sunnudagur, 21. nóvember 2010

Þegar blóm verða að bulli...

„Gefðu sjálfri/sjálfum þér blóm!“


Hversu oft ætli ég hafi rekist á grein í tímariti/blaði sem hefur þessa fyrirsögn? Ég þarf allavega að telja skiptin á fingrum beggja handa, svo mikið er víst!

Rökin sem færð eru fyrir því að þú eigir að gefa sjálfri/sjálfum þér blóm eru oftast á þá leið að þér muni líðar betur, ljóma af fegurð, lykta betur og ég veit ekki hvað og hvað.

En ef þú hugsar aðeins út í þetta. Hefur þú gefið sjálfri/sjálfum þér blóm? EVER? Hugsaðirðu bara einn föstudaginn: „Æ mér líður ekkert mjög vel, best að kaupa rósabúnt til að skella í vasa og horfa á næstu klukkutíma svo mér líði betur-hendi svo blómunum á morgun þar sem líftími þeirra er styttri en líftími maura!“

Persónulega hef ég ekki dottið í þennan gír að fara spandera peningunum mínum í hlut sem lifir í 1-5 daga, þá kaupi ég mér nú frekar yndisfagra skó sem gætu enst næstu árin. Aaaðeins að nota skynsemina folks!

Af hverju ættu blóm svosem að láta þér líða betur ef þau koma frá sjálfri/sjálfum þér? Mér finnst það hálf sorglegt að þurfa kaupa blóm fyrir sjálfan mig en eins sorglegt og það er, þá er það jafn skemmtilegt og ef ég fæ blóm frá öðrum. 

Ég meina, þú getur ekkert gert við blóm annað en að vökva þau og horfa á þau. Nei, þetta er ekki eins og þú myndir kaupa þér listaverk sem er jú ekkert annað en prýði fyrir augun vegna þess að listaverkið lifir eins lengi og ÞÚ vilt að það lifi...svo tekur háaloftið við þegar þú ert komin/-nn með leið á því.

Blóm, blóm, blóm. Það er ákveðinn sjarmi yfir því að fá blóm (frá öðrum NOTA BENE, ekki blóm til þín frá þér!) Einu sinni fékk ég rauðan rósavönd í vinnuna. Í fyrstu roðnaði ég niður í tær og ætlaði að þykjast ekki heita Edda Rós og að þetta hlytu að vera mistök, þetta átti örugglega að fara til annarrar Eddu Rósar... En eftir vatnsgusu í andlitið og smá reality-check ákvað ég að taka við blómunum og vera sammála öllum um hversu sætt þetta væri nú.

En er það að kaupa sjálfri/sjálfum sér blóm jafn sorglegt og að fara einn í bíó eða einn út að borða?

Nei, það finnst mér allavega ekki. Á samt enn eftir að prufa...speeeennandi!


Til: Mín
Frá: Mér
Svo mér líði betur í dag. Takk ég!
(oh boy)
Edda Rós blóma-fanatic

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mér finnst æðislegt að vera með nýafskorin blóm í fallegum vasa þegar ég er búin að gera allt hreint og fínt hjá mér.....svona punkturinn yfir i-ið :)
Alltaf gaman að fegra umhverfið sitt.

Ef ég get keypt mér kerti og servíettur til að gera kósý, þá get ég alveg eins hent einum blómvendi með í körfuna.
Þetta eyðist allt saman, bara mishratt :D

e.s. Síðan er það önnur tilfinning þegar manni eru gefin blóm, því þá er einhver annar/önnur að segja manni að þeim þyki vænt um mann :))

xoxo Momsa.

Ester sagði...

Ég get ekki alveg réttlætt það fyrir sjálfri mér að vera að splæsa í blóm, en ég hugsa það samt alltaf þegar ég á leið framhjá blómabúð hvað það verður næs þegar ég verð orðin stór og rík því þá ætla ég alltaf að vera með ferska túlípana í vasa :)

Valgerður sagði...

ok ég hlýt að vera orðin mega fullorðins en ég er alveg sammála mömmu þinni! ekki að ég hafi gert þetta oft en stundum þegar ég var að dauðhreinsa íbúðina og vissi að ég ætti von á gestum á næstu dögum þá kippti ég einum blómvendi með þegar ég fór í Bónus (maður splæsir samt ekkert gæðablómum, ég geng kannski ekki svo langt)
mér fannst þetta mjög kósý og fegraði íbúðina alveg helling ;)

EddaRósSkúla sagði...

Þið eruð krútt, já já ókei þið megið kaupa ykkur blóm mínar kæru... Það líður samt á löngu þar til ég mun fjárfesta í einu búnti...