós

3 ummæli:

Fríða Dís sagði...

Ó mæ..

Ester sagði...

Ohh þetta verður fabulous! Skemmtu þér vel Rósi minn :)

bjarni sagði...

"Cadorna, fermata Cadorna"

Þetta er frasi sem situr ennþá fastur í hausnum á mér...

Btw, Parco Sempione er garðurinn minn, þú mátt eiga ísbúðina :)