fimmtudagur, 25. febrúar 2010

Do you live in igloos?

Þegar ég bjó á Ítalíu missti ég af rosavetri hér heima (febrúar 2008). Fékk fréttir um nokkra meters skafla, frí í skólum og vinnum, fasta bíla og fleira upplífgandi. Það gladdi ekki mitt hjarta að heyra þessar fréttir þar sem ég var ekki á staðnum! Nokkrum mánuðum seinna fékk ég aðrar fréttir um jarðskjálfta... ég var ekki á staðnum.

Ég er kannski hræðileg fyrir að vilja finna fyrir jarðskjálfta eða njóta ógeðslegs veðurs en það er bara e-ð spennandi við það (en nei ég veit að það er ekkert spennandi við að missa allt sitt í sterkum jarðskjálftum eða verða úti í brjáluðu veðri, ekki misskilja).

Í dag gladdist mitt hjarta. Ég var á staðnum. Vaknaði við umkringt hús af snjó, var 2 klst á leiðinni í skólann (sem tekur vanalega 40 mín), hljóp í snjónum eins og um grindarhlaup væri að ræða og snjórinn náði upp að mjöðmum. Síðast en ekki síst gerði ég snjóhús.











Ég sem sagt ákvað að vera smá fashion-backwards í kvöld og gróf upp ca. 20 ára gamlan kuldagalla af pabba (pabbi tollir í tískunni!), hoppaði í kuldaskó með loðfeld, loðhúfu og vettlinga og gróf svona fínt snjóhús. Það er númer IV ef þið viljið koma í kaffi og vöfflur...

heitt á könnunni á # IV.

ERS

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hahahaha ég skellti mér líka í kraftgallann í morgunn og buffaloskó til að fara út að moka.... Pant koma í kakó og ungónammi á lau ;)

-Nensý

Nafnlaus sagði...

ohhh mig langar að koma í heimsókn í snjóhúsið!!

þú ert nú meiri snjódúllan.. mannstu eftir geðveika snjóhúsinu sem við gerðum bakvið hjá mér einn veturinn?

p.s eg vil myndir innan úr snjóhúsinu þar sem ég efa að ég komi í keflavík bráðlega áður en snilldin bráðnar

- VALGERÐUR

EddaRósSkúla sagði...

Hahahaha Nensý buffalo skó?

Valka mín mér þykir leitt að segja þér en inngangurinn er hruninn ásamt öllu innbúinu :/

Nafnlaus sagði...

Busted! Þú setur ekki bara svona auðveldlega reglur um að ég þurfi að spurja þig þegar ég fæ e-ð lánað en svo veður þú í skó, húfur og annað sem ég á án þess að heyrist múkk frá þér.

-þú veist hver