sunnudagur, 7. nóvember 2010

...and I'm back in the game!

Sælt veri fólkið, Edda Rós sem talar og ætlaði að vera fjarverandi í mánuð. Sú ákvörðun var tekin 24. júní 2010 og ég geri ráð fyrir að þið ykkar sem kíkið hingað í heimsókn af og til vitið það jafn vel og ég að 24. júní - 7. nóvember er örlítið meira en eitt stk mánuður. Jafnvel meira en 2...

En eins og sönnum bloggara sæmir (og það er by the way ennþá í tísku að blogga, ef ykkur vantaði update) þá kem ég alltaf aftur og fílefldari en nokkru sinni. Það hafa jafnvel bæst nokkur orð í orðaforðann minn, bæði gömul og ný, búin til af mér. Vona að þið takið því með bros á vör.

Ég hef oft ætlað að byrja á þessari vitleysu aftur en alltaf vantað innblástur...nenni ekki tískubloggi, hönnunarbloggi eða fylgja einhverri einni áherslu út í gegn. Þess vegna hef ég ákveðið að mixa þetta aðeins upp. „Einnar-áherslu-blogg“ ná líka sjaldnast fótfestu og það sáum við best á öllum íslensku tískubloggunum sem poppuðu upp eins og gorkúlur á blogspot en eru horfin í dag (því ver og miður með sum).

Ég geri mér fulla grein fyrir því að ég mæti brjálaðri samkeppni á netinu frá öðrum „pennum“ þannig ég mun gera mitt allra besta í að skrifa um hluti sem aðrir gera ekki. I smell a challenge...

Þess vegna hef ég ákveðið að láta hanna fyrir mig eins konar impersination-scarf svo ég geti sett mig í minn eigin hugarheim og tekið áskoruninni.

Ef þið sjáið mig í þessum útbúnaði á víðavangi, ímyndið ykkur þá að það hangi skilti utan á mér sem á stendur: Do not disturb (eins og á hótelunum þið vitið). Skiljið einflaldlega eftir skrifuð skilaboð.

Takk í bili,

Edda Rós og trefillinn



7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hahaha þetta er fyndin mynd

p.s ánægð með þig :*
-valgerður

http://abebedorespgondufo.blogs.sapo.pt/ sagði...

Very good.

Nafnlaus sagði...

Flott peysa!! ;-)

xoxox

Nafnlaus sagði...

Lilja er líka ánægð með þetta :) Kíki alltaf hér inná við og við en alltaf blasti Hallgeirsey við mér.. You go girl!

Helga Dagný sagði...

You go girl

Nafnlaus sagði...

Þessi nýja Mac tölva líkist dáldið iPad. Kv. NiggaRich Productions

EddaRósSkúla sagði...

NiggaRich!!!