Jæja, EXPO 2010 í Shanghai 1. maí til 31. október. Skella sér?
Það er allavega ennþá verið að selja miða ef ykkur vantar...
Þemað er "Better city, better life."
Framlag Hollands finnst mér heldur betur skemmtilegt. Hannað af John Körmeling. Hann hefur sem sagt búið til heila götu af húsum og gatan er eins konar spírall. Minnir mig dálítið á rússíbana, nema þú getur stoppað á nokkrum stöðum, fengið þér kaffi og skoðað þig um-án þess að verða flökurt að sjálfsögðu.
Eins og ég segi, mjög skemmtileg hugmynd en "fagurfræðilega" séð finnst mér þetta mætti vera betra...en kannski er það bara ég.
Fyrsta módelið (gert árið 2006) úr frauðplasti og álpappír m.a.
Farið að taka á sig mynd.
Þessi mynd stafar orðið T-Í-V-O-L-Í
Tölvumódel
Mig langar svo að fara skoða!
Kína anybody?
ERS
6 ummæli:
Ég tek boðinu :) þarf ég að skaffa mér gjaldeyri eða er þessi ferð alveg í boði fátæks námsmanns?
Knús Momsa.
Ég er til í Kína.
Jess komin með ferðafélaga! :)
Ég kem með :)
Lilja
hey vó, gat verið annað en nafnlaus í fyrsta sinn..
hey vó, gat verið annað en nafnlaus í fyrsta sinn..
Skrifa ummæli