Eins mikið og mér þykir vænt um bjartar sumarnætur þá heillar myrkrið sem skellur á í lok október mig líka mikið. Það skapast viss stemning yfir því að vera komin úr skólanum klukkan 17:00 og fara út að hlaupa í kolniðamyrkri. Hendast svo í heita sturtu og kveikja á kertum yfir góðri tónlist og lærdóm. Ahh...
Ég er mikill aðdáandi kertaljósa og hef verið síðan ég ákvað að breyta herberginu mínu í fyrsta skipti upp á eigin spýtur (ca 12 ára). Þá var hurðinni læst, rúmið og hillurnar dregnar til og því komið á glænýjan stað í herberginu. Herbergið varð eins og nýtt og auðvitað fannst mér ég þurfa að fullkomna þetta afrek með því að kveikja á kertum, það var toppurinn.
Kerti gefa frá sér þessi "ekta" kósýheit og þægilega birtu líka. Fólkið í gamla daga hefur þá alltaf verið með kósýkvöld, því þau notuðust jú einungis við kerti, luktir og lýsislampa, huggulegt en geri ráð fyrir að það hafi verið pirrandi til lengdar. Vesen að þurfa að kveikja í hárinu af og til og svona, gleyma að slökkva á kertunum og fleiri vandræði.
Einmitt það sem ég vildi koma að næst-ef þið ákveðið að dekra þvílíkt við ykkur í vetur og kveikja á kertum, munið að slökkva á þeim. Slökkviliðið nennir ekki svo vandræðalegum útköllum. Þið eigið að vita þetta!
Fyrir utan hversu hugguleg kerti geta verið, þá er aragrúi þeirra framleidd í dag með góðri lykt (alltof mörg samt með vondri-hver kaupir kerti með bómullarlykt?!)
Yankee Candles eru sérfræðingar í góðum kertum:
Black Cherry
Coconut Bay-fyrir kókoshnetulyktarfíkilinn mig
French Vanilla-Sit og horfi á eitt svona brenna
Gingerbread-Kíkti í IKEA um daginn og við innganginn fann ég þessi girnilegu piparkökukerti. Sniffaði af þeim í gegnum alla búðina og þurfti að skila þeim þegar á kassann var komið. Piparkökuhausverkur...langar í þau aftur.
Mango Peach Salsa-fersk!
North Pole-einfaldlega út af nafninu!
Kósýstemning out.
Edda Rós
miðvikudagur, 10. nóvember 2010
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
uummmmmmm, elska kertaljós
-ellen agata
Oh já!!
Skrifa ummæli