mánudagur, 8. mars 2010

Rauða teppið hans Óskars

Alltaf jafn spennandi að sjá hvað fræga og fallega fólkið er að spá (fyrir utan að þau spá lítið sem ekkert...allir með stílista).

Byrjum á ljótasta kjólnum, vúhú!

Einum of boring hjá henni Amöndu.

Ókei hann byrjar vel en því neðar sem horft er, því ljótari verður hann.

Mikil vonbrigði!

Mennirnir gleymast alltof oft í gagnrýninni. Reeves var einn sá flottasti að mínu mati.

Voða rómó.

Æi hún er svo mikil dúlla í e-m kökukjól.

Veit ekki hvort hún ætlaði að mæta á Halloween sem rós og með of bleikan kinnalit í stíl...

Fallegur kjóll en of líkur húðlitnum hennar.

Kjóllinn svo sem allt í lagi, allavega framfarir hjá Stewart en fær hún enga kennslu í að pósa?

Oj. Nei ég meina oj!

Gorgeous! 10 af 10.

Nei fjandinn Theron, hvað varstu að hugsa! (eða stílistinn þinn? Rekt'ann!)

Einum of slæmt...alltof slæmt.

Þessi finnst mér flottur...er aðeins að gera það upp við mig hvort ég sé að fíla þetta strap um hálsinn.

Fallegur...en liturinn hefði mátt vera aðeins líflegri.

Æ hún getur nú ekkert verið í öllu en mér finnst hún voða kjút. Engin komment á kjólinn...eeh

Bara svona eldri-konu-kjóll. Boring en elegant. Mætti samt fleygja þessum skóm.

Æi nei...of mikið e-ð.

Hann er náttúrulega mitt uppáhald og sama í hverju hann er, hann púllar það alltaf-þessi elska.

Mér finnst þessi einstaklega fallegur, enda ekki ein af þeim sem hatar Bullock.

Einum of kjút og bæði vel til fara. Elegant í allar áttir.

Hvað finns ykkur?

ERS

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Flott úttekt og ég er sammála um flest. En persónulega finnst mér kjóllinn hennar Söndru B. flottastur...ekkert of mikið af neinu, ja kannski aðeins of síður að framan. Og ég er meira að segja viss um að Heiða getur verið sammála mér með að hún fær 10 fyrir allt lúkkið, hár, förðun, kjóll :)ELEGANT

Momsa.

Ester sagði...

My girl Cami er með þetta alla leið... og vá hvað hún er að rokka rauða varalitinn, lovit!

Ég ætla ekki einusinni að ræða Mimoo.

Nafnlaus sagði...

Haha já sammála þér Stella með kjólinn og lúkkið, hún er með þetta.. En en hins vegar er þetta pós hjá henni á þessari mynd ekki að gera sig, þýðir ekkert að standa á rauða dreglinum eins og pulsa í brauði.

Heiða.

Nafnlaus sagði...

Hahahaa....Heiða þú ert snilli! ;-)))

SM

Nafnlaus sagði...

Elska svona "óskars úttekt" :)
Mér fannst kjóllinn hennar Demi Mega, One hot mama!
Diaz klikkar líka seint! bara flott :)
M. Carey fær svo skammarverðlaunin fyrir hörmung kvöldsins (",)

Sigurbjörg G.