mánudagur, 24. janúar 2011

Þarftu pillu við janúarþunglyndi?

Þá er illt í efni. Miðað við rannsókn sem misgáfulegir vísindamenn framkvæmdu átti 17. janúar að vera sá allra ömurlegasti í ár og þunglyndið átti að gjósa í fólki svipað og Eyja-fjatla-jögguddl gerði hér forðum daga.

Ef ég man rétt var þessi mánudagur bara ansi indæll þar sem meðal annars Keflavík sigraði Íslandsmeistara Snæfell í körfunni. Ekki mikið þunglyndi þar á bæ (ss Keflavíkurbæ...þori ekkert að fullyrða með bæ Snæfellinga, Stykkishólm). 

Þrátt fyrir afsönnun mína á rannsóknum misgáfulegu vísindamannanna hef ég þá tilfinningu að komandi vika eigi eftir að einkennast af þungu andrúmslofti og grámyglulegu veðri. Vek athygli á því að ég hef ekki framkvæmt neinar rannsóknir og telst því kannski líka til misgáfulegs vísindamanns.

En þar sem ég er og hef alltaf verið mikið í að plana langt fram í tímann, þá er ég með lausnina við þessu! Nei, hér er ég ekki að tala um e-r pillur sem skipta litum og gefa þér pep-talk. Ég er að tala um myndir. Myndir af þessu:





Einhvers staðar heyrði ég vitran mann segja: „Það kostar ekkert að láta sig dreyma“.
Þetta gæti ekki verið nær sannleikanum og að finna þessar myndir kostaði nákvæmlega ekki neitt. Kannski 2 mínútur á Google...en við höfum nú öll lent í því verra!

Ekki deyja úr leiðindum.

ER

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir þetta. Þinn draumur hefur núna kostað mig 200 þúsund krónur þar sem ég stóðst ekki mátið að panta í eina svona ferð.

TAKK EDDA RÓS!!!