fimmtudagur, 20. janúar 2011

Langt, langt í burtu leynist Undraland...

Undraland-s diskurinn minn með Valdimar. Keypti þessa gersemi á útgáfutónleikum Geimsteins í desember. Þvílíkri og annarri eins fjárfestingu hef ég ekki vitað af. Diskurinn hefur fengið að njóta sín í mínum spilurum síðan þá og ég er ekki frá því að Undraland muni minna mig á jólafríið 2010-2011, góðar minningar þar! „Don't judge a book by it's cover“ segir máltækið. Ef þið spurjið mig er ykkur meira en frjálst að dæma innihaldið af diskahulstrinu þar sem það er einstaklega upp-poppað og skartar öllum regnbogans litum. En þrátt fyrir fegurð hulstursins er svo miklu meira sem bíður ykkar þegar gægst er inn í pakkann. Já, þar er diskurinn í allri sinni dýrð. Ég veit þið viljið ekkert frekar en að stara á randabrjálæðið þar en 1, 2 og snell, skellið disknum í. Þeir ljúfu tónar sem þar finnast renna mjúklegar niður en jólasteikin með öllu tilheyrandi-hversu huggulegt? Tónlistin er sniðin að mínum þörfum, þrám og tónlistarsmekk og það er einmitt þess vegna sem ég er himinlifandi með þetta eintak. Uppáhalds lög: Yfirgefinn, Strá, Þessir menn og Brotlentur...

Þegar ég hlusta á tónlist pæli ég gífurlega mikið í textagerð og þeirri ritsnilld sem oft leynist þar á bakvið. 

Í stað þess að lista upp öll lögin á disknum tók ég mig til og setti saman bút og bút úr öllum lögunum og útbjó smá sögu...voilá!

Þú eitt sinn varst gráðugur maður. Maður sem vildi eignast meir, eignast meir. Það eina sem þú vildir var gull. Regnbogans gull. Á hápunkti græðginnar færðistu burt frá öllum þeim sem gæfu færðu í þinn heim. Þú varst týndur, dofinn og yfirgefinn. Kvöld eitt dreymdi þig draum er þú varst á næturrölti. Í draumnum til þín komu þrír menn. Þessir menn sögðu við þig: „Þó að langt sé í land og skipið strand er ennþá von. Langt, langt í burtu leynist lítið og væmið land. Það ber nafnið Undraland. Þar sem hverjum degi nægir sín þjáning ættir þú að fara þangað í heimsókn. Leggðu upp í ferðalag, farðu á nýjan stað og finndu friðinn þar. Þó að óttinn blindi þig skaltu ganga áfram þennan veg. Þú skalt fljúga áfram gegnum skýin þar til þú sérð það líf þig þyrstir í og finnur öll hamingjunnar strá.“ Þú vaknaðir upp af draumi þessum og ákvaðst að fara eftir ráðum mannanna þriggja. Framtíðin virtist vera björt en á leiðinni þú brotlentir. Brotlentir hratt og ört. Nú frægðin fölnuð er og enginn man eftir þér.

Fyrir ykkur glöggu lesendur sjáið þið lagatextann þeirra í gegnum alla söguna auk smá skrauts og glingurs sem ég bætti við.

En eftir hverju eruð þið að bíða? Út í búð NÚNA-You snooze, you lose!

Það er engin afsökun að vita ekki hvernig hulstrið lítur út, því það er svona:


Vinsamlegast fáið ykkur sæti og spennið á ykkur sætisólar. Hafið sætisbök og borð í uppréttri stöðu og við viljum vekja athygli á því að þetta er reyklaust flug.
Góða ferð til Undralands!

ER

7 ummæli:

Tinna sagði...

Ó já ég elska elska elska þennan disk! Hann rúllar alltaf hjá mér í bílnum og mín uppáhalds lög eru þau sömu og þín :)

Sólveig sagði...

geggjaður diskur! :)

Helga Maren sagði...

Hahah - Skemmtileg saga hjá þér .. En alveg sammála, þessi diskur er í miklu uppáhaldi hjá mér! :)

Helga Dagný sagði...

Ohh sama hér. Fer alltaf í vissastemmningu þegar ég hlusta á diskinn og raula auðvitað með

EddaRósSkúla sagði...

Já stelpur, hann er yndislegur diskurinn!

Nafnlaus sagði...

Koma svo! Koddu aftur frá Undralandi...

EddaRósSkúla sagði...

Komin!