föstudagur, 7. maí 2010

Pay it (Fashion) Forward

Þessi 2 klikka ekki á því að vera smart (í sitthvoru lagi eða saman) frekar en fyrri daginn.

Joshua Jackson & Diane Kruger

Ég get nú ekki sagt að Joshua Jackson hafi heillað mann upp úr skónum hérna í den í Dawson's Creek en ég verð að viðurkenna að drengurinn hefur stepped up his game og kann allavega að klæða sig. Eða kannski kann Diane Kruger bara að klæða hann...jú, eða stílistinn hans/þeirra.

Mér er svo sem sama, svo framarlega sem myndirnar ná að catch my eye-þá erum við í toppmálum!


Þau eru meira að segja flott úti að hjóla!


Þessir klútar sem herra Jackson er að púlla hérna fá 10 af 10 mögulegum.

Klútur og snilldarsamsetning á jakkafötum.

Kjóllinn hennar gorgeous og hann búinn að færa klútinn af hálsinum og oní' vasa.

Fín...

Aldrei hefði ég ímyndað mér að beinhvítur jakki færi vel við hvíta skyrtu...en einhvern veginn virkar þetta?!


Ég held að ég hafi lesið á svart á hvítu um pör sem klæða sig óviljandi í stíl. Hér erum við með rosa fínt dæmi!

Já þau JJ og DK eru alveg meððetta að mínu mati.

Próflokahelgi og allt að verða vitlaust.

Njótið helgarinnar yndin mín,

Edda Rós

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá hef ekki mikið spáð í því en JJ er mega töff...!! Love á klútana
-Ellen Agata

Ester sagði...

Bíddu ha? Eru þau par?? And I did not know this? Síðan hvenær? Ha???

Ohh Diane Kruger er svo fáránlega sæt pía, Dawsons Creek gaurinn er einn heppinn gaukur!

EddaRósSkúla sagði...

Já Ellen ég elska þessa klúta!

Ester vissirðu ekki að þau væru saman? Held þau hafa verið saman í mörg ár haha!

Nafnlaus sagði...

hehe vá ég var einu sinni alltaf að gúggla myndir af þeim tveimur saman.. uppáhalds og flottasta parið í hollywood um þessar mundir ;)

-valgerður