En þá er ég einmitt með góða lausn- FARÐU INN!
Og endilega sjáðu til þess að kveikt sé á ofnum. Ofnar eru eitt það ófegursta (ljótasta er aðeins of djúpt í árina tekið) í íbúðarhúsum að mínu mati. Þeir eru eitthvað svo...klunnalegir. En mikilvægu hlutverki gegna þeir, megum ekki gleyma því!
Andrea Ramponi og Karim Rashid hafa greinilega verið nokkuð sammála mér og ákváðu að taka þessi klunnalegu fyrirbæri og poppa ofnana aðeins upp...vægast sagt.
Þetta er útkoman:
Upp-poppunin hefur svo sannarlega tekist en ég veit ekki alveg hvort þeir gætu selt mér eitt stykki...kannski í eitt ár en svo fengi ég örugglega leið.
Skemmtileg hugmynd samt sem áður, enda kann herra Rashid og bróðir hans (arkitekt) sitt fag, án efa.
Allir að pæla í ofnum næstu 2 dagana,
góða skemmtun!
Edda Rós
4 ummæli:
Haha flipp, flopps, stuttermabol og með sólgleraugu
Gaman að þú sért aftur byrjuð að blogga sæta :)
Vá.. ég hef aldrei pælt í ofnum áður, Edda þú opnar fyrir mér nýjan heim!
Já Tinna, gaman að fá þig til að lesa :)
En já elsku Ester, velkomin í ofnaheiminn-förum í útsýnistúr bráðlega!
Sammála fallegir ofnar sjást ekki hér á landi. Guð sé lof fyrir hita í gólfi, rosa gott á þegar kólnar í veðri
Skrifa ummæli