sunnudagur, 7. febrúar 2010

Battery low

Almennt finnst mér rosa gaman að finna lausnir á vandamálum. Hvort mér takist það er annað mál.

Það er tvennt sem hefur farið í taugarnar á mér síðustu ár:

1) Að enda uppi með fullt af stökum sokkum. Hvað verður um hinn? Ég neita að trúa því að sokkar hverfi sporlaust en ég er hrædd um að þannig standa málin einfaldlega.

2) Að vera nýbyrjuð að hlaupa og þá slökknar á iPodinum. Hvernig getur þetta gerst? Ég sem var nýbúin að hlaða þessa elsku og ekki enn komið að uppáhaldslaginu!

Lausnir:

1) Mér datt sú snilldarhugmynd í hug fyrir um 2 árum síðan að henda bara þeim sokkum sem ættu sér engan "maka". Það fór nú ekki betur en svo að mánuði eftir hóp-sokka-hendingu-í-ruslið fann ég "maka" sokkanna alltaf! Bömmer. FAIL

2) Þar sem mér finnst ómögulegt að hlaupa við undurfagra tóna bílaumferðar og öngþveitis ákvað ég að prufa fara með gamla ipodinn minn líka og skipti bara um þegar batteríið í hinum var tómt. Þetta virkaði þar til gamli ipodinn dó, til eilífðar. FAIL

Í dag fékk ég flugu í hausinn að reyna sameina þessi vandamál mín og viti menn,

ég fann lausn!





Þar sem batterí eyðist frekar í kulda sá ég fram á að þurfa "klæða" ipodinn minn betur. Hvaða föt henta honum best?

-Nú að sjálfsögðu sokkurinn minn sem var yfirgefinn af maka sínum fyrir viku síðan.

B-R-I-L-L-I-A-N-T

ERS

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hahahha snilldarlausn! Ég ætlaði einmitt að segja: Prófaðu að hita ipodinum og þá virkar hann :)

Kv. Lilja

Nafnlaus sagði...

hahahahahahaha -Ellen Agata

Svart á hvítu sagði...

hahaha vel gert:)

-Rakel

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir myndaútskýringuna :)

Kveðja, Nafnlaus

karenlind sagði...

haha, ég geri þetta líka & skelli líka myndavélinni stundum í sokk.

En tek undir með þér, hvað verður um HINN sokkinn?

Dularfullt.

Nafnlaus sagði...

Hahaha Edda þú ert yndisleg!

Fríða Dís

Nafnlaus sagði...

hahahaha steiktar pælingar !!

nen

EddaRósSkúla sagði...

Já, það er ýmislegt skrítið í kýrhausnum :)

Unknown sagði...

Það er ótrúlegt hvað maður nær að laga raftæki með smá hita.. og þetta sokkadæmi er bara pirrandi. þegar ég á nægan pening ætla ég að kaupa mér slatta af EINS sokkum (fínt að eiga bæði svarta og hvíta) og þá er hægt að para hvað sem er saman. held að það sé eina lausnin. en þín lausn er líka brilliant :)