föstudagur, 26. nóvember 2010

Hingað og þangað-Upp og ofan


26. nóvember. Það fer að líða að lokum þessarar skólaannar (aðeins 2 eftir!) Í lok hverrar annar eru nemendur látnir ganga í gegnum þann óleik að þreyta próf. Nokkuð kósý tími ef þið spurjið mig. Þurfa ekki að mæta í skólann og geta verið heima/á bókasafninu/annars staðar að kafa ofan í efni annarinnar sem var að líða. Þá er jafnframt fátt skemmtilegra en að:


  • Þykjast hafa gríðarlegan áhuga á próflestri og ætla taka ÞESSA önn með trompi. Ég meina, hinar voru bara upphitun!
  • Lesa um eitthvað sem þér finnst áhugaverðara en þýska bíómyndin á RÚV frá '85.
  • Fá allt í einu brjálæðislegan áhuga á tiltekt og þrifnaði, einungis til að komast hjá því að lesa meira um þetta áhugaverða efni.
  • Klæðast kósýgalla allan daginn með te (eitthvað heitt), vatnsglas (eitthvað kalt) og eins og 6 stk gulrætur.
  • Líta í spegilinn hvern einasta dag sem prófin standa yfir og hugsa: Shit hvað ég hlakka til að vera búin með þetta og líta betur út (raunin er að þú munt ekki líta betur út eftir próftímann-staðreynd!).
  • Fá þá flugu í hausinn að nú gæti verið góður tími til að taka til í ipodinum þínum og itunes, flokka allt niður í frumeindir og losa þig við tónlist sem kemur þér í vont skap við hverja spilun.
  • Taka fataskápinn í gegn. Ég meina Rauði Krossinn þarf alltaf á gömlum flíkum að halda, tala nú ekki um rétt fyrir jólin. Mikið góðverk sem þú gerir þar og gefur þér meira en að sitja við skrifborðið og þylja upp hinar ýmsu gerðir pólitískra hagkerfa.
  • Kynna sér þessa rúmlega 500 frambjóðendur til Stjórnlagaþings. Þarna gætirðu sameinað allar lestrarpásurnar þínar í eina og tekið heilan dag í að lesa um hvern einasta frambjóðanda. Nú eða bara kjósa þá eftir flottasta númerinu!
  • Plana ferð erlendis. Bara eitthvert. Bara einhvern tímann. Bara eitthvað lengi. Bara PLANA.
  • Hlusta á X-ið og bíða eftir að þeir spili Kings of Leon, hringja inn og vonast til að vera númer 10 í röðinni. Komast í pott og verða dregin/-nn. Fara á tónleika eftir prófin. (Punkturinn á undan farinn til fjandans...)
  • Loka facebookinu sínu. Er þetta í alvöru orðið fíkn? Ef þú lokar facebookinu þínu, finnurðu þér ekki bara eitthvað annað til að drepa tímann með? Nei, bara spyr.









Tilbúin í þetta?

so
am
I

Edda Rós

2 ummæli:

Magga Pála sagði...

Hahaha þessi prófdæmi voru aðeins of góð!

Gangi þér vel í prófunum skvís :) Það styttist óðum í jólafríið

EddaRósSkúla sagði...

Takk fyrir það yndisleg og sömuleiðis! Hlakka til að joina ykkur á næstu önn :)