Þegar ég bjó á Ítalíu missti ég af rosavetri hér heima (febrúar 2008). Fékk fréttir um nokkra meters skafla, frí í skólum og vinnum, fasta bíla og fleira upplífgandi. Það gladdi ekki mitt hjarta að heyra þessar fréttir þar sem ég var ekki á staðnum! Nokkrum mánuðum seinna fékk ég aðrar fréttir um jarðskjálfta... ég var ekki á staðnum.
Ég er kannski hræðileg fyrir að vilja finna fyrir jarðskjálfta eða njóta ógeðslegs veðurs en það er bara e-ð spennandi við það (en nei ég veit að það er ekkert spennandi við að missa allt sitt í sterkum jarðskjálftum eða verða úti í brjáluðu veðri, ekki misskilja).
Í dag gladdist mitt hjarta. Ég var á staðnum. Vaknaði við umkringt hús af snjó, var 2 klst á leiðinni í skólann (sem tekur vanalega 40 mín), hljóp í snjónum eins og um grindarhlaup væri að ræða og snjórinn náði upp að mjöðmum. Síðast en ekki síst gerði ég snjóhús.
Ég sem sagt ákvað að vera smá fashion-backwards í kvöld og gróf upp ca. 20 ára gamlan kuldagalla af pabba (pabbi tollir í tískunni!), hoppaði í kuldaskó með loðfeld, loðhúfu og vettlinga og gróf svona fínt snjóhús. Það er númer IV ef þið viljið koma í kaffi og vöfflur...
heitt á könnunni á # IV.
ERS